Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Ellingsen hefur mikla reynslu í sölu á öllu því sem tilheyrir ferðamennsku. Fyrirtækið er tæplega aldargamalt, stofnað árið 1916. Björn K. Björnsson segir verslunina vera dóta- kassa fyrir ferðafólk. „Aðalsmerki Ellingsen er per- sónuleg þjónusta. Enda þarf ferða- fólk oft góða aðstoð við völ á rétt- um búnaði þar sem fólk ætlar að ferðast við mismunandi aðstæð- ur,“ segir Björn. Í tjöldum, svefnpokum, bakpok- um og ýmsum fleiri ferðavörum býður Ellingsen upp á hið þekkta útivistarmerki Coleman. „Tjöldin er hægt að fá eins, tveggja, þriggja og allt upp í fjögurra manna en þau þola öll mjög vel íslenskar að- stæður. Þessi sem eru eins manns og henta göngufólki eru sérstak- lega létt, einungis 1,95 kíló, og eru með smelluólum til að festa á bak- pokann. Tjöldin, sem þola veður og vind, eru lágreist þannig að fólk skríður inn í þau og þau eiga að verja ferðalanga betur í þeirra fjallaferðum,“ segir Björn. Svefnpokana frá Coleman er hægt að fá í nokkrum gerðum, eftir því hvort ferðast er um há- sumar eða að vetri til og þá hvar er ferðast. Þannig er hægt að fá poka sem hægt er að nota í allt að 16 stiga frosti. „Coleman-bakpok- ana er svo hægt að fá 50+ kílóa, með góðri grind og bakstuðningi, og svo léttari poka fyrir minni farangur. Hægt er að bæta bún- aði utan á suma pokana, hengja stafi og annað, fyrir mestu ferða- garpana. 50 kílóa pokinn er til að mynda með vösum fyrir kort, fest- ingar fyrir göngustafi og fleira til.“ Annar nauðsynlegur göngu- búnaður er að sögn Björns til að mynda göngustafir, gönguskór, sem eru til fyrir erfiðar göngur og léttari, legghlífar, almennur hlífðarfatnaður og hlý undirföt. „Einnig eru undirfötin, úr meri- no-ull, sem við erum með frá De- vold, einn besti tveggja laga ullar- undirfatnaður sem völ er á. Fötin eru með mjög góðri öndun og helst fólki þurrt þrátt fyrir að svitna því fötin flytja raka frá líkamanum,“ segir Björn og bætir við að fötin henti einnig þeim vel sem eru við- kvæmir fyrir ull. Einnig er á boð- stólum útivistarfatnaður og göngu- skór frá Columbia í góðu úrvali. „Annars hvetjum við fólk bara til að koma og skoða. Hér er ævin- týraheimur. Ferðagrillin frá Cole- man hafa notið mikilla vinsælda og svo má nefna ferðavagna, ferðaborð og -stóla og svo er allt til fyrir stang- og skotveiðina.“ Ævintýri fyrir ferðalanga Björn K. Björnsson hjá Ellingsen segir úrvalið mikið í versluninni að Fiskislóð 1. Hér er Grétar Þorgeirsson starfsmaður Ellingsen með veiðistöng. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ellingsen er sannkallaður ævintýraheimur. ●FARIÐ AÐ ÖLLU MEÐ GÁT Í ÚTILEGUNNI Sjóvá Forvarnarhús býður upp á eftirfarandi heilræði sem gott er að hafa í huga í útilegunni á vefsíðu sinni, forvarnarhusid.is: ● Akið hægt um tjaldsvæðið og verið sérstaklega á varðbergi þegar bakkað er. Börn geta verið að leik við götuslóðina. ● Ef börn eru með í för, látið þau ekki hlaupa um tjald- svæðið án þess að kynna ykkur umhverfið fyrst. ● Farið varlega með gas nálægt tjaldinu. Ef eldað er á gasgrilli, þarf að passa að ekki kvikni í gróðri. ● Ef eldað er á kolagrilli, þarf að staðsetja það þannig að eldur nái ekki í tjald eða gróður. Aldrei sprauta íkveikilegi á logandi kolagrill. Gangið tryggilega frá grillinu eftir notkun og ekki kasta heitum kolum þar sem hætta er á íkveikju. ● Ef prímus er notaður til að hita upp tjald, staðsetjið hann vel svo hann velti ekki og ekki hreyfa við honum þegar hann er í gangi. Farið aldrei að sofa með hann í gangi. Geymið gaskútana utan tjaldsins þegar þeir eru ekki í notkun. ● Geymið ekki eldspýtur eða eggvopn, s.s. beitta hnífa eða skæri þar sem börn ná til. ● Geymið aldrei verðmæti í tjöldum. Þau eru auðveld skotmörk þjófa. Silver Ridge™ Softshell Góður útivistarjakki sem hentar vel í rigningu því hann þornar fljótt og andar vel með Omni-Shield® vatns- og öndunarfilmu. Herrar Verð: 36.990.- First Traverse™ Fleece Hoodie Frábær flíspeysa með hettu. Aðsniðin og mjúk með Omni-Shield® vatns- og öndunarfilmu. Stillanlegur faldur og rennilás á vösum. 96% pólýester, 4% elastine. Dömur Verð: 22.990.- Silver Ridge™ II Frábærar útivistarbuxur með rennilásum á skálmum. Hægt að renna skálmum af og gera að stuttbuxum. Buxurnar eru léttar og endingargóðar, fljótþornandi með Omni-Dry® og Omni-Shade® UPF 30 sólarvörn. Tvöfalt 100 % nylon. Herrar Verð: 17.990.- Silver Ridge™ Cargo Frábærar útivistarbuxur með ren- nilásum á skálmum sem gera þér kleift að skipta um skófatnað með hraði. Hægt er að renna skálmum af og gera stuttbuxur. Omni-Shade® UPF 30 sólarvörn og Omni-Dry® vatnsvörn. Dömur Verð: 19.900.- Tagori Sterkbyggðir og léttir gönguskór. Styðja vel við fæturna og vernda gegn hnjaski. Innlegg með Agion® lyktarvörn. Léttur og grófur Omni- Grip® sóli sem virkar vel í möl og á grófu undirlagi. Dömur og herrar Verð: 17.990.- Newton Ridge™ Léttir og þægilegir gönguskór fyrir styttri ferðir. Vatnshelt leður með auka vörn við hæl. Útskiptanlegt innlegg. Dömur og herrar Verð: 27.990 REYKJAVÍK: Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 - AKUREYRI: Tryggvabraut 1–3 • Sími 460 3630
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.