Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 70
42 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. spjall, 6. átt, 8. aur, 9. æxl-
unarkorn, 11. slá, 12. aðfall, 14. rabb,
16. drykkur, 17. útsæði, 18. angra, 20.
stöðug hreyfing, 21. kvenflík.
LÓÐRÉTT 1. nýja, 3. frá, 4. þegn, 5.
hrökk við, 7. hagnaður, 10. þrá, 13.
hluti verkfæris, 15. ala, 16. missir, 19.
bor.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. rabb, 6. na, 8. for, 9. gró,
11. rá, 12. aðsog, 14. skraf, 16. te, 17.
fræ, 18. ama, 20. ið, 21. pils.
LÓÐRÉTT: 1. unga, 3. af, 4. borgari, 5.
brá, 7. arðsemi, 10. ósk, 13. orf, 15.
fæða, 16. tap, 19. al.
Jonas Gahr Störe, utanríkisráð-
herra Noregs, óskaði sérstak-
lega eftir því að fá að hitta Heru
Björk og íslenska Eurovision-hóp-
inn í gær. Íslensku þátttakend-
urnir urðu að sjálfsögðu við bón
norska utanríkisráðherrans þrátt
fyrir mikið annríki enda hefur
fjölmiðlaáhuginn sjaldan eða
aldrei verið meiri. „Ég veit eigin-
lega ekkert hvernig stóð á þess-
um fundi,“ segir Örlygur Smári,
höfundur Je ne sais quoi, en það
tryggði sér sæti í úrslitum Eur-
ovision á síðustu stundu eins og
frægt er orðið.
Örlygur segir að þau hafi fengið
einhverja klukkutíma til að undir-
búa sig. „Það var síðan farið með
okkur upp á efstu hæð hótelsins og
þar var búið að undirbúa þennan
fund,“ segir Örlygur en Störe var í
fylgd með norska ríkissjónvarpinu
sem tók fundinn upp. Lagasmiður-
inn snjalli segir Störe hafa verið
sérlega áhugasaman um ástand-
ið á Íslandi og ekki síður hvern-
ig staðan væri vegna eldgossins.
„Hera svaraði þessu bara af sinni
alkunnu snilld, svo var lagið tekið
og við gáfum honum diskinn,“
útskýrir Örlygur. Störe er ekki
ókunnur Íslendingum því hann
heimsótti landið í nóvember 2008.
Og ekki ólíklegt að þar hafi hann
kynnst tónlist Heru Bjarkar.
Ekki var unnt að fá viðtal við
Heru Björk um málið en Valgeir
Magnússon, umboðsmaður henn-
ar, segir ásóknina í íslensku söng-
konuna hafa verið gríðarlega og
að það sé næstum því barist um
viðtölin. Undir það tekur Örlygur
sem hefur keppt þrisvar sinnum
í Eurovision. „Við höfum fengið
alveg ótrúlegar viðtökur og finn-
um fyrir alveg svakalegum með-
byr. Ég man hreinlega ekki eftir
öðru eins,“ segir Örlygur sem
viðurkennir að hann hafi verið
með hjartað í buxunum þegar
aðeins eitt umslag var eftir í und-
ankeppninni á þriðjudaginn. „Við
fundum það á okkur að við yrðum
síðust upp úr hattinum og þegar
við sáum glitta í hornið á íslenska
fánanum stóðum við öll upp og
fögnuðum, tilfinningarnar tóku
eiginlega bara öll völd.“
freyrgigja@frettabladid.is
ÖRLYGUR SMÁRI: TILFINNINGARNAR TÓKU ÖLL VÖLD HJÁ OKKUR
Utanríkisráðherra Noregs
yfir sig hrifinn af Heru Björk
DÝRKAR HERU Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, er eldheitur aðdáandi Heru Bjarkar og óskaði sérstaklega eftir því að
fá að hitta íslensku söngdívuna. Vel fór á með þeim í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EÁ
Nýr stuttermabolur verslunarinnar Dogma með
áletruninni Jesús hatar KR hefur vakið mikla
athygli að undanförnu. Bolurinn fór í sölu í síðustu
viku og hefur runnið út eins og heitar lummur.
„Við hötum svo sem ekkert KR. Hugmyndin er
fengin frá erlendum bol, Jesus Hates the Yankees,“
segir Magnús Már Nilsson, stuðningsmaður Fylkis
og einn af eigendum Dogma. „Okkar mat er það að
KR er sennilega mest hataða liðið á Íslandi, sem er
ákveðið hrós. Það þýðir að þetta er stærsta félagið á
Íslandi, enda hatar enginn Völsung. Þeir eiga bara
að vera ánægðir með þennan bol,“ segir hann og úti-
lokar ekki að klæðast bolnum þegar KR-ingar taka
á móti Fylkismönnum í sumar.
Nafni hans, HK-ingurinn Magnús Valur Böðv-
arsson sem starfar hjá Dogma í Kringlunni, hefur
þegar klæðst bolnum á KR-vellinum. Það var í jafn-
teflisleik gegn Keflavík á þriðjudagskvöld. Hann
viðurkennir að hafa fengið misjöfn viðbrögð við
uppátækinu. „Sumir gáfu mér illt auga en aðrir
bara brostu. Ég held að flestir taki þessu sem gríni,“
segir Magnús Valur, sem klæðist bolnum einnig
í vinnunni. Þar hefur hann þegar fengið skömm
í hattinn. „Það var ein kona sem kom hérna sem
fannst þetta vera guðlast.“
Honum finnst bolurinn ekki vera of grófur. „Ef
maður myndi ekki koma með boli sem móðga þá
væru engir bolir til sölu hérna.“ - fb
Meira að segja Jesús hatar KR
JESÚS HATAR KR Magnús Valur Böðvarsson í stuttermabolnum
með hinni umdeildu áletrun. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Norsk auglýsing þar sem athafna-
maðurinn Fjölnir Þorgeirsson
notar hreinsiefnin Zalo Oppvask
og Kjøkkenspray óspart í eldhús-
inu hefur verið spiluð mikið upp
á síðkastið. Auglýsingin var tekin
upp fyrr á árinu en þar sem vor-
hreingerningar eru í fullum gangi
er Fjölnir orðinn tíðari gestur á
sjónvarpsskjáum Norðmanna en
áður.
Aðstoðarleikstjóri auglýsing-
arinnar var Sindri Kjartansson
og óskaði hann sérstaklega eftir
Fjölni í hlutverkið. „Þetta var fínt.
Það er alltaf gaman að vinna með
góðu fólki og Sindri er skemmtileg-
ur,“ segir Fjölnir. Hann hefur áður
leikið í auglýsingum sem hafa birst
erlendis og má þar nefna bjóraug-
lýsingu þar sem hann lék norskan
skíðastökkvara. „Það er alltaf ein
og ein sem dettur inn,“ segir hann
og er alltaf opinn fyrir nýjum
tækifærum.
Fjölnir er þessa dagana að
undirbúa sig fyrir Lands-
mót hestamanna sem hefst
á Vindheimamelum 27.
júní, fari svo að hin skæða
hestaflensa setji ekki strik
í reikninginn. „Maður reyn-
ir að vera jákvæður,“ segir
hann og vonar það besta. - fb
ZALO Fjölnir hreins-
aði eldhúsið með
Zalo-uppþvotta-
legi.
„Stundum borða ég ekki neitt
en helst vil ég fá mér ávexti og
Baska-egg, sem er réttur sem
maðurinn minn gerir alveg
einstaklega vel.“
Ástrós Gunnarsdóttir, einn af höfundum
dansverksins Bræður.
FJÖLNIR ÞORGEIRS-
SON Fjölnir auglýsir
hreinsiefni í norskri
sjónvarpsauglýsingu
sem hefur verið sýnd að
undanförnu.
Fjölnir er tíður gestur í norsku sjónvarpi
Gunnlaugur Magnússon
fór með sigur af hólmi í
fyrsta golfmóti listamanna
sem haldið var um
hvítasunnuhelgina
á Seltjarnarnesi.
Gunnlaugur lék holurnar átján á
38 punktum en í öðru sæti varð
Sunna Borg á 37 punktum. Þegar
höggleikurinn er hins vegar skoð-
aður náði gamanleikarinn Gunnar
Hansson ágætis árangri en hann
lék völlinn á 82 höggum og varð í
öðru sæti. Hann hafnaði hins vegar
í áttunda sæti hvað punkta varðar.
Annars virtust listamenn-
irnir eiga misjöfnu gengi
að fagna. Ólafía
Hrönn Jónsdóttir
hafnaði í neðsta
sæti, lék hringinn
á 135 höggum
og fékk fyrir það
tólf punkta.
Af öðrum
nafntoguðum kylfingum má nefna
að Arnar Jónsson hafnaði í 38. sæti
mótsins en eiginkona hans, Þór-
hildur Þorleifsdóttir, varð hins vegar
í því nítjánda. Sigurður Sigurjóns-
son varð 31. og Randver Þorláksson
varð að láta sér 18. sætið að góðu
verða.
Útvarpsmaðurinn Frosti Logason
er nú staddur í Brussel að kynna
sér innviði Evrópusambandsins.
Frosti er þar á vegum útvarpsstöðv-
arinnar X-ins 977, en þar sér hann
um þáttinn Harmageddon ásamt
Mána Péturssyni. Harmagedd-
on-bræður telja sig geta tæklað
þjóðfélagsumræðuna eins og
aðrir fjölmiðlar og þekking Frosta
á ESB mun væntanlega koma sér
vel. Annars eru félagarnir ánægðir
með hlustun á stöðina
sem virðist vera með
fleiri líf en kötturinn.
Misskilningur olli því á
dögunum að morgun-
þáttastjórnandinn
Ómar Eyþórsson var
titlaður dagskrárstjóri
X-ins í Fréttablaðinu, en
Máni og Frosti ríkja
þar eins og keisarar í
veldi sínu. - fgg, afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Gert Hof.
2 Árið 1885.
3 Aðför að lögum.
Kl
ap
pa
rs
tíg
ur
Laugavegur
Hverfi sgata
29
Rakarastofan
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Klapparstíg
Klapparstíg 29 • Sími 551 3010