Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 40
12 maí 2010
„Ég flutti fyrst út til Bandaríkjanna
árið 1990,“ útskýrir Íris Erlingsdóttir
aðspurð hvað hún hafi eiginlega verið
lengi ytra. „Ég fór ytra ásamt sambýlis-
manni mínum, Gunnlaugi Helgasyni,
og syni okkar, sem þá var tveggja ára.
Fyrst fór ég í fjölmiðlanám í San Diego
og síðar fluttum við Gunnlaugur bæði
til Los Angeles þar sem hann fór í leik-
listarnám.“
Leiðir Írisar og Gunnlaugs skildu
og hún ílengdist í Bandaríkjunum. Í
dag býr Íris Minnesota, rétt hjá Min-
neapolis og St. Paul (Twin Cities) og
er fyrst og síðast að skrifa og hugsa
um börnin sín.
Varð edrú í Bandaríkjunum
„Ein aðalástæðan fyrir því að ég
ílengdist í Bandaríkjunum var að ég
kynntist AA og gat ekki hugsað mér að
yfirgefa það „kerfi“ – ég var bara viss
um að ég myndi byrja aftur að drekka
ef ég gerði það,“ segir Íris og bætir því
við að hún hafi í fyrstu átt erfitt með
að fylgja ráðleggingum frá fólki sem
hafði meiri reynslu en hún af edrú-
mennskunni.
„Ég hlustaði til að mynda ekkert á
þau ráð að taka engar „lífsbreytandi“
ákvarðanir á fyrsta edrú árinu eins og
til dæmis að skilja við makann sinn,
skipta um vinnu eða fara í nám,“ held-
ur Íris áfram og brosir.
„Ég vissi allt best. Það þýddi ekkert
að tala við mig. En eins og aðrir sem
ekki hlusta á þá sem eru vitrari, vís-
ari og reynslunni ríkari þá borgaði ég
ríkulega fyrir þennan hroka og æðib-
unugang. Ég hefði getað sparað mér
mörg afturendabitin hefði ég hlustað
á trúnaðarkonuna mína og fleiri. Mín
ráð til þeirra sem eru nýorðin edrú:
Hlustið á þá sem hafa meiri tíma
(hafa verið edrú lengur) – og sem
vinna gott prógramm, auðvitað. Við
fáum öll meira en nægan tíma síðar
til að hræra sjálf í persónuhagapott-
unum okkar.“
Ísland alkóhólískt
En það var ekki bara óttinn við að
byrja að drekka aftur sem var ástæðan
fyrir því að Íris bjó áfram í Bandaríkj-
unum. Hún útskrifaðist úr fjölmiðla-
náminu 1994 og fékk þá ársvísa. Síðar
sótti hún um að fá sjálft græna kort-
ið og fékk það („Alien of Extraordin-
ary Talent And Ability“ – „Já, ég hef
það skjalfest að vera „alien““) þann-
ig að lítið mál var fyrir hana að dvelja
áfram í sólinni á Vesturströnd Band-
ríkjanna.
„Ísland var líka „vettvangur glæp-
anna“ hvað mig varðaði. Það fylgdi
landinu allskonar fortíðarbrak. Minn
fyrrverandi var kominn í nýtt sam-
band og það var mikil eftirsjá í mér.
Svo lét ég margt við Ísland hreinlega
fara í taugarnar á mér,“ útskýrir Íris en
að hennar mati er Ísland afar alkóhól-
ískt samfélag.
„Íslendingar eru líka í meiriháttar
afneitun um þá staðreynd.Það er ekki
nóg með að stór hluti þjóðarinnar séu
virkir alkóhólistar heldur er kerfið
okkar sjálft mjög alkóhólískt. Stjórn-
kerfið stjórnast af alls kyns annarleg-
um sjónarmiðum og við virðumst
ófær um að skilja að persónur og
prinsipp, greina á milli hvað er pers-
ónulegt og hvað verður að vera fag-
legt, með tilheyrandi afleiðingum.“
Rannsóknarskýrslan eins og
sjúkrasaga
„Að lesa rannsóknarskýrslu Alþing-
is er stundum eins og að lesa valda
kafla úr sjúkrasögu alkóhólista! Og
lýsingar í ýmsum alkóhólismalitte-
ratúr – eins og t.d. Tíminn og tárið:
Íslendingar og áfengi í 1100 ár eftir
Óttar Guðmundsson lækni, alveg frá-
bær bók sem ætti að vera skyldulesn-
ing í skólum landsins – á sálarlífi alkó-
hólistans eru oft eins og uppskrift að
hrunsþankaganginum: Menn halda
að þeir séu guð almáttugir og yfir aðra
hafnir (hin einstöku útrásarvíkinga-
gen sem forsetinn lofaði út um allar
heimstrissur), vilja gera allt í miklum
flýti (skriffinnska, reglur og eftirlit eru
bara rugl og tímasóun); eiga ákaflega
erfitt með að fást við vonbrigði eða
mótlæti (hva, við, við gerðum ekki
neitt – allt sem miður fer er öðrum að
kenna!) og hegðun þeirra einkennist
af „yfirgangi, hroka og frekju.“ Þetta er
þessi narsissismi hans hátignar alkó-
hólistans, sem hann á sameiginlegt
með ungbörnum,“ segir Íris sem fylg-
ist vel með íslensku samfélagi enda er
hún fastur penni hjá Huffington Post
(http://www.huffingtonpost.com/).
Írisi finnst umfjöllun Óttars um
tímaskyn alkóhólistans ennfrem-
ur afar athyglisverð og útskýra margt
sem miður hefur farið á Íslandi en í
bók Óttars segir:
„... alkóhólisti á erfitt með að stað-
setja sig í tíma. Sumt af því sem gera
þarf er afgreitt, öðru er ýtt til hliðar
inn í óljósan veruleika vímunnar þar
sem ægir saman fortíð og framtíð,
raunveruleika og ímyndun, lygi og
sannleika ... Hann fær þá tilfinningu
að hann geti framkvæmt hluti með
því að hugsa um þá.“
„Hljómar þetta ekki kunnuglega?
Og ég er ekki að tala um hér að menn
þurfi að vera ræsisliggjandi alkóhól-
istar, eða dagdrykkjumenn, langt í frá.
Það er þessi ranghugmynd um eðli
alkóhólismans – að halda að aðeins
þeir sem drekka mikið og oft geti ver-
ið alkóhólistar – sem gerir afneitunina
svo auðvelda.“
Svarar netverjum á Eyjunni
Íris býr og starfar, eins og fyrr segir, í
Bandaríkjunum en undanfarið hafa
íslenskir netverjar orðið varir við hana
á Eyjunni.is (http://blog.eyjan.is/isa-
fold/). Þar svarar hún ýmsum spurn-
ingum lesenda um alkóhólisma, með-
virkni, kynlíf og bara allt milli himins
og jarðar. Íris segir að hugmyndin á
bakvið Ísafold á Eyjunni hafi orðið til
smátt og smátt. „Vinkona mín lenti í
afar erfiðum skilnaði, önnur vinkona
mín átti í erfiðleikum í hjónabandi og
við vorum alltaf í símanum. Ég hafði
sjálf gengið í gegnum skilnað og far-
ið í gegnum meðferð og þessi ferli þar
sem manni eru fengin ýmis tól til að
takast á við margs konar tilfinninga-
lega og andlega erfiðleika, þannig að
ég gat deilt aðeins af minni reynslu af
því. Ennfremur vantaði vinkonu mína
sárlega ýmsar praktískar, lagalegar
ráðleggingar (best ég byrji ekki hér á
ræðu um skammarlega lélega stöðu
íslenskra kvenna og barna við skiln-
að). Þær sögðu mér, svona í gríni, að
ég ætti að vera með „vandamáladálk,“
vera svona „agony aunt“ og eftir árið
hugsaði ég með mér, hvers vegna
ekki?“
Nær allir eru ánægðir með svör Ír-
isar á Eyjunni en hún tekur það fram
að hún sé hvorki lögfræðingur né sál-
fræðingur og myndi seint halda því
fram að hún vissi allt eða hefði svör
við öllu. „Ég geri mig ekki út fyrir að
vera sérfræðingur í einu eða neinu.“
Íris hefur hinsvegar miklar reynslu
í að finna upplýsingar á borð við hver,
hvar, hvað, hvenær, hvernig og af
hverju, bæði vegna reynslu úr námi
og því að hún hefur reynt ýmislegt um
dagana.
„Mín reynsla er að mestu til komin
vegna hinna fjölmörgu og fjölbreyti-
legu asnastrika sem ég hef gert,“ út-
skýrir Íris glaðlega, „bæði af alkóhól-
isma og almennum æðibunugangi.
Ef sú reynsla getur orðið einhverjum
að gagni eða sparað einhverjum sárs-
auka og leiðindi, þá er það jákvætt.
Svo finnst mér þetta bara gaman,
að sjálfsögðu, annars myndi ég ekki
nenna því.“
Meistaragráða í kínverskri
læknisfræði
Íris á þrjú börn. Frumburðurinn,
Helgi, verður 21 árs í sumar en í fyrra
fékk hann styrk til að fara í háskóla-
nám í Kína, þar sem hann er núna.
Svo á hún þau Ásdísi Soffíu og Daníel
Gunnar sem eru átta og níu ára göm-
ul.
En á Íslandi varstu fréttamaður á
Stöð 2 og þar áður ritstjóri Gestgjaf-
ans?
„Já. Ég var líka í útvarpi en varð ég
þreytt á fréttamennskunni og fór að
læra kínverska læknisfræði („Tradi-
tional Oriental Medicene“) og er með
meistaragráðu í þeim fræðum,“ svarar
Íris og útskýrir að hún hafi farið í það
nám meira af kappi en forsjá. „Ein af
þessum „brilliant“ (ekki!) hugmynd-
um sem ég fékk á fyrsta ári edrú-
mennskunnar. Svo vildi ég auðvitað
ekki hætta þegar ég var byrjuð.“
Saknarðu þess ekkert að starfa við
fjölmiðlun á Íslandi?
„Þetta er auðvitað padda sem bít-
ur mann og sleppir ekki. En á þeim
tíma sem ég hætti þá fannst mér þetta
orðið hálf innantómt og skilja lítið eft-
ir sig. Sjónvarpsfréttir eru í eðli sínu
afar slítandi vinna, sérstaklega á jafn-
litlum markaði og Ísland er, þar sem
maður þarf að gera allt sjálfur, finna
upplýsingar, skrifa, taka viðtölin, setja
fréttina saman og allt undir gífur-
legri tímapressu. Maður kom kannski
með einhverja hugmynd á fréttafundi
um morguninn og þá þurfti hún að
vera komin í fréttaform fyrir kl. 6 um
kvöldið!“
Vill fyrst og fremst skrifa
Íris hefur alltaf verið sískrifandi, alveg
frá því hún var krakki og það hefur
einhvern veginn haft tilhneigingu til
að verða hennar aðalstarf.
„Ég uppgötvaði loks, eftir að ég
varð óvinnufær vegna heilsuleys-
is – slasaðist í baki og á hálsi þeg-
ar ég var ófrísk af dóttur minni, fékk
svo síþreytu og gigt og hengdist svo
á verkjalyf í framhaldi af öllu þessu –
ÍRIS ERLINGSDÓTTIR
flutti til Bandaríkjanna
fyrir tæpum tuttugu
árum. Áður en hún
hélt út í nám hafði hún
meðal annars starfað
sem ritstjóri Gestgjafans
og fréttakona á Stöð
2. Nú skrifar hún fyrir
Huffington Post og
þakkar fyrir að eiga
frábært líf án áfengis.
ÍSLAND ER AFAR ALKA
ÍRIS ERLINGSDÓTTIR
„Ein aðalástæðan fyrir því að
ég ílengdist í Bandaríkjunum
var að ég kynntist AA.“
SYSTKININ 1967 Íris er fremst á myndinni (vinstra
megin) og ekkert voða ánægð með að vera ekki lengur yngsta
barnið í fjölkyldunni. Frá vinstri: Íris, Gunnar, amma (Kristín
Friðriksdóttir) með Ásdísi í fanginu, Sigurður og Erla.
VORIÐ ER KOMIÐ TIL
MINNESOTA Í dag býr Íris í
Minnesota og er fyrst og síðast að
skrifa og hugsa um börnin sín.
DANÍEL, ÍRIS OG ÁSDÍS
Daníel Gunnar Lee ásamt systur
sinni og mömmu um síðustu jól.
MAMMA Á
SKÍRNAR-DAGINN Íris
og mamma hennar, Kolbrún
Gunnarsdóttir.
TENGLAR
AA samtökin á Ísland:
www.aa.is
Aflið Akureyri:
www.aflidak.is
Al-anon á Íslandi:
www.al-anon.is
Barnaheill:
www.barnaheill.is
Barnaverndarstofa: www.bvs.is
Blátt áfram: www.blattafram.is
Femínistafélag Íslands:
www.feministinn.is
Foreldrajafnrétti:
www.foreldrajafnretti.is
Geðhjálp: www.gedhjalp.is
Jafnréttisstofa:
www.jafnretti.is
Kvenréttindafélag Íslands:
www.krfi.is
Mannréttindaskrifstofa
Íslands: www.humanrights.is
Samtök um kvennaathvarf:
www.kvennaathvarf.is
Stígamót: www.stigamot.is
Umboðsmaður barna:
www.barn.is
ÍSLENDINGAR ERU LÍKA Í MEIRIHÁTTAR
AFNEITUN UM ÞÁ STAÐREYND AÐ
SAMFÉLAGIÐ SÉ ALKÓHÓLÍSKT