Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 20
20 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR
Pólitísk íhlutun Magma og Norðuráls
Í fréttum Stöðvar 2 sl. laugardag var kostuleg frétt þess efnis
að viðræður væru hafnar milli
Magma Energy og Norður-áls um
sölu á orku til álversins í Helgu-
vík. Í viðtali við Árna Sigfússon,
bæjarstjóra í Reykjanesbæ, kom
fram að hann fagnaði því að hlut-
ur Geysis Green Energy væri nú
í höndum aðila sem sé kominn að
HS Orku til langs tíma. Það hafi
greitt fyrir því að samningavið-
ræður milli Norðuráls og HS
Orku hafi komist á skrið að nýju.
Með fréttinni var gefið í skyn
að nú sé að rofa til í orkumálum
álversins. En hvað skyldi í raun
vera á bakvið þessar svokölluðu
viðræður? Í fréttinni kom í raun
ekkert fram um viðræðurnar því
staðreyndin er sú að þar er ekk-
ert að frétta. Hér var sett á svið
ómerkileg leiksýning af hálfu
Magma og Norðuráls, tveggja
fyrirtækja í eigu erlendra aðila,
sem með þessu eru að hlutast til
um íslensk stjórnmál. Sýninguna
setja þau á svið fyrir velgjörð-
armann sinn, bæjarstjórann í
Reykjanesbæ, viku fyrir kosning-
ar til sveitarstjórnar. Samkvæmt
fréttinni virðist sem hér séu á
ferðinni stórtíðindi í atvinnumál-
um Suðurnesjamanna. Og eins og
venjulega sá fréttamaðurinn ekk-
ert athugavert.
Hið stóra plat í leiksýningunni
er að HS Orka (Magma Energy)
hefur enga orku til að selja Norð-
uráli. Til að þetta sé alveg skýrt
er rétt að fara lauslega yfir þá
kosti sem HS Orka hefur til orku-
vinnslu:
• Fyrirhuguð stækkun Reykja-
nesvirkjunar er í uppnámi þar
sem Orkustofnun hefur ekki viljað
samþykkja stækkunina. Ástæðan
er nær örugglega sú að jarðhita-
svæðið er nú þegar fullvirkjað
og trúlega gott betur. Reyndar
hef ég áður bent á að þetta hefði
mátt ráða af umsögn Orkustofn-
unar strax þegar umhverfisáhrif-
in voru metin.
• Hugmyndir um aukna orku-
vinnslu í Svartsengi og Eldvörp-
um geta hugsanlega skilað fáein-
um tugum af megavöttum en
svæðið er mjög nálægt því að
vera fullvirkjað.
• Rannsóknarboranir við
Trölladyngju hafa gefið neikvæða
niðurstöðu.
• HS Orka hefur rannsóknar-
leyfi á litlu jarðhitasvæði við
Sandfell í Grindavíkurbæ en tak-
markaðir kærleikar hafa verið
með HS Orku og Grindvíkingum
hin síðari ár. Þetta sýnist ekki
efnilegt.
• HS Orka hefur rannsókn-
arleyfi í Krýsuvík og hefur náð
samningum um rannsóknarholur
við landeiganda, sem er Hafnar-
fjarðarbær, en síðan ekkert meir.
Finnist yfirleitt nýtanleg orka í
Krýsuvík er ekkert sem bendir
til að Hafnfirðingar vilji að hún
fari til Helguvíkur.
• HS Orka leitar nú eftir orku-
vinnslusvæðum í Hrunamanna-
hreppi. Staða þess máls er óljós
á sama hátt og sú orkulind sem
málið snýst um en hún virðist
vera einhvers konar aðfærslu-
æð jarðhitans á Flúðum innan af
hálendinu.
• HS Orka er eigandi að þriðj-
ungi hlutafjár í Suðurorku sem
hyggst einbeita sér að vatnsafls-
virkjun í Skaftá, Búlandsvirkj-
un. Það verkefni er á frumstigi
og óljóst um vilja Sunnlendinga
til að selja orkuna til Suðurnesja
ef af verður.
Þar sem Magma hefur enga
orku til að selja er augljóslega
ekkert til að semja um. Hér er á
ferðinni einfalt pólitískt sjónar-
spil. Ekki veit ég hvort fordæmi
eru fyrir slíku framferði erlendra
fyrirtækja á vettvangi íslenskra
stjórnmála. Nú rær Árni Sigfús-
son lífróður til að framlengja
veru sína á stóli bæjarstjóra í
mínum gamla heimabæ. Þar
hefur hann á undanförnum árum
rekið bæjarfélagið með einhvers
konar ponzi-tilbrigði þar sem
eignir bæjarins hafa verið seld-
ar og skuldum safnað í stað-
inn. En hví skyldu félög í eigu
erlendra aðila tilbúin að taka þátt
í svona ómerkilegri og siðlausri
brellu í þeim tilgangi einum að
halda vini sínum, bæjarstjóran-
um, áfram við völd? Ekki veit ég
gjörla hvað hér liggur að baki
en undanfarin ár hafa bæði stór
og smá fyrirtæki verið að seil-
ast til áhrifa í skipulagsmálum
sveitarfélaga. Kunnustu dæmin
eru af byggingaráformum í mið-
borg Reykjavíkur og virkjunará-
formum í Flóahreppi. Flutningur
skipulagsmála frá ríki til sveitar-
félaga fyrir rúmum áratug hefur
reynst mikið ógæfuskref og leitt
til þess að skipulag sveitarfélag-
anna er orðið að söluvöru. Og nú
virðist málið vera að færast á
nýtt stig. Í hvaða sporum verðum
við ef veiklundaðir sveitarstjórn-
armenn selja skipulagsvaldið í
hendur útlendingum? Jafnvel í
nafni sjálfstæðis? Er ekki tíma-
bært að draga úr skipulagsvaldi
sveitarfélaga?
Svo er að sjá sem hinum útlendu
herrum hafi bærilega tekist að
tileinka sér það íslenska siðferði
sem við helst gætum verið án.
Orkumál
Sigmundur
Einarsson
jarðfræðingur
Nú rær Árni Sigfússon lífróður til að
framlengja veru sína á stóli bæjar-
stjóra í mínum gamla heimabæ. Þar
hefur hann á undanförnum árum
rekið bæjarfélagið með einhvers konar ponzi-tilbrigði
þar sem eignir bæjarins hafa verið seldar og skuldum
safnað í staðinn.
„Sjö-háskóla“
spurningin
Er ekki fáránlegt fyrir 300 þúsund manna þjóð að halda
úti sjö háskólum?“ er algeng
spurning í umræðunni í dag
og svarið „jú“ blasir við – þrátt
fyrir að höfðatölulega séð sé
staðan 7 háskólastofnanir fyrir
300 þúsund manns ekki fjarri
því sem er í Bandaríkjunum,
þar sem bestu háskólar heims
eru starfræktir. Þetta er þó
ólíkt því sem er í Evrópu, sem
hefur ekki náð vopnum sínum
enn í alþjóðlegum háskólasam-
anburði. „Sjö-háskóla“ spurn-
ingin er hins vegar talsvert
villandi. Í rauninni mætti líkja
henni við að spurt sé „er ekki
fáránlegt að 300 þúsund manna
þjóð skuli halda úti námi á öll
hljóðfæri sem leikið er á í sin-
fóníuhljómsveit? Er ekki nóg
að kenna á málmblásturshljóð-
færin og gera það vel?“
Staðreynd málsins er sú að
þessir sjö háskólar eru ekki ljós-
rit hver af öðrum. Flestir eru
þeir afar sérhæfðar stofnanir
sem leggja megináherslu á fáar
greinar og mismunandi kennslu-
fræði. Fæstar þeirra hafa dottið
niður úr skýjunum á allra síð-
ustu árum. Flestar eiga áratuga
starf að baki og ein þeirra getur
rakið sögu sína (með góðum
vilja) allt aftur til ársins 1106!
Þær hafa hins vegar á umliðn-
um áratugum fært nám sitt upp
á háskólastig samkvæmt kröf-
um tímans, rétt eins og stofn-
un sú sem hlaut nafnið Háskóli
Íslands gerði árið 1911. Eins eru
sumar þeirra til komnar fyrir
umfangsmiklar sameiningar
fjölbreyttra fagskóla og síðasta
áratuginn hefur háskólastofn-
unum í raun fækkað, en ekki
fjölgað.
Fjölbreytt nám
Stundum er spurt í framhaldi
af „sjö-háskóla“ spurningunni
hvort það sé ekki út í hött að
kenna viðskiptafræði á fjórum
stöðum á Íslandi. Ef við vörp-
um kastljósinu á þau fög sem
sannarlega eru kennd í fleiri
en einum háskóla á Íslandi –
viðskiptafræði, lögfræði og
verkfræði, þá er þar um að
ræða vinsæl fög sem ekkert
er athugavert við að margir
fari í gegnum í nútímasamfé-
lagi. Hagnýt og fræðileg þekk-
ing á því sem tengist ástund-
un viðskipta, er afar hagfelld
fyrir samfélagið og viðskipta-
lífið, burt séð frá þeirri gagn-
rýni sem slíkt nám hefur setið
undir að undanförnu og í sjálfu
sér ekki óeðlilegt að það nám sé
í boði víðar en í einni stofnun.
Að sama skapi er alltaf þörf
fyrir lögfræðinga og það fyr-
irkomulag sem tíðkaðist hér í
áratugi, að meina nema 30–60
manns að hefja nám í lögfræði
ár hvert, var í grunninn ekki
til annars en að búa til einsleita
valdaelítu. Almenn lögfræði-
þekking er forsenda virks lýð-
ræðis og eflingar borgararétt-
inda fjöldans. Lengi hefur líka
verið talað um að efla þyrfti
verkmenntun á Íslandi og það
þarf ekki að fylgjast lengi með
því sem er að gerast í HR til
að sjá að þar er verið að vinna
fyrsta flokks starf.
Menntunarsprenging
Staðan er sú að undanfarin
20 ár hefur orðið menntunar-
sprenging á Íslandi og er það
vel. Það er fjarri því að „fjölg-
un háskólanna hafi verið tilraun
sem mistókst“, eins og fv. land-
læknir hélt fram í Fréttablaðinu
nýlega. Þvert á móti hníga mörg
rök að því að uppfærsla fagskól-
anna á háskólastig hafi tekist
með eindæmum vel. Skólarnir
hafa eflst mikið fræðilega, val-
kostir fólks sem vill fara í nám
eru fjölbreyttir og spennandi.
Háskólanám er hægt að stunda
með mismunandi hætti frameft-
ir öllum aldri víða um landið og
aldrei hafa verið stundaðar öfl-
ugri rannsóknir á Íslandi en í
dag. Í þeim fræðigreinum þar
sem um samkeppni hefur verið
að ræða hefur hún tvímælalaust
verið til góðs. Ekki einu sinni
lagadeild Háskóla Íslands mun
bera á móti því að sú samkeppni
sem Bifröst efndi til í laganámi
með því að brydda upp á námi
í viðskiptalögfræði árið 2001
(HR og HA fylgdu í kjölfarið),
hafi gert annað en að efla laga-
námið við Háskóla Íslands, en
laganám á Íslandi mátti sannar-
lega við hressi legri uppfærslu í
byrjun þessarar aldar.
Stígum varlega til jarðar
Nú leita menn logandi ljósi að
tækifærum til hagræðingar
í ríkisrekstri og er það bæði
þarft og skynsamlegt. Þar þarf
þó að stíga varlega til jarðar og
á það við í háskólamálum eins og
öðrum viðkvæmum málaflokk-
um. Það þarf að varast að eyði-
leggja þann árangur sem þegar
hefur náðst í íslensku háskóla-
samfélagi með vanhugsuðum
aðgerðum í átt til sameiningar
eða lokunar skólastofnana, sem
vandséð er hvaða hagræðingu
skilar, enda hverfur kostnaður-
inn við þá nemendur sem þegar
eru í námi, ekki við það að sam-
eina eða leggja niður skóla.
Kostnaður ríkisins við nem-
endur í t.d. HR og Bifröst er
ekki hærri en hann myndi vera
við Háskóla Íslands. Það er síðan
annað mál að vissulega má gera
betur í því að efla samstarf
íslenskra háskóla. Það er líka
alls ekki ólíklegt að hið aukna
samstarf kunni í einhverjum
tilfellum að leiða til frekari
sameiningar háskólastofnana á
Íslandi, eins og þegar hafa farið
fram þreifingar um.
Það er sjálfsagt til of mikils
mælst að ætlast til hófstilling-
ar og umhugsunar í almennri
umræðu eftir þær hremmingar
sem þjóðin hefur gengið í gegn-
um undanfarin misseri og í ljósi
þess tröllaukna vanda sem hún
stendur frammi fyrir. Það er
hins vegar von mín að fólkið sem
um vélar hugsi málið alla leið og
taki ekki hugsunarlaust undir
„sjö-háskóla“ spurninguna eins
og þar sé að finna helstu lausn-
ina á fjárhagsvanda ríkissjóðs.
Háskólar á Íslandi
Magnús Árni
Magnússon
verðandi rektor
Háskólans á Bifröst
Staðreynd málsins er sú að þessir
sjö háskólar eru ekki ljósrit hver
af öðrum. Flestir eru þeir afar
sérhæfðar stofnanir sem leggja
megináherslu á fáar greinar og
mismunandi kennslufræði.
Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi
föstudaginn 28. maí kl. 12:10 – 13:30.
Á fundinum fjallar Aldo Musacchio, dósent við viðskiptadeild Harvard-háskóla, um fjármála- og
skuldakreppur í nokkrum nýmarkaðsríkjum á síðustu áratugum. Musacchio ræðir hvernig lönd á
borð við Argentínu og Mexíkó hafa tekist á við skuldakreppur og reynsluna af mismunandi leiðum
í þeim efnum. Jafnframt hvaða lærdóm Ísland getur dregið af reynslu þessara landa.
Dr. Aldo Musacchio hefur kennt hjá viðskiptadeild Harvard-háskóla frá árinu 2004 og er nú dósent
við deildina. Auk þess gegnir hann rannsóknarstöðu við National Bureau of Economic Research.
Síðustu tíu árin hefur Musacchio stundað rannsóknir á hagsögu Rómönsku Ameríku. Hann hefur m.a.
skrifað raundæmi (case study) um kreppuna í Argentínu árið 2001 og um það hvernig endursamið var
um skuldir landsins árið 2005. Dr. Musacchio hefur einnig skrifað raundæmi um Mexíkó, Brasilíu,
Dubai og Ísland. Aldo Musacchio er með doktorsgráðu í hagsögu frá Stanford-háskóla og BA-próf í
hagfræði frá ITAM í Mexíkóborg. Hann hefur kennt og haldið fyrirlestra við Háskólann í Reykjavík, ITAM í Mexíkóborg,
Insper og Universidade de São Paulo í Brasilíu og INALDE í Kólumbíu.
Hádegisfundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, Betelgás. Fyrirlesturinn verður fluttur
á ensku og stendur í u.þ.b. 45 mínútur. Góður tími gefst til spurninga og umræðna að honum loknum.
Allir velkomnir!
FJÁRMÁLAKREPPUR
OG SKULDAKREPPUR
HVAÐ GETUR ÍSLAND LÆRT AF REYNSLU
ANNARRA RÍKJA?
www.hr.is