Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 36
Nú er alkóhólismi allt í kringum þig. Hefurðu
spurt sjálfan þig: Af hverju ég?
„Já, já. En ég pældi lítið í slíku fyrr en pabbi
féll. Þetta var fullkomið líf sem við lifðum þann-
ig að ég hafði engar áhyggjur. Það er hinsvegar
ekki hægt að neita því að þetta er svoldið skrýtið
hjá minni fjölskyldu því það er mikill alkóhólismi
í fjölskyldunni,“ segir Kristmundur Axel en þessi
kurteisi ungi maður skýtur síðan inn einu „afsak-
ið orðbragðið“ og heldur svo áfram; „en nánast
öll fokkings fjölskyldan mín hefur átt í vandræð-
um með áfengi og fíkniefni.“
Pabbi aftur edrú
Kristmundur er þakklátur fyrir að eiga edrú
mömmu og pabba í dag. Hann gleymir því ekki
að þakka fyrir hvað hann fékk gott uppeldi og
tækifæri til að fá áhyggjulausa æsku með edrú
pabba sem er nú kominn undir manna hendur
í Svíþjóð.
„Hann er búinn að vera í meðferð úti í fjóra
eða fimma mánuði og ég er á leiðinni í heimsókn
til hans. Það verður gaman enda ekkert nema já-
kvæðir hlutir í gangi núna.“
Ömurlegar afleiðingar sjúkdómsins eru ofar-
lega í huga Kristmunds.
„Pabbi minn edrú er allt önnur manneskja en
fíkillinn. Fyrir mér er þetta sitthvor maðurinn. Ég
þekki pabba minn en ekki fíkilinn. Hann er eng-
inn vinur minn. Sjúkdómurinn tekur öll völd og
hann breytist í eitthvað skrímsli hreinlega,“ seg-
ir Kristmundur og bendir á að afleiðingarnar séu
skelfilegar.
„Einn bróðir minn er í fangelsi fyrir morð.
Annar bróðir minn er í fangelsi fyrir aðra minni-
háttar glæpi. Og pabbi minn sat í fangelsi fyrir
morð fyrir mörgum árum.“
08 maí 2010
AF HVERJU
KAUPIR ÞÚ
ÁLFINN?
Ég kaupi
marga marga
álfa vegna
þess að allt
í kringum
mig er fólk
í vímu. Allt
í kringum
mig er felu-
leikurinn í
algleymingi
um áhrif og afleiðingar ofneyslu
vímuefna. Allt í kringum mig
stendur fólki ógn af lífinu sjálfu.
Án SÁÁ og trúarinnar á æðri
mátt er leikurinn fyrirfram
tapaður. Ég kaupi álfana alla í
minningu þeirra sem dáið hafa
um aldur fram vegna fíkn-
isjúkdóma. Það geta allir keypt
í það minnsta 5 álfa. Einn fyrir
hvern fíkil í fjölskyldunni er gott
viðmið. Eða fyllist hús þitt þá af
álfum?
Jónína Benediktsdóttir
framkvæmdastjóri
Ég kaupi álfinn. Nú sem aldrei
fyrr er mikilvægt að við leggjum
okkar af mörkum þar sem fram-
lög til SÁÁ hafa dregið verulega
saman. Stöndum saman, sýnum
ábyrgð og stuðning og kaupum
álfinn.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir
verkefnastjóri
Ég kaupi álf-
inn til þess
að styðja
góðan mál-
stað. Innan
vébanda
SÁÁ er á
hverjum
degi unnið
þrekvirki við
að hjálpa
fólki sem
lendir í klóm fíknar. Svo kaupi
ég líka álfinn fyrir börnin mín.
Þeim finnst hann fyndinn og
skemmtilegur.
Guðmundur Steingrímsson
þingmaður
Ég hef í
starfi mínu
komið að að-
stoð við ungt
fólk sem
hefur lent á
villigötum
með líf sitt.
Þar kynntist
ég af eigin
raun hinu
miskunn-
arlausa helvíti sem bíður þeirra
sem misstíga sig og lenda í
sjálfheldu með líf sitt. Þegar
ég ræddi við unga fólkið sem
voru búinn með aðstoð að ná
tökum á lífi sínu, blasti við mér
að mín börn gætu hæglega verið
í þessum sporum. Þess vegna
kaupi ég SÁÁ álfinn heilshugar
og alltaf fleiri en einn. Ég á sex
börn og 11 barnabörn, sem eru
mín dýrmætasta eign.
Guðmundur Gunnarsson,
formaður Rafiðnaðarsambands
Íslands
„Pabbi var edrú í ellefu ár þar til hann féll 16. júní
2008,“ útskýrir rapparinn og tónlistarmaðurinn
Kristmundur Axel Kristmundsson um tilurð lags-
ins Komdu til baka sem hann flutti í Söngkeppni
framhaldsskóla og sigraði á dögunum.
„Pabbi, Kristmundur Sigurðsson, hafði átt
sína vondu fortíð áður en við fórum að búa sam-
an í Grafarvogi. Ég þekkti hann bara edrú og við
vorum mjög nánir. Það voru bara við tveir í Graf-
arvogi. Feðgarnir.“
Og lagið lýsir þessu sambandi þeirra feðga og
er mjög tilfinningaríkt. Það hefur algerlega sleg-
ið í gegn á Íslandi og þegar viðtalið var tekið stóð
lagið í þriðja sæti yfir mest seldu lögin á Tónlist.
is. Það hefur einnig átt fast sæti á vinsældarlista
FM 957 og klifrað hátt á Lagalistanum sem mælir
hvaða lög eru mest spiluð á Íslandi.
Einlægur rappari
Kristmundur flutti ungur inn á pabba sinn en
mamma hans er líka alkóhólisti. Hún er nú, sam-
kvæmt Kristmundi, búinn að vera edrú í bráð-
um áratug en hlutirnir æxluðust þannig að Krist-
mundur bjó alltaf hjá pabba sínum.
„Mamma er frábær og við búum saman núna
ásamt systur minni. Þær hafa reynst mér ótrú-
lega vel og fjölskyldan mín er sterk þrátt fyrir allt
sem á hefur gengið,“ segir Kristmundur en bæði
mamma hans og systir starfa á heimili fyrir heim-
ilislausa menn, sem er á Njálsgötu.
Hvað kemur til að þú sért svona einlægur
rappari en ekki töffari eins og þeir eru svo oft?
„Ég hef alveg gefið út svona hörð lög líka en
finnst samt mikilvægt að semja lög um eitthvað
sem skiptir mig miklu máli,“ segir Kristmundur
en í lögunum hans talar hann ekki niður til fólks
og er ekkert fyrir að lofa dóp eða pening eins og
segir í lagi hans, Illað, sem er vinsælt meðal ungs
fólks:
„Rappa ekki um dóp og pening því hvorugt er
kúl.“
Alkóhólismi í fjölskyldunni
Kristmundur er fæddur 1993 og ætti að fá bíl-
próf síðar á árinu. Hann er ekta Grafarvog-
sungmenni. Flutti ungur í Engjahverfið og gekk
í Engjaskóla öll sín tíu grunnskólaár. Í dag er
hann á almennri braut í Borgarholtsskóla og
hangir mest með vini sínum Daniel Alvin en
þeir byrjuðu að rappa saman fyrir fjórum eða
fimm árum.
PABBI MINN EDRÚ
ER ALLT ÖNNUR
MANNESKJA EN
FÍKILLINN. FYRIR
MÉR ER ÞETTA
SITTHVOR MAÐURINN. ÉG
ÞEKKI PABBA MINN EN EKKI
FÍKILINN. HANN ER ENGINN
VINUR MINN
KRISTMUNDUR AXEL
KRISTMUNDSSON er ungur
rappari sem vann Söngkeppni
framhaldsskóla með lagi
um pabba sinn sem féll 16.
Júní 2008. Þeir höfðu búið
saman tveir í Grafarvogi, edrú
pabbi og strákurinn hans, í
ellefu ár. Á einu bretti missti
Kristmundur pabba sinn og
heimilið sitt en hann býr nú
hjá mömmu sinni og þakkar
fyrir að pabbi sinn sé nú í
meðferð í Svíþjóð.
RAPPA EKKI UM
DÓP OG PENING ÞVÍ
HVORUGT ER KÚL
>> KRISTMUNDUR AXEL „MAMMA ER FRÁBÆR OG V
MYND: HARI@SKUGGAVERK.COM