Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 27. maí 2010 17 „Við leggjum mesta áherslu á þessi mikilvægu verkefni næstu fjögur árin; grunnskólann okkar leikskólana, frístundaheimilin og alla þá þjónustu sem Reykjavíkurborg rekur og þarf að reka. Við viljum halda áfram að tryggja þá öflugu þjónustu án þess að hækka skatta og með því að tryggja áfram lágar gjaldskrár fyrir þá þjónustu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við erum einnig þeirrar skoð- unar að næsta kjörtímabil þurfi að forgangsraða kröftuglega í þágu hverfanna í borginni, í þágu nærþjónustu og nærumhverfis. Þar þurfum við að gera betur.“ Hanna Birna segir lýðræð- ismálin vera mjög brýn. Farið hafi verið í ákveðin verkefni á kjörtímabilinu, hugmyndaþing og kosningu um forgangsröð- un í fjárhagsáætlun, svo dæmi séu nefnd. Vilji sé til að vinna lengra í þessa veru. Aukna samvinnu þurfi við íbúa sem og á milli borgarfulltrúa. „Við höfum lagt ríka áherslu á það að halda áfram þeirri samvinnu sem er á vettvangi borgar- stjórnar,svo að pólitíkin breytist þannig að sam- vinnan sé meiri. Við viljum halda þeim verkefnum áfram.“ Atvinnumálin eru Sjálfstæðismönnum ofarlega í huga og Hanna Birna segist telja að Reykjavíkurborg hafi staðið sig mjög vel í þeim efnum og lagt um 26 milljarða króna í framkvæmdir árlega, tvö síðustu árin. „Á þessum komandi fjórum árum er mjög mikilvægt að standa vörð um þann árangur sem við höfum náð. Við höfum forgangsraðað mjög ákveðið í þágu barna, velferðar og menntunar og það munum við gera áfram,“ segir Hanna Birna og bendir á að skorið hafi verið niður um allt upp í 20 prósent í stjórnsýslu og innkaupum en tæplega fjögur prósent í menntun. Halda okkar góða starfi áfram ... verk- og tæknifræðingum til starfa. Í boði eru spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi. Mikil erlend samskipti. Mjög góð laun. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða nám sem veitir ungu fólki aðgang að þessum störfum. Íslenskt atvinnulíf árið 2015 óskar eftir... „Við leggjum höfuðáherslu á atvinnumálin og erum eini flokkurinn sem er með ítarlega aðgerðaáætlun í atvinnumál- um. Það er bæði vegna þess að sjö þúsund Reykvíkingar eru atvinnulausir og það er mikil sóun, en líka af því að skólar og vel- ferð í borginni standa okkur mjög nærri hjarta og við teljum ekki hægt að ganga lengra í niðurskurði þar. Til að geta fylgt því eftir verður að draga úr atvinnuleysinu. Hvert pró- sent atvinnulausra kostar borgarsjóð milljarð,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Dagur segir atvinnu þurfa til að skapa tekjur og öryggi í borginni og standa undir nauðsynlegri þjónustu. Þess vegna leggi flokkurinn svo gríðarlega áherslu á atvinnustefn- una og voni að borgarbúar kynni sér hana. Hún hafi virkað annars staðar, líkt og borgarstjóri Árósa hafi vitnað um í heimsókn sinni hingað. „Ég get ekki undirstrikað það nógu mikið hve atvinnan skiptir miklu máli.“ Samfylkingin leggur jafnframt áherslu á að enn frekar sé horft á höfuðborgarsvæðið sem eina heild en nú er gert. Nánara samstarf þurfi milli sveitarfélaganna á ýmsum sviðum, ekki síst í skipulagsmálum. Þá hafi flokkurinn svarað kalli um endurnýjun. „Við erum með nýtt fólk í fram- boði sem kemur inn í pólitíkina til þess að vinna annars vegar að skipulagsmálum, Hjálmar Sveins- son, og hins vegar að velferðar- og samfélagsmálum, Bjarna Karlsson. Þetta eru mjög sérstakir tímar sem útheimta nýja nálgun á stjórnmálin. Það þarf miklu nánara samstarf við fólkið í borginni. Á öllum þessum sviðum finnst okkur Reykjavík hafa setið og beðið af sér kreppuna, í stað þess að vera í fararbroddi eins og hún á að vera.“ Atvinnuáætlun út úr kreppunni „Við viljum auka gegnsæi, virkja lýðræði og koma á andrúmslofti þar sem fólk getur talað saman og hlustað á hvert annað,“ segir Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins. „Við viljum meiri jöfnuð og stöðva spillingu. Verði vart við spillingu krefjumst við að látið sé af henni eða í það minnsta að hún sé stund- uð á gegnsæjan hátt fyrir opnum tjöldum. Þannig geti allir borgarbúar tekið upplýsta afstöðu gagnvart henni. Við viljum gera borgina okkar fallegri og skemmtilegri fyrir íbúana. Við viljum skýr mörk á milli stjórn- mála og stjórnsýslu.“ Besti flokkurinn vill vinna að lausn vandamála í samvinnu við starfsfólk borgarinnar, enda hafi það mest vit á rekstrinum. Þá vill hann auka veg almenningssamgangna og örari ferðir strætó. „Við viljum ókeypis í sund og frí handklæði fyrir alla. Við viljum fjölskylduvæna borg þar sem grunnþjónusta er skilvirk og skilj- anleg. Við viljum gera Miklatún að alvöru fjölskyldugarði þar sem eldri borgarar, börn og t.a.m. hundaeig- endur eigi sér góð og örugg svæði. Við viljum breyta nafninu aftur í Klambratún.“ Besti flokkurinn vill hlúa að Orkuveitu Reykjavíkur, enda standi hún illa eftir ævintýri undanfarinna meirihluta. „Hún er særður gullkálfur sem þarf að hjúkra og gera sterkan á ný. Við lofum að setja rekstur Orku- veitunnar og annarra fyrirtækja borg- arinnar ekki vísvitandi á hausinn.“ Fólk tali saman og hlusti hvert á annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.