Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 18
18 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Sveitar- stjórnar- kosningar Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs HALLDÓR Í sveitarstjórnarkosningunum á laugar-daginn hafa Íslendingar tækifæri til að stíga næsta skref í uppgjöri sínu við þá stjórnmálastefnu og flokka sem leiddu af sér hrunið. Þessar kosningar eru ekki síður mikilvægar en þær sem fram fóru fyrir rúmu ári, þá í kjölfar efnahagshrunsins og uppreisnar almennings gegn sitjandi vald- höfum. Sú krafa sem almenningur setti fram í þeim kosningum um róttækar breyt- ingar og heiðarleg stjórnmál þarf líka að heyrast á laugardaginn. Á því rúma ári sem við Vinstri græn höfum setið í ríkisstjórn hefur stærsta og erfiðasta verkefnið verið að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðisflokksins og leggja grunn að nýju samfélagi sem hefur háleit- ari markmið en að „græða á daginn og grilla á kvöldin“. Þetta verkefni bíður einnig nýrra sveitarstjórna um allt land að loknum kosningum. Þar þarf að skapa traust og leggja grunn að nýju samfélagi ekki síður en á landsvísu. Við Vinstri græn leggjum nú sem fyrr áherslu á heiðarlega og málefnalega kosn- ingabaráttu. Gagnrýni okkar á ríkjandi stjórnmálaviðhorf góðærisáranna undir- strikar að hægt er að treysta pólitískri sýn flokksins og að hún geti reynst okkur verð- mæt í þeim erfiðu verkefnum sem fram undan eru. Fyrir síðustu alþingiskosn- ingar sögðum við kjósendum réttilega að bæði þyrfti niðurskurð og tekjuöflun til að takast á við vanda landsins. Aðrir flokkar reyndu að spinna sig út úr vandanum en í alþingiskosningunum 2009 virkaði spuninn ekki lengur. Fólk vildi heiðarleg stjórnmál. Ekki má heldur gleymast að mikilvægar ákvarðanir sem hafa víðtæk áhrif eru teknar í sveitarstjórnum. Nærtæk dæmi eru ákvarðanir bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar og borgarstjórnar Reykjavíkur á kjörtímabilinu sem leiddu til þess að þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins, HS Orka, hefur farið úr samfélagslegri eigu í hendur kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Þá eru mörg helstu náttúruverðmæti Íslendinga og valdið til að ráðstafa þeim í höndum einstakra sveitarfélaga. Aðkoma Vinstri grænna að sveitarstjórnum lands- ins er því afar mikilvæg svo að ekki verði gerð fleiri afdrifarík mistök á sveitar- stjórnarstiginu. Nú hefur almenningur tækifæri til að leggja gróðahyggjuna endanlega á hilluna og einbeita sér að því að verja velferð og náttúru. Í þeim efnum eru Vinstri græn öflugur bandamaður. Tökum næsta skref að nýju og betra samfélagi á laugardaginn. Kjósum Vinstri græn. Tökum næsta skref T vær skoðanakannanir, sem Fréttablaðið og Morgunblað- ið hafa látið gera, sýna að Bezti flokkurinn gæti orðið stærsta stjórnmálaaflið í borgarstjórn Reykjavíkur eftir kosningarnar á laugardag. Samkvæmt könnun Frétta- blaðsins um síðustu helgi gæti flokkurinn náð hreinum meirihluta, en samkvæmt könnun Morgunblaðsins myndi hann ná sjö borgarfulltrúum af fimmtán. Vinsældir Bezta flokksins hafa ekki dvínað, þótt það verði skýrara eftir því sem fleiri fram- bjóðendur hans opna munninn, að þeir hafa í raun enga stefnu í ýmsum mikilvægum málum, sem borgarstjórn Reykjavíkur þarf að leysa úr. Fulltrúar annarra flokka reyna að vera málefna- legir og leggja til lausnir. Bezti flokkurinn snýr aðallega út úr eða svarar út í hött – og stórum hluta kjósenda virðist vera nákvæmlega sama. Þeir ætla samt að kjósa hann. Þetta viðhorf ber vott um djúpstætt vantraust á hefðbundnu flokkunum. Kjósendur í Reykjavík vilja augljóslega kenna þeim lexíu – ekki bara sumum, heldur öllum. Tvennt ræður væntanlega mestu um þetta sérkennilega andrúmsloft meðal kjósenda. Annars vegar er skrípaleikurinn í kringum stöðug meirihluta- skipti á fyrri hluta kjörtímabils núverandi borgarstjórnar. Ef annað hefði ekki komið til, hefði mátt ætla að farið væri að fenna yfir minninguna um þann hamagang allan, því að seinnipart kjörtíma- bilsins hefur ríkt stöðugleiki og að mörgu leyti gott samstarf milli flokkanna í borgarstjórn um að taka á erfiðum málum. En þá kemur hitt til, sem er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, sem var að mörgu leyti áfellisdómur yfir flokkunum. Kjósendum finnst klárlega vanta upp á að þeir hafi brugðizt við sem skyldi; af sannri auðmýkt og vilja til að læra af mistökunum. Þá er ekki aðeins átt við framboðin í borgarstjórn, heldur flokkana á landsvísu. Vilji gömlu flokkarnir reyna að ná vopnum sínum á ný fyrir laugardaginn, verða þeir að gera eitthvað verulega róttækt til að sýna iðrun sína og umbótavilja. Sá sem gengur á undan í því efni er líklegastur til að ná einhverju af atkvæðunum til baka. Nú hljóta menn líka að vera farnir að velta fyrir sér meirihluta- myndun eftir kosningar. Fari svo að Bezti flokkurinn nái hreinum meirihluta, er hætt við að bæði frambjóðendur flokksins og kjós- endur fyllist eftirsjá að morgni sunnudagsins. Framboðið þarf þá að taka ábyrgð á stjórn stærsta sveitarfélags landsins, án þess að vera með útfærða stefnu um hvernig á að fara að því. Nái Bezti flokkurinn ekki meirihluta, er ekki sennilegt að hinir flokkarnir vilji vinna með honum. Þá getur niðurstaðan orðið sú að „þjóðstjórnarhugmynd“ Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verði að veruleika undir breyttum formerkjum; að gömlu flokkarnir myndi saman meirihluta og neyðist þá til að vinna saman af heilindum og með hag borgarbúa að leiðarljósi. Bezti flokkurinn gæti haldið áfram að grínast í minnihluta – ef grínið endist þá í fjögur ár. Þetta væri kannski ekkert afleit niðurstaða. Sérkennilegt andrúmsloft í borginni tveimur dögum fyrir kosningar: Hvað gera gömlu flokkarnir? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Afskaplega undarlegt Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér ályktun í gær um að Íslendingum bæri að greiða Icesave. Það þykir Pétri Blöndal, þingmanni Sjálfstæðis- flokksins „afskaplega undarlegt“. Máli sínu til stuðnings nefnir hann að Ísland hafi verið búið að innleiða reglur Evrópusambandsins um innlánstryggingar. „Á því kerfi átti ekki að vera ríkisábyrgð enda hefði það rekist á við kröfur Evrópusam- bandsins um að ekki sé verið að mismuna fyrirtækjum eftir löndum,” segir Pétur. Ekki svo undarlegt Pétur Blöndal ætti að þekkja innleið- ingu á reglum Evrópusambandsins um innlánstryggingar ágætlega. Hann tók þátt í umræðum um málið á Alþingi árið 1996. Þá sagði hann meðal annars: „Í reglum ESB er gert ráð fyrir að stofnsettir séu og starfræktir tryggingasjóðir við innlánsstofnanir sem tryggi innistæður undir 1,7 millj. kr.; þ.e. 20 þús. ECU. Ekki kom fram í nefndastarfinu hvað mundi gerast ef þessir sjóðir dygðu ekki fyrir töpum. Þó má óbeint lesa út úr tilskipuninni að þá beri ríkissjóður ábyrgð.“ Sinnaskipti Nú er langt síðan þetta var og ljóst að Pétur Blöndal hefur hreinlega skipt um skoðun í millitíðinni. Skýr, lögfræðileg rök hljóta að hafa ráðið sinnaskiptunum. Að öðrum kosti er það óneitanlega nokkuð bratt hjá Pétri að kalla niðurstöðu ESA „undar- lega“ í ljósi þess að eitt sinn var hann sama sinnis. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.