Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 52
24 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. JAMIE OLIVER ER 35 ÁRA „Margir krakkar nú á dögum geta sagt þér sitthvað um úrval og áhrif fíkniefna, en hafa ekki grænan grun um hvernig sellerí, mangó eða kúrbítur smakkast.“ Jamie Oliver er enskur matreiðslu- meistari og heimsþekktur sjónvarps- kokkur. Hann berst ötullega gegn óhollum skólamáltíðum í grunnskól- um Bretlands. Golden Gate-brúin, sem útleggst Gullna hliðið á íslensku, var vígð þennan dag fyrir 73 árum. Gullna hliðið er í raun sund sem tengir saman San Francisco- flóa og Kyrrahaf, en brúin hefur brúað sundið frá árinu 1937. Golden Gate er hengibrú og er eitt helsta kennileiti San Francisco og Kaliforníu ásamt því að vera mikilvægt sam- göngumannvirki sem tengir borgina San Francisco við Marinsýslu. Þegar smíði brúarinnar lauk var hún lengsta hengibrú veraldar og hélt þeim titli til 1964, en nú er hún sú áttunda lengsta í heiminum og önnur lengsta brú í Bandaríkjunum, á eftir Verrazano Narrows-brúnni í New York. ÞETTA GERÐIST: 27. MAÍ 1937 Vígsla Gullna hliðsins GOLDEN GATE-BRÚIN Þrjátíu milljónum króna var nýlega úthlutað úr sjóði sem stofnaður var í tilefni Evrópuársins 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun. Eitt þeirra rúmlega tuttugu verkefna sem hlaut styrk var útvarpsþáttaröð sem Edda Jónsdóttir sér um og ber yfirskriftina Harðgrýti fátæktar. „Ég er þakklát fyrir að fá þetta tæki- færi og það er spennandi að fara út í þetta samstarfsverkefni með Ríkis- útvarpinu og félagsmálaráðuneyt- inu. Þættirnir verða fluttir vikulega, sá fyrsti í maí og svo út júní og hug- myndin með þeim er að opna umræðu um fátækt hér á landi og vinna gegn fordómum sem beinast gegn henni með ýmsum hætti,“ segir Edda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Edda berst gegn fordómum en hún er til að mynda einn af stofnendum V-dagsins. „Mér finnst þetta áhugavert við- fangsefni sem snertir mitt áhuga- og fræðasvið. Það er þó vandasamt að skoða fátækt á Íslandi og eftir að ég byrjaði að vinna í þessu hef ég séð hvernig maður þarf að passa sig að alhæfa ekki um fátækt út frá til dæmis ákveðnum hópum. Oft er talað um öryrkja sem fátæka, sem og aldraða, en innan þeirra hópa eru þó margir sem hafa það ekki slæmt. Þetta er því þörf umræða að mörgu leyti, þar sem mikið er um ranghugmyndir og mýtur.“ Edda nefnir að Rauði krossinn hafi fylgst vel með þróun fátæktar hérlend- is frá árinu 1994. „Það segir manni að fátækt hér á landi er ekki ný af nál- inni. Eftir efnahagshrunið erum við hins vegar að sjá nýjar birtingar- myndir hennar, þar sem fólk býr í fínum húsum og á fína bíla en allt fer í afborganir og á því ekkert afgangs í daglegar nauðsynjavörur. Einnig eru margir sem hafa haft lítið á milli hand- anna á einhverju tímabili ævinnar þótt það sé ekki fátækt að staðaldri.“ Fyrsti þátturinn fer í loftið á laug- ardaginn klukkan 13 á Rás 1 og verða þættirnir að minnsta kosti sjö talsins. „Ég vona að fólk muni vilja tala við mig og segja sögu sína því að með því að tala um þessa hluti getum við afbak- að þær mýtur sem eru í gangi og gert hlustendum kleift að setja sig í spor annarra og útvarpið er frábært tæki til þess.“ juliam@frettabladid.is EDDA JÓNSDÓTTIR: GERIR ÚTVARPSÞÁTTARÖÐ UM FÁTÆKT Fátækt vandamál okkar allra FÁTÆKT AÐ GETA EKKI FARIÐ Í SUMARFRÍ Edda Jónsdóttir segir að fátækt þurfi að miða út frá þeim viðmiðum sem séu í gangi í þjóðfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Anna Gunnarsson Hraunbæ 103, Reykjavík, lést þriðjudaginn 25. maí. Bjarni Gunnar Sveinsson Júlía Leví Magnús Þorsteinsson Kristín Sigurðardóttir Sigurður Þorsteinsson Aldís Gunnarsdóttir Herdís Þorsteinsdóttir Finnur Kristinsson Anna Hedvig Þorsteinsdóttir Gunnar Svavarsson Ásmundur Sigvaldason barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Hannes Finsen fv. forstjóri, Vesturgötu 50a, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 16.maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. maí kl. 15.00. Guðbjörg A. Finsen Guðrún Finsen Bjarne Wessel Jensen Aðalsteinn Finsen Hulda Hrönn Finsen Sigríður Finsen Magnús Soffaníasson barnabörn og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jakob J. Jónsson frá Rifgirðingum, Silfurgötu 15, Stykkishólmi, lést á sjúkrahúsinu Akranesi 23. maí síðastliðinn. Jarðsett verður frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 1. júní kl. 14.00. Svava Kristjánsdóttir Kristján Kári Jakobsson Torill Strøm Þórhildur Jakobsdóttir Sigurður G. Sívertsen Jón J. Jakobsson Hulda Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Arnheiður Helga Guðmundsdóttir Vallholti 16, Selfossi, (áður Sólbergi Stokkseyri), lést mánudaginn 24. maí. Anna Jósefsdóttir Ingibergur Magnússon Guðmundur Jósefsson Arndís Lárusdóttir Sigmundur Sigurjónsson Ólafur Jósefsson Rósa Kristín Þorvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Friðgeir Bjarnar Valdemarsson bifreiðastjóri, Mýrarvegi 113, 600 Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri, föstudaginn 21. maí sl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 31. maí kl. 13.30. Gyða H. Þorsteinsdóttir Valdís M. Friðgeirsdóttir Jón Sigþór Gunnarsson Valdemar Þ. Friðgeirsson Sveinbirna Helgadóttir Edda S. Friðgeirsdóttir Kristinn Björnsson Gunnhildur G. Friðgeirsdóttir Anders Larsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Skarphéðinn Jónsson frá Kringlu, Dalabyggð, lést að dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, þriðjudaginn 25. maí. Guðrún Skarphéðinsdóttir Kjartan Sigurðsson Sigríður Skarphéðinsdóttir Jóel Þorbjarnarson Jón Skarphéðinsson Margrét Skarphéðinsdóttir Thor Eggertsson Svanhildur Skarphéðinsdóttir Magnús Sigurðsson Jónas Rútsson Kristín Viðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og dóttir, Guðrún Þórsdóttir skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, lést á heimili sínu þann 25. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 13.00. Ólafur Stefánsson Þór Ólafsson Stefán Ólafsson Stefanía Björgvinsdóttir Anna Hulda Ólafsdóttir Gunnar Hilmarsson Friðrik Boði Ólafsson Anna Hulda Sveinsdóttir og barnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, Helga Vilmundardóttir Álfhólsvegi 25, lést miðvikudaginn 19. maí á Líknardeildinni í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 28. maí kl. 15.00. Gunnhildur J. Gunnarsdóttir, Hlífar V. Helgason, Lísa María Hjartardóttir, Sindri Snær Snorrason, Gunnhildur V. Friðriksdóttir, Vilmundur Þorsteinsson, Þorsteinn J. Vilmundarson, Oddur F. Vilmundarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.