Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 28
28 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR A fleiðingar kynferðis- legrar misnotkunar á drengjum eru svo miklu alvarlegri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Karlar sem þolendur kynferðisofbeldis eru í raun á byrjun- arreit, á svipuðum stað og konur voru hérna fyrir 20 árum, þegar enginn horfðist í augu við hvað kynferðislegt ofbeldi væri mikið samfélagsmein,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, sem er að vinna að rannsókn sem snýr að kynferð- islegu ofbeldi á körlum í æsku, í námi sínu í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Sigrún segir sínar niðurstöð- ur benda til að kynferðisofbeldi í æsku hafi alveg jafn langvarandi og alvar- leg áhrif á ævi karla eins og kvenna. „Já, alls ekki minni, en aðeins öðruvísi. Samkvæmt mínum niðurstöðum beina konur afleiðingunum inn á við. Þær fá meiri heilsufarsvandamál, því líkam- inn tjáir það sem við getum ekki sagt. En þetta birtist meira út á við hjá karl- mönnum.“ Sameiginleg einkenni Samkvæmt íslenskri rannsókn lendir einn af hverjum tíu drengjum í kyn- ferðislegu ofbeldi í æsku. Sigrún telur að sú tala gæti verið vanmetin. „Í þess- um tölum eru einungis þeir sem fúnkera í lífinu. Þú nærð ekki til þeirra sem hafa lent í dópi, eru í afbrotum eða hafa fyrirfarið sér. Rann- sóknin nær ekki til þess hóps sem er lengst leidd- ur.“ Rannsókn Sigrúnar nær til 7 til 9 karla á aldrinum 30 til 60 ára og bygg- ist á djúpum viðtölum við þá , þar sem þeir ræða sögu sína og upplif- un af misnotkuninni. Sigrún hefur nú þegar talað við sex menn, en þeir hafa allir nýlega sagt frá misnotkuninni í fyrsta sinn. Þeir hafa því búið einir með leyndarmálinu bróðurpart lífs síns. Og þeir eiga ýmislegt fleira sameig- inlegt. Þeir hafa almennt fúnkerað illa í lífinu, lentu allir nema einn í grófu einelti í barnæsku, hafa mjög brotna sjálfsmynd, eru oft á tíðum einangr- aðir og eiga erfitt með samskipti við annað fólk. Nokkrir þeirra hafa leiðst út í afbrot og fíkniefni, þeir eru flest- ir margfráskildir forsjárlausir feður og hafa átt í erfiðum samskiptum við konur alla tíð. Þögnin í samfélaginu Eitt af því sem hefur reynst öllum við- mælendum Sigrúnar erfitt er hvað umræðan um kynferðisofbeldi í sam- félaginu er einsleit. Hún snúist nær eingöngu um konur sem þolendur og karla sem gerendur. „Það er ömurlegt fyrir karla, sem brotið hefur verið á, jafnvel af konum, að sitja undir þess- ari umræðu. Þeir upplifa margir mikla höfnun vegna þessa. Það er líka mjög algengt að fólk telji það einfaldlega ekki hægt að nauðga karlmönnum. Við svona áreiti örvast karlmenn jafnvel líkamlega, þó að þeir vilji þetta ekki. Þessu fylgir rosaleg sjálfsásökun og skömm.“ Sjálfsvíg er hættan Umræðan í samfélaginu um misnotk- un drengja, eða öllu heldur skort- ur á umræðu, veldur því líka að oft á tíðum átta karlmenn sig ekki á því sjálfir að ástand þeirra í lífinu er afleiðing misnotkunarinnar. Það sé sjaldan til umræðu hvaða afleiðing- ar kynferðislegt ofbeldi getur haft á karlmenn. Afleiðingarnar geta hins vegar verið mjög alvarlegar. „Það er algengt með karlmenn að þeir segja ekki frá ofbeldinu fyrr en þeir eru gjörsamlega komnir í þrot. Þegar þeir eru komnir á þann stað er um tvennt að velja – segja frá eða fyrir- fara sér. Allir mennirnir sem ég hef rætt við hafa skipulagt í þaula hvern- ig þeir ætla að svipta sig lífi. Sjálfsvíg er algengasta dánarorsök karlmanna á aldrinum 17 til 39 ára, algengari en í umferðarslysum, og sjálfsvíg er oft afleiðing af kynferðisofbeldi. En þetta er aldrei tengt saman. Það er kominn tími á að hefja umræðuna um tengslin þarna á milli.“ Einelti og ofbeldi Önnur sterk tengsl eru milli eineltis og kynferðisofbeldis í æsku. Flestir af þeim sem Sigrún hefur talað við hafa Konur misnota líka börn Samfélagið þarf að endurskoða hugmyndir sínar um kynferðislegt ofbeldi og hætta að líta á karla sem gerendur eingöngu og konur sem þolendur. Stundum er því nefnilega öfugt farið, segir Sigrún Sigurðardóttir, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, sem hefur gert rannsókn á karlmönnum sem þolendum kynferðislegs ofbeldi í æsku. Í samtali við Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur segir Sigrún þau skilaboð sem samfélagið sendi karlkyns þolendum kynferðislegs ofbeldis skaðleg, enda velji þeir oft dauðann frekar en að segja frá. SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, DOKTORSNEMI Í LÝÐHEILSUVÍSINDUM Þeir sem Sigrún hefur talað við í tengslum við rannsókn sína á karlmönnum sem þolendum kynferðis- legs ofbeldis í æsku hafa allir átt við djúpstæð vandamál að stríða í lífinu sem rekja má til ofbeldisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hermann Hreiðarsson fótboltakappi er talsmaður herferðar og söluátaks Blátt áfram sem hófst 19. apríl og stendur yfir á landinu öllu þar til á mánudag, 26. apríl. Herferðin er liður í starfi Blátt áfram til að vekja athygli á málaflokknum og hvetja alla til að vera upplýstir og tala opinskátt um kynferðislegt ofbeldi á börnum. Þá veita samtökin ráðgjöf um hvernig ræða á slíka hluti við börn og hvernig þekkja megi einkenni og annað sem tengist ofbeldinu. Íþróttafélög um allt land aðstoða við sölu á litlu vasaljósi sem einnig er lyklakippa og er merkt samtökunum, en kjörorð átaksins eru einmitt Vertu upplýstur! Vasaljósin eru til sölu í dag við allar helstu verslanir og verslunamiðstöðvar um allt land. VERTU UPPLÝSTUR! – ÁTAK BLÁTT ÁFRAM mjög slæma sögu af einelti á bakinu. Sigrún segist ekki vita hvort komi á undan, en tengslin séu greinileg. „Sjálfsmynd einstaklinga sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi er svo brotin. Þeim finnst þeir bara ömurleg- ir og skítugir og eru þess vegna algjör skotmörk fyrir þá sem beita einelti. Hins vegar eru börn sem verða fyrir einelti líka með brotna sjálfsmynd og eru líka auðveld skotmörk fyrir þá sem misnota börn.“ Þolendur ekki endilega gerendur Margir telja að tengsl séu á milli þess að karlmenn séu þolendur kynferðis- ofbeldis í æsku og þess að misnota sjálfir börn á fullorðinsárum. Sigrún segir að engin rannsókn sýni fram á að þetta sé satt en þetta sé einmitt ein af stærstu ástæðunum fyrir því að karlmenn sem lenda í slíkri reynslu geta ekki hugsað sér að segja frá því. „Þetta kemur til af því að menn sem hafa fengið dóm fyrir að misnota börn segjast sjálfir hafa orðið fyrir ofbeldi. Þá snýst álit fólks á þeim oft við, þegar það uppgötvar að þeir eru sjálfir fórnarlömb.“ Einn viðmælenda Sigrúnar segir frá því að honum hafi verið bannað að umgangast frændsystkini sín eftir að hann sagði frá misnotkuninni, af ótta við að hann tæki sjálfur upp á að leita á þau. Konur misnota líka Sigrún telur líka fulla ástæðu til þess að horfast í augu við að konur eru líka gerendur í kynferðisafbrotamálum. Einn af þeim sex körlum sem Sig- rún er þegar búin að tala við var ítrekað misnotaður af konu. Annar sem verður með í rannsókninni, en Sigrún á eftir að hitta, var misnot- aður af móður sinni um árabil. Hún segir kanadíska rannsókn sýna að fjórðungur kynferðisofbeldisfólks sé konur. Hún viti ekki hversu hátt hlut- fallið sé hér, en hins vegar þurfi að opna umræðuna um þann möguleika. „Þetta er best falda leyndarmálið af þessu öllu saman. Konur eru gerend- ur líka og það er alveg kominn tími til að tala um það.“ Börn geta ekki passað sig En hvað telur Sigrún að foreldrar geti gert til að koma í veg fyrir að börnin þeirra lendi í hremmingum sem þess- um? „Grunnurinn er að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd hjá börnum. Svo eiga foreldrar að leggja áherslu á það við börnin sín að þau eigi ekki að eiga leyndarmál, heldur segja frá. Því börn geta oftast ekki passað sig, þau eru varnarlaus og geta ekki stjórn- að því hvort þau lenda í kynferðis- legu ofbeldi. Oft er það líka frá hendi einhvers sem þau treysta, einhvers sem er stundum líka góður. En ef þau lenda í því skiptir öllu máli, upp á að ná aftur bata, að þau segi frá.“ Þverfaglegt úrræði Rannsókn Sigrúnar á karlmönnum sem fórnarlömbum kynferðisofbeld- is er aðeins einn hluti af umfangs- miklu doktorsverkefni hennar sem snýst um að búa til þverfaglegt með- ferðarúrræði fyrir þolendur kynferð- isofbeldis. Að þeir geti leitað á einn stað eftir allri þeirri aðstoð sem þeir þurfa, hvort sem er frá lækni, sál- fræðingi eða jafnvel listmeðferð- arfræðingi. Slíkt úrræði er ekki til hér á landi, enn sem komið er. Ekki er víst hvort það verður að veru- leika. „Vonandi getur þetta orðið. Við höfum alla burði til þess og ættum að geta bætt úrræðinu við á stöðum sem við höfum nú þegar, svo sem á Kristsnesi, Reykjalundi og á Heilsu- hælinu í Hveragerði. Þar er fagfólk fyrir, það þyrfti í raun bara að bæta við nokkrum fagmanneskjum.“ Þetta er best falda leynd- armálið … Konur eru gerendur líka og það er alveg kominn tími til að tala um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.