Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 8
8 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR
1 Hvað heitir þýski ljóslista-
maðurinn sem hyggst lýsa upp
Snæfellsjökul?
2 Hvenær var Garðyrkjufélag
Íslands stofnað?
3 Hver var yfirskrift Listahátíð-
artónleika Megasar?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42
VERÐLAUN Dvalarheimilið Blesastað-
ir hlaut í gær viðurkenningu Öldrun-
arráðs Íslands fyrir frábært starf í
þágu aldraðra.
„Mér finnst þetta afskaplega
ánægjulegt og mikill heiður. Þetta
er viðurkenninga á því starfi sem
við höfum unnið til þessa og von-
andi getum við haldið því áfram,“
segir Hildur Hermannsdóttir fram-
kvæmdastjóri. „Við höfum alltaf
haft mjög gott starfsfólk og óhætt að
segja að það eigi stóran hlut í starf-
inu hér og hvernig til hefur tekist.“
Móðir Hildar, Ingibjörg Jóhanns-
dóttir, stofnaði heimilið um miðjan
níunda áratuginn en þá lét hún reisa
húsið á landspildu sem hún hélt eftir
er hún seldi jörðina Blesastaði. Hug-
myndin var að dvalarheimilið yrði
heimilislegt og íbúar þess litu ekki
á það sem stofnun. Þeirri hugmynda-
fræði hefur verið haldið á lofti æ
síðan. „Við leggjum áherslu á að
hafa sem heimilislegast hjá okkur
og höfum þannig haldið hugmynd-
um móður minnar á lofti,“ segir
Hildur.
Hildur tók við rekstri heimilis-
ins 1994. Hún segir gaman að sjá að
stefnan í öldrunarmálum sé orðin
sú að reka heimilisleg dvalarheimili
og vonast að sjálfsögðu til að rekstri
Dvalarheimilisins Blesastaða verði
fram haldið. Hann hafi orðið erfið-
ari í seinni tíð er kröfur hafi aukist
án þess að fjármagn hafi fylgt með.
- sbt
VIÐURKENNING VEITT Bernharð Guð-
mundsson stjórnarmaður Öldrunarráðs og
Hildur Hermannsdóttir framkvæmdastjóri
Blesastaða. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Dvalarheimilið Blesastaðir fær viðurkenningu Öldrunarráðs Íslands:
Viðurkenning fyrir frábært starf
DÓMSMÁL Lagasetning um eigna-
upptöku án sakfellingar kynni að
hjálpa íslenskum yfirvöldum að
komast yfir fé sem skotið var undan
í aðdraganda og eftirleik banka-
hrunsins. Slík lagasetning vekur
hins vegar spurningar um það hvort
með henni sé gengið gegn stjórnar-
skrárbundnum réttindum fólks, til
dæmis ákvæðinu um eignarrétt.
Þetta var meðal þess sem fram
kom á opnum fundi um eignaupp-
töku án sakfellingar á vegum Laga-
stofnunar Háskóla Íslands í gær.
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, hefur lagt fram
lagafrumvarp um eignaupptöku
án sakfellingar, en í henni felst að
hægt verði að gera verðmæti upp-
tæk ef ætla má að þeirra hafi verið
aflað með ólögmætum hætti, jafnvel
þótt engum hafi verið gerð refsing í
sakamáli.
Í máli Carlo van Heuckelom,
deildarstjóra fjármunarannsóknar-
deildar Europol, kom fram að þessi
aðferð kunni að nýtast yfirvöldum
hérlendis við að koma höndum yfir
fé sem komið hefur verið í hendur
annarra með flóknum fléttum.
Séu lög sem þessi í gildi skipt-
ir engu máli þótt ekki sé hægt að
sanna lögbrot á viðtakanda verð-
mætanna, né nokkurn annan sem
málinu tengist. Ef hægt er að rekja
slóð verðmætanna og leiða að því
nægilega sterkar líkur að féð sé
afrakstur glæpsamlegrar starfsemi,
þá getur dómari úrskurðað um upp-
töku þeirra.
Með slík mál yrði farið sem sjálf-
stæð skaðabótamál, en ekki refsi-
mál, og í þeim er sönnunarbyrðin
léttari.
Á fundinum var farið yfir ýmis
álitaefni varðandi lög af þessu tagi,
sem þegar hafa verið sett í Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Kanada, Ástr-
alíu og víðar. Heuckelom og Rodger
Fuller, fyrrum yfirmaður bresku
stofnunarinnar sem sá um eigna-
upptöku af þessu tagi, voru sammála
um að lög sem þessi gangi ekki í ber-
högg við lögbundin mannréttindi og
vísuðu til dómsniðurstaðna og laga-
álita máli sínu til stuðnings.
Róbert Ragnar Spanó, laga-
prófessor og settur umboðsmaður
Alþingis, stýrði fundinum og sagði
að framsögunum loknum að líklega
myndi stærsta álitaefnið hérlendis
varðandi lögin, verði þau að veru-
leika, snúa að stjórnarskrárákvæð-
inu um eignarrétt. Eflaust muni
Hæstiréttur þurfa að skera úr um
það hvort það samræmist stjórnar-
skrá að gera upptækar eigur fólks,
jafnvel þótt engum hafi verið refsað
fyrir lögbrot. stigur@frettabladid.is
FRÓÐIR UM EIGNAUPPTÖKU Carlo van Heuckelom og Rodger Fuller lýstu reynslu sinni af beitingu laga um eignaupptöku án
sakfellingar í Háskóla Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Vekur spurningar
um stjórnarskrárbrot
Lög um eignaupptöku án sakfellingar gætu nýst við að endurheimta fé sem
komið hefur verið undan með flóknum fléttum í bankahruninu. Þau vekja
spurningar um hvort gengið sé gegn stjórnarskrárákvæðinu um eignarétt.
EFNAHAGSMÁL Bankarnir gegna lykil-
hlutverki við endurreisn efnahagslífs-
ins og verða að setja þeim fyrirtækj-
um, sem þeir hafa tekið yfir, reglur
sem koma í veg fyrir að samkeppnis-
staða skekkist, að sögn Páls Gunnars
Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftir-
litsins.
Páll hélt erindi í fyrradag á morg-
unverðarfundi um yfirtöku banka á
atvinnufyrirtækjum. Þar varaði hann
við því að feta sömu braut og Japanar
í fjármálakreppunni í byrjun tíunda
áratugar síðustu aldar. Þar hafi ekki
verið tekið á skuldavanda fyrirtækja
og óhagkvæmum fyrirtækjum hald-
ið gangandi. „Tryggja þarf að hér séu
starfandi bankar sem þora og geta
tekið ákvarðanir um viðfangsefni
sín.“
Þá kom fram á fundinum að mikil-
vægt er að koma fyrirtækjunum út úr
bönkunum eins fljótt og auðið er, ýmist
með því að selja þau í opnu ferli beint
úr bönkunum eða skrá þau á markað.
Gylfi Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, sagðist reikna með að
flest fyrirtæki landsins verði komin
fyrir horn í lok næsta árs. Hann varaði
við því að fyrirtækin féllu í sama farið
og yrðu að skuldsettum samsteypum.
- jab
FYRIRTÆKIN OG BANKARNIR Flest fyrirtæki verða væntanlega komin fyrir
horn á næsta ári, að sögn viðskiptaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Setja á bönkunum reglur um yfirtekin fyrirtæki, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins:
Bankarnir mega ekki falla í sama farið aftur
Tryggjum aðgengi
að hreinu vatni
Vi
ns
tri
hr
ey
fin
gi
n
- g
ræ
nt
fr
am
bo
ð
vil
l b
ei
ta
sé
r f
yr
ir
ró
ttæ
ku
m
þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um
allt land. // sjá m
eira á w
w
w
.vg.is/stefna/
Kynntu þé
r
málið á vg
.is
Ólafur Þór Gunnarsson
VG Kópavogi
VEISTU SVARIÐ?