Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 2
2 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR HVERAGERÐI Orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu efndi í fyrra til tveggja orlofsferða fyrir húsmæður. Alls nam kostn- aður vegna starfseminnar 3,2 milljónum króna á því ári og er sveitarfélögum á svæðinu, lögum samkvæmt, ætlað að greiða tæpar 1,6 milljónir af því. Reikningur vegna húsmæðra- orlofsins var sendur Hveragerðis- bæ og ræddur þar á síðasta fundi bæjarráðs sem lýsti furðu sinni á því að boðuð lagabreyting þar sem orlofsgreiðslur þessar eru lagðar af skuli ekki hafa náð fram að ganga. „Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga er þingmannafrum- varp um málið komið á dagskrá Alþingis en það hefur ekki enn hlotið samþykki. Fá sveitarfélög ef nokkur gerðu ráð fyrir greiðsl- um vegna orlofs húsmæðra árið 2010 og Hveragerðisbær er þar á meðal,“ segir í bókun bæjar- ráðsins sem síðan tekur fram að greinilegt sé að greiða verði reikninginn. Lögin gera ráð fyrir því að konur sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu án þess að fá fyrir það greitt eigi rétt á að sækja um orlof. Til að standa straum af því skuli sveitarfélög leggja fram peninga. Ferðirnar tvær sem húsmæð- urnar í Árnes- og Rangárvalla- sýslu fóru í fyrra voru farnar í júní og september. Í fyrri ferð- inni gistu 38 konur í þrjá daga á Hótel Laka í Landbroti og mis- munandi staðir voru skoðaðir, allt frá Dyrhólaey til Hornafjarð- ar. Seinni ferðin var svokallað hvíldarorlof í fjóra daga þar sem þrjátíu konur gistu á Hótel Hvols- velli og í Smáratúni í Fljótshlíð. Konurnar skoðuðu merka staði og nutu víða leiðsagnar fróðra manna. Á kvöldin undu þær sér við skemmtan á borð við bingó, rímur og harmónikkuleik að ógleymdri kvennasöngsveitinni Hot Babes. „Á föstudag kvöddum við svo alsælar með skemmtilega og til- breytingarríka dvöl og þakklát- ar öllu því ágæta fólki sem hlut átti að máli,“ segir í skýrslu rit- ara kvennanna um hvíldarorlofið í september. Í reikningum sem sendir voru Hveragerðisbæ kemur fram að sjálfar greiddu konurnar samtals tæplega 1,2 milljónir króna fyrir ferðirnar tvær. gar@frettabladid.is Óvæntur reikningur fyrir húsmæðraorlof Bæjarráð Hveragerðis er ósátt við að þurfa að greiða hlut í 1,6 milljóna króna reikningi vegna orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu. Ráðið gagnrýnir að Alþingi hafi ekki komið því í verk að leggja af orlofsgreiðslur til húsmæðra. DYRHÓLAEY Orlofsferðir húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu í fyrra báru konurn- ar allt frá Hvolsvelli að Höfn í Hornafirði. Meðal þess sem þær tóku sér fyrir hendur var að aka í rútu í Dyrhólaey, fræðast um Skaftárelda og skoða hafnargerðina í Landeyjum. er heildar- kostnaður við húsmæðraorlof í Árnes- og Rangárvallasýslu. Sveitarfélögin á svæðinu þurfa greiða tæpar 1,6 millj- ónir af þessari upphæð. 3,2 milljónir STJÓRNMÁL Innan borgarstjórnar- hóps Samfylkingar er mikið rætt um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður flokksins, eigi að segja af sér þingmennsku, að sögn Hjálm- ars Sveinssonar, sem er í fjórða sæti listans. Hjálmar var spurður á Útvarpi Sögu á þriðjudag hvort honum fynd- ist að Steinunn ætti að segja af sér og tekur fram að hann hafi ekki haft frumkvæði að umræðunni. „Ég svaraði bara undanbragða- laust og sagði það sem mér finnst, að það sé óhjákvæmilegt að hún geri þetta. Hins vegar væri það lúalegt af okkur borgarstjórnarframbjóð- endum að fara að krefjast þess núna rétt fyrir kosningar, og ekki okkar hlutverk. Hún hlýtur að komast að þessari niðurstöðu sjálf. Það tekur sinn tíma og ég spái því að það sé ekkert mjög langt í að það ger- ist, án þess að ég hafi heimild- ir fyrir því,“ segir hann. Aðspurður segist Hjálm- ar ekki sjá nein merki þess að þetta gerist fyrir kosningar á laugardag. Spurður hvort sama eigi að gilda um Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í borginni, segir Hjálmar þar ólíku saman að jafna. Dagur hafi þegið ríflega fimm milljónir, og takmark- að styrki við 500 þúsund krónur frá hverjum. Að sjálfsögðu sé enginn stikkfrír, en Dagur sé hæfur til að leiða listann. Steinunn Valdís segist þegar hafa skýrt afstöðu sína til þessa máls. Ekkert samhengi sé milli gjörða hennar og styrkjanna. Afstaða hennar sé óbreytt. - kóþ, bj „Óhjákvæmilegt“ segir frambjóðandi Samfylkingar í borgarstjórnarkosningunum: Steinunn Valdís segi af sér HJÁLMAR SVEINSSON Árni, er búið að slá skjaldborg um þitt heimili? „Nei, ætli það nokkuð. Ekki frekar en annarra.“ Kvikmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, vann áhorfendaverðlaun heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar sem fram fór á Patreksfirði um liðna helgi. UMHVERFISMÁL Sigurvegari í spar- aksturskeppni Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Atlants- olíu sem fram fór í gær eyddi 2,93 lítrum á hverja 100 kíló- metra. Afrekið vann Margeir K. Eiríksson á Volkswagen Polo, árgerð 2010, með 1,6 lítra dísilvél. Alls tóku fimmtán bílar frá sex bílaumboðum þátt. „Aldrei áður hefur náðst eins góður árangur en tveir bílar eyddu minna en 3,0 lítrum af eldsneyti á hundraðið,“ segir á vef Atlantsolíu. Í öðru sæti var Friðrik Þór Halldórsson á Skoda Octavia, árgerð 2009. Eknir voru rúmir 140 kílómetr- ar, upp Mosfellsdal, meðfram Þingvallavatni, framhjá Selfossi og Þrengslin til Reykjavíkur. - óká Fimmtán kepptu í sparakstri: Besti árangur- inn hingað til SPARAKSTUR Í gær var haldin fimmta árvissa sparaksturskeppni FÍB og Atl- antsolíu. MYND/ATLANTSOLÍA LÖGREGLUMÁL Vegfarendum á Suðurlandsbraut varð hverft við þegar lögreglumenn á bílum og vélhjólum dreif að byggingu Hótel Nordica upp úr klukkan hálf þrjú í gær. Lögregluliðið safnaðist fljót- lega saman á bílastæðinu að baki hótelinu. Almennir borgarar sem urðu vitni að atganginum áttu erfitt með að koma auga á glæp- inn í öllu saman enda hafði enginn glæpur verið framinn. „Við erum bara að æfa okkur fyrir sumarið,“ útskýrði einn lög- reglumaðurinn þegar hann kom á vettvang. Fyrr um daginn höfðu lögreglumennirnir æft forgangs- akstur á Reykjanesbraut. - gar Lögreglumenn á æfingum: Undirbúa sig fyrir sumarið ALLT Í PLATI Hópur lögreglumanna við Hótel Nordica var á æfingu en ekki að eltast við glæpamenn. EVRÓPUMÁL Samtökin Sterkara Ísland – þjóð meðal þjóða stend- ur fyrir tveimur fræðslufundum, öðrum um laun, kaupmátt og rétt- indi og hinum um það sem kallað er viðskiptaáætlun Íslands. Á fyrri fundinum, í kvöld, fjall- ar Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, um aðild Íslands að ESB með hliðsjón af hagsmunum launafólks. Næsta fimmtudag fjallar Gísli Hjálm- týsson, framkvæmdastjóri Thule Investments, um þróun íslensks atvinnulífs næstu ár og hvaða máli aðild skiptir. - sh Samtökin Sterkara Ísland: Ræða um Evr- ópu og atvinnu VIÐSKIPTI Helstu hlutabréfavísitöl- ur í kauphöllum í Asíu og Evrópu leituðu upp á við í gær. Netútgáfa Börsen segir fjárfesta hafa séð tækifæri í hagstæðu gengi eftir verðfall síðustu daga. Hagtölur í Bandaríkjunum, sérstaklega 40 prósenta vöxtur framleiðslu og aukin eftirspurn, gáfu góð fyrirheit, að sögn AP- fréttastofunnar. Engu að síður sigu vísitölur vestra síðdegis líkt og undanfarna sjö viðskipta- daga. Dow Jones-vísitalan endaði í 9.974 stigum. - jab Helstu markaðir réttu við sér: Sumir sjá tæki- færi í fallinu STJÓRNMÁL Fulltrúar C-listans í Grímsnes- og Grafn- ingshreppi gagnrýna utankjörfundaratkvæða- greiðslu á Sólheimum í Grímsnesi í dag. Hörður Óli Guðmundsson, efsti maður á C-listan- um, bendir á að Guðmundur Ármann Pétursson, for- stöðumaður Sólheima, sé í 2. sæti á K-listanm, hinu framboðinu í sveitarfélaginu. Hörður segir heimilis- menn á Sólheimum vera um tólf prósent kjósenda. Hann telji að þeir eigi að mæta á almennan kjörstað. Hörður kveðst telja K-listann njóta forskots með atkvæðagreiðslunni á Sólheimum. „Auðvitað stóla heimilismenn á Sólheimum á sitt fólk og treystir því og trúir í öllu og er svolítið undir þeirra verndar- væng,“ segir hann. Guðmundur Ármann Pétursson segir langa hefð fyrir utankjörfundaratvæðagreiðslum á Sólheimum. Þær séu hugsaðar til þess að heimilsfólkið þar hafi traust tækifæri til að neyta kosningaréttar síns. Guðmundur spyr hvort þeir sem vinni á dvalar- heimilum aldraðra eða annars staðar þar sem fram fer utankjörfundaratvæðagreiðsla séu þess vegna vanhæfir til pólitískrar þátttökustarfa. „Ég get ekki séð að listinn sem ég er á njóti einhvers forgangs þótt íbúar í sömu byggð og ég njóti kosningaréttar,“ segir forstöðumaðurinn. Þess má geta að fulltrúar C-listans kærðu utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu á Sólheimum fyrir fjór- um árum en félagsmálaráðuneytið úrskurðaði að úrslitin stæðu. - gar Efsti maður á C-lista gagnrýnir utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Sólheimum: Segir keppinauta njóta forskots SÓLHEIMAR Heimilismenn eiga þess kosta að greiða atkvæði utankjörfundar á Sólheimum í dag líkt og í sveitarstjórnarkosn- ingum fyrir fjórum árum. VIÐSKIPTI Búist er við að eignir Landsbanka Íslands dugi fyrir 89 prósentum forgangskrafna, þar á meðal krafna vegna Icesave. Þetta var haft eftir Lárentsínusi Kristjánssyni, formanni skila- nefndar bankans í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Kynna á kröfuhöfum nýtt verð- mat á eignum Landsbankans fyrir hádegi í dag. Haft var eftir Lárentsínusi að áætlanir skila- nefndarinnar haldi og að „eigna- safnið hafi ekki súrnað“ frá síð- asta verðmati. - óká Eignir fara upp í níu tíundu: Fundað með kröfuhöfum SPURNING DAGSINS Samþykkjum aldrei fátækt Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vil l b ei ta sé r f yr ir ró ttæ ku m þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ Kynntu þé r málið á vg .is Andrea Hjálmsdóttir VG Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.