Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 41
A 13maí 2010 HÓLÍSKT SAMFÉLAG að ég vildi ekki gera neitt annað en að skrifa. Og að það var bara allt í lagi,“ segir Íris. Hvað með kínversku læknisfræðina? „Auðvitað gat ég ekkert verið að „lækna“ fólk – maður getur ekki gefið eitthvað sem maður ekki býr yfir sjálf- ur – það eina sem ég hef með góðu móti getað gert undanfarin ár, með tilliti til heilsufars, er að skrifa. Og það er bara það sem ég vil gera. Svo núna get ég sagt þegar fólk spyr mig hvað ég „sé“ eða hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór: „writer“ eða „skrif- ari“ – reyndar ekkert gott íslenskt orð til yfir „writer“; mér finnst maður ekki geta sagt að maður sé „rithöfundur“ nema maður sé með nokkrar bækur á bakinu.“ Fjölskyldusjúkdómurinn alkóhólismi En hvaðan kemur þessi mikli áhugi á alkóhólisma, meðvirkni og ofbeldi sem birtist í skrifunum á Eyjunni? „Ég er auðvitað alkóhólisti og hef því mikinn á áhuga á þessum sjúk- dómi sem er fjölskyldu sjúkdóm- ur í tvennum skilningi: Hann erfist og hann affekterar alla meðlimi fjöl- skyldunnar, hvort sem þeir eru alkó- hólistar eða ekki.“ Íris hefur einnig glímt við átrösk- un og segist vera fíkill með stóru effi. „Ég skipti út fíknum þótt ég sé fyrst og fremst alkóhólisti. En ef það var tek- ið, kom bara eitthvað annað í stað- inn – matur, svo sambönd/karlmenn, spenna, megrun, æfingar, nefndu það. Ég veit ekki hvaða guðslukka hefur komið í veg fyrir að ég próf- aði ólögleg eiturlyf eins og kókaín og heróín, það einhvern veginn hvarfl- aði aldrei að mér. Enda passaði það kannski ekki við ímyndina sem ég vildi hafa af sjálfri mér, þessi fágaða, veraldarvana, léttvíns- og líkjörslepj- andi heimskona.“ Það hefur ekki verið sársaukalaust að lifa í bata. Íris segir að það hafi tek- ið sig yfir áratug í AA og meðferð hjá Hazelden í Minnesota að losna úr þessari „hringekju helvítis.“ „Þvílíkt frelsi að geta vaknað á morgnana án þess að heilasellurn- ar í manni séu stanslaust böggandi mann, kolvitlausar úr heimtufrekju í allan fjandann.“ Ekki eðlilegt að drekka frá sér ráð og rænu „Og á Íslandi erum við, eins og ég sagði áður, „delusional“ varðandi áfengisneyslu okkar. Ég var t.d. búin að búa erlendis í mörg ár áður en ég gerði mér grein fyrir því að það var ekki „eðlilegt“ að unglingar og ungt fólk, eða bara fólk almennt, færi á fyll- erí um hverja einustu helgi,“ segir Íris og er mikið niðri fyrir. „Eða að það væri ekki „eðlileg hegðun“ að drekka þar til maður líður út af. Eða drekka svo mikið að maður fái „blackout.“ Eða að hafa sérstakt „dauða- eða ælu- herbergi“ á skóladansleikjum. Eða að virðulegt, huggulegt fullorðið fólk (og unglingar) skjögri dauðadrukkið úti á götum borgarinnar. Þetta eru ekki normal, eðlileg, hegðunarmynstur. Þetta eru einkenni mass-alkóhólisma á talsvert háu stigi.“ Þú skrifar líka talsvert um ofbeldi á Eyjunni. „Ofbeldi, líkamlegt og and- legt, er óhjákvæmilegur fylgifiskur alkóhólisma og er annar málaflokkur sem við Íslendingar erum viljugir að sýna mikla þolinmæði, bæði í refsi- rétti og almennt í kringum okkur. Ég hef orðið mjög undrandi við lestur athugasemda á síðunni minni á Eyj- unni.is (http://blog.eyjan.is/isafold/) að sjá hvað fólk er fúst til að afsaka ofbeldi, eigið og annarra. Margir sem skrifa inn snúa dæminu við og ásaka mig um að vera „ofstækisfull“ því ég líð ekki ofbeldi, hvorki í orði né á borði, hvorki andlegt né líkamlegt og ráðlegg öðrum að gera hið sama. Ef það er of- stæki, þá er ég bara hæstánægð með að vera ofstækisfull á því sviði.“ Munurinn á löndunum tveim Finnst þér mikill munur á Íslandi og Bandaríkjunum hvað viðhorf til áfengisneyslu varðar? „Já, mér finnst það,“ segir Íris en bendir á að hún hafi engar rannsókn- ir máli sínu til stuðnings, einungis eigin tilfinningu fyrir málaflokkinum. Henni finnst til dæmis við á Íslandi hafa verið að gera ótrúlega góða hluti á þessu sviði hvað varðar meðferð en eftir situr viðhorf Íslendinga til áfeng- isneyslu. „Það er ekki eðlilegt að drekka frá sér ráð og rænu með reglulegu milli- bili. Við erum dálítið raunveruleika- firrt hvað varðar áfengisneyslu okkar sem þjóðar; við viljum halda að þeg- ar á heildina er litið séu Íslendingar ofsalega „sophisticated“ neytendur áfengis og að neysla okkar sé eðlileg, hugguleg, menningarleg og fullkom- lega ásættanleg,“ segir Íris og bætir við að henni hafi fundist skondið að fylgj- ast með umræðunni hér heima um þessa tvo alþingismenn sem komust í fréttirnar í fyrra vegna áfengisneyslu. „Bloggheimar voru fullir af at- hugasemdum um ofstækið í þessum alkanasistum og vínmenningarmorð- ingjum. „Hvurs lags eiginlega þó fólk fái sér vín með matnum eða kokkteila eða bjór eða hvað, það er bara norm- ið í öllum siðmenntuðum löndum!“ Jæja, það er kannski normið í sjón- varpi og bíómyndum (sem fá mikið fjármagn frá áfengisframleiðendum), en kannski ekki svo mjög í hinum raunverulega heimi. Ég hef búið er- lendis í 20 ár og get lofað því að það er ekki normið að fólk fái sér vín t.d. í hádeginu áður en það fer aftur í vinn- una. Dagar „martini hádegisverðar- ins“ eru löngu liðnir. Hér yrði það lit- ið alvarlegum augum ef maður kæmi aftur í vinnuna lyktandi af áfengi. Ég hef ekki búið í Evrópu, en mér skilst á vinum mínum frönskum og ítölsk- um að það sé ekki venjan að blanda þessu tvennu saman, vinnu og vín- neyslu. Ekkert vegna þess að það sé eitthvað ljótt eða vont, heldur fyrst og fremst vegna þess hvaða áhrif eitt eða tvö vínglös hafa yfirleitt á mann: mað- ur verður syfjaður!“ Huffington Post Hvað kom til að þú fórst að skrifa fyr- ir Huffington Post? „Eftir hrunið í október 2008 skrif- aði ég smágrein um það. Ég vissi í raun ekkert hvað ég ætlaði að gera við hana, fannst ég bara þurfa að skrifa eitthvað niður. Vinur minn, sem er prófessor hér í Minnesota og skrifar fyrir NYT, WSJ og Huffington Post, sagðist vilja athuga hvort hann gæti ekki fengið Huffington Post til að birta hana. Það reyndist ekki vera neitt mál og eftir það buðu þeir mér að skrifa reglulega fyrir síðuna,“ út- skýrir Íris en hún skrifar mest fyrir „World“ síðuna. Hún var á dögunum beðin um að skrifa um mat fyrir ann- an hluta síðunnar en „hef enn ekki komið því í verk!“ Og að lokum: Líf án áfengis? „Líf án timburmanna, án sektar- kenndar, án svartsýni, án kvíða og lyga – listinn er langur. Að geta verið til staðar fyrir börnin sín, fjölskyldu sína og að gera sér loks grein fyrir, skilja og meta hvað virkilega skipt- ir máli í lífinu, hvað er manni mik- ilvægast. Betri líkamleg heilsa er að sjálfsögðu afar mikilvægur kostur, en eitt það besta er kannski tilfinningin að vera að mestu laus við allan ótta, hræðslu. Að hafa ekkert að fela, eng- ar beinagrindur í skápnum sem ekki má tala um. Einnig, þegar maður fer að gera sér grein fyrir að maður þarf ekki að vera fullkominn, að það er í lagi að gera mistök, að maður er ekki vond manneskja óalandi og óferjandi þó maður geri mistök. Það gerir líf- ið svo miklu léttara, maður hættir að taka sig eins hátíðlega og áður, það var eins og maður væri alltaf með tíu tommu nagla í afturendanum.“ Mikael Torfason MAÐUR GETUR EKKI GEFIÐ EITTHVAÐ SEM MAÐUR EKKI BÝR YFIR SJÁLFUR DAGAR „MARTINI HÁDEGIS- VERÐARINS“ ERU LIÐNIR Bækur sem Íris mælir með Codependent No More Höfund- urinn, Mel- ody Beattie, var einu sinni AA sponsor- inn minn þeg- ar ég bjó í LA. Hún er stund- um dálítið of „new-agey“ fyrir minn smekk, en þessi bók hennar – og margar fleiri eftir hana – eru mjög athyglisverðar og virkilega hjálp- legar. Þetta er „aðalbókin“ um meðvirkni, þessa áráttu að finnast maður verða að stjórna og bera ábyrgð á lífi og tilfinningum ann- arra einstaklinga sem eru fullfærir um að gera það sjálfir. James Lee Burke Ég verð að nefna bækur bandaríska rit- höfundarins James Lee Burke. Þetta eru ekki fræði- bækur, heldur spennusögur, „murder mys- teries“ Burke hefur skapað ódauðlega sögu- hetju í rannsóknarlöggunni og alkóhólistanum (í bata – yfirleitt), Dave Robicheaux. James er alveg einstakur rithöfundur, hann er sjálfur í AA, var prófessor í ensku í mörg ár og skrifar um sálarlíf alkóhólistans af stakri næmni. Tíminn og tárið: Íslending- ar og áfengi í 1100 ár Óttar Guð- mundsson geðlæknir skrifaði þessa bók sem kom út árið 1992. Hann er alveg frábær penni; allt sem hann lætur frá sér er gulls ígildi. The Thirsty Muse: Alco- hol and The American Writer eftir Tom Hardis Drinking: A Love Story eftir Carolyn Knapp The Selfish Brain: Learning From Addic- tion eftir Ro- bert Dupont MEÐ LITLU SYSTUR Í REYKJAVÍK Líf án áfengis: „Að gera sér grein fyrir og meta hvað virkilega skiptir máli í lífinu – fjölskyldan.“ Íris með „litlu“ systur, Ásdísi Erlingsdóttur, úti „á lífinu“ í miðbæ Reykjavíkur í júní í fyrra. ÁSTKÆRA ÍSAFOLD Á Eyjunni.is (http://blog. eyjan.is/isafold/) svarar Íris spurningum frá lesendum. „AÐ ÞYKJAST VERA MÓDEL Í LA“ Íris bjó lengi í Los Angeles og þessar myndir eru frá því þegar hún „var að þykjast vera módel í LA,“ eins og hún segir sjálf og hlær að öllu saman. „Einhvers staðar – í Flórída held ég - eru einhverjir sund/undirfatatískubæklingar til með þessum myndum.“ ÚTSKRIFT 1994 Íris fékk verðlaun fyrir frábæran námsárangur og styrkveitingu að auki. „Önnur edrúgjöf!“ segir hún. HELGI OG ÍRIS Frumburðurinn, Helgi Steinar Gunnlaugsson, verður 21 árs í sumar en í fyrra fékk hann styrk til að fara í háskólanám í Kína, þar sem hann er núna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.