Fréttablaðið - 24.04.2010, Side 10

Fréttablaðið - 24.04.2010, Side 10
10 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR MENNTAMÁL Engidalsskóli og Víði- staðaskóli í Norðurbæ Hafnar- fjarðar verða sameinaðir í eina skólastofnun undir stjórn eins skólastjóra frá 1. ágúst í sumar. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Þá var eftirfarandi tillaga fræðsluráðs samþykkt í bæjar- stjórn. „Fræðsluráð samþykkir að fela sviðsstjóra að láta fram- kvæma úttekt á mögulegri nýt- ingu hluta húsnæðis Engidals- skóla fyrir leikskóla og meta kostnað sem slíku fylgir. Sérstak- lega skal kannað hvort hagkvæmt sé að flytja leikskólann Álfaberg í húsnæðið og auka við starfsemi hans.“ Fulltrúi Vinstri grænna í fræðsluráði benti á að hagræðing- artillagan snerti hvorki Barnaskóla Hjallastefnunnar né leikskólanna í bæjarhlutanum þótt starfsnefnd hafi hvatt bæjaryfirvöld til þess að hefja viðræður við Hjallastefnuna í hagræðingarskyni. Fræðsluráð samþykkti hins vegar að taka upp viðræður við Hjallastefnuna um endurskoðun samninga með hagræðingu fyrir bæjarfélagið að markmiði. - gar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir áætlun um hagræðingu í Norðurbænum: Tveir grunnskólar verða sameinaðir Í ENGIDALSSKÓLA Næsta sumar verður Engidalsskóli í Hafnarfirði sameinaður Víði- staðaskóla. MYND/JANA 1 Hvað varð til þess að forsætisráðherra Belgíu baðst lausnar? 2 Hvern hitti Anna Mjöll Ólafs- dóttir á veitingastað í Honolulu á dögunum? 3 Hver er formaður stjórnar nýs félags um Sparisjóð Kefla- víkur. SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 Hafðu samband sími Ert þú í Vildarþjónustu Arion banka? Arion banka arionbanki.is ávinning á FRÉTTASKÝRING Næst friður um hvalveiðar? Tillaga formanns og varaformanns Alþjóðahvalveiðiráðsins um breytt fyrirkomulag hvalveiðibanns fyrir næstu tíu árin er sett fram í þeirri von að hún nægi til að stilla til frið- ar innan ráðsins, þannig að bæði hvalveiðiþjóðir og andstæðingar hvalveiða megi vel við una. Allt hefur verið í uppnámi í ráð- inu árum saman og útlit fyrir að Ísland og jafnvel fleiri hvalveiði- þjóðir segi sig úr ráðinu, þannig að það verði í raun nánast valdalaus stofnun. Tillagan felur það í sér að Ísland fær heimild til að veiða 80 lang- reyðar og 80 hrefnur á ári næstu tíu árin. Samkvæmt tillögunni þurfa Jap- anar að draga verulega úr hval- veiðum sínum, en fá þó heimild til að veiða 400 hrefnur árlega næstu fimm árin, en 200 á ári eftir það. Þeir hafa veitt sjö til átta hundruð hrefnur árlega undanfarin ár. Í sjálfu sér er þetta ekki svo slæm útkoma fyrir íslenska hval- veiðimenn, því þótt Íslending- ar hafi farið fram á að veiða 120 langreyðar og 80 hrefnur á fundi í janúar, þá kom fram á þeim fundi gagntillaga frá Bandaríkj- unum, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð og fleiri ríkjum um að Íslendingar fengju að veiða 60 langreyðar og 60 hrefnur. Frá sjónarhóli hvalveiði- manna á Íslandi er þó öllu verri sú hugmynd, sem nefnd er í til- lögunni, að ráðið banni öll milli- ríkjaviðskipti með hvalkjöt. Sú hugmynd er að vísu innan horn- klofa, sem þýðir að hún er einung- is lögð fram til umræðu án þess vera eiginlegur hluti af tillögu formannanna. Það að þessi hugmynd sé engu að síður höfð með, bendir þó til þess að verulegur þrýstingur sé á að þetta nái fram að ganga. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins munu Bandaríkin hafa beitt sér mjög fyrir þessu, en í reynd myndi þetta þýða að hvalveiðar á Ísland misstu grundvöll sinn, því án útflutnings eru tekjumöguleikar litlir. Verði tillagan samþykkt á fundi ráðsins í júní verður alþjóðlega hvalveiðibannið, sem verið hefur við lýði í aldarfjórðung, í reynd numið úr gildi, í það minnsta hvað snertir hvalveiðiríkin Ísland, Noreg og Japan. Allar undanþág- ur til vísindaveiða eða möguleik- ar á andmælum verða úr sög- unni, en í staðinn mega þau ríki, sem nú þegar veiða hvali, stunda takmarkaðar veiðar í söluskyni. Andstæðingar hvalveiða hafa gagnrýnt þessar tillögur harð- lega. Þeir segja að í reynd sé verið að leyfa veiðar, sem hafi verið ólöglegar. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill taka sér tíma til að skoða þessar tillög- ur áður en svar verður gefið um afstöðu Íslands til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Veiðibannið í endurskoðun Bann við milliríkjaviðskiptum með hvalkjöt enn til skoðunar í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Jón Bjarnason ráðherra tekur sér tíma til að skoða tillögurnar. HVALVEIÐAR Nýjar tillögur um fyrirkomulag hvalveiðibanns verða ræddar á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Marokkó í júní. NORDICPHOTOS/AFP A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.