Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 31
Þegar menn og konur hafa eitthvað mikilvægt að sýsla við snýst það um staðreyndir. Í einkalífi okkar er þó mest fengist við hugmyndir og hughrif. Í hinum svokölluðu mikilvægu hagnýtu viðfangsefnum okkar reynum við að hafa skýr markmið, eitthvað sem við stefnum að. Við stundum viðskipti til að hagnast, hlaupum til að vinna. Hvert skref á að færa okkur nær takmarkinu. En að hverju stefnum við í einkalífi okkar? Að vera hamingjusöm? Hamingja, lífsfylling, friður og kærleikur geta tæpast verið eitt- hvað praktískt sem við stefnum að, heldur aðeins eitthvað sem við upplifum og skynjum. Sá sem stefnir að hamingju er ekki ham- ingjusamur. Hamingja sem markmið í líf- inu gæti verið sjálfsblekking – orð sem við notum til að fela þá stað- reynd að hin mörgu markmið okk- ar stefna hvert í sína átt og eru oft ósamrýmanleg. Að strita til að verða hamingjusamur er ósk- hyggja. Margir stefna að því að vera elskulegir félagar og lífsförunautar og safna miklu fé. Er hægt að gera hvoru tveggja? Getur elskulegur lífsförunautur helgað tíma sínum í söfnun eigna og fjármuna? Getur peningasafnarinn vera heima á matartímum og átt notalegar stundir með fjöl- skyldu um helgar. Eru þetta markmið sem stefna hvort í sína átt? Til að ná fram einu þarf þá að vanrækja hitt? Og ef við sinnum hvoru tveggja jafnt vanrækjum við þá bæði og náum engu fram nema nagandi frústrasjón? Til þess að við getum lifað við hamingjuskort og ánægjuleysi verðum við að stunda sjálfsblekk- ingu. Staðreyndir eru ónothæfar til slíkra blekkinga svo við verðum að leita í hugmyndir og hálf- sannleika til að réttlæta fyrir sjálfum okkar og öðrum að markmið okk- ar rekast á. Það er erfitt að sjá sjálfan sig í þessari stöðu þó manni finnist þetta passa vel við aðra. Þýtt og sett sam- an af netinu 03 ARNÞÓR JÓNSSON SKRIFAR SIGURÐURGUNNSTEINSSON SKRIFAR maí 2010 AF HVERJU KAUPIR ÞÚ ÁLFINN? Ég kaupi álfinn vegna þess að ég eins og flest- ir íslendingar á aðstand- endur sem hafa þurft á aðstoð SÁÁ að halda í gegnum tíðina. Það er sérstaklega mik- ilvægt að styrkja SÁÁ núna þeg- ar kreppir að því að aukning á vandamálum sem tengjast fíkn- um er alþekkt kreppueinkenni. Því miður hefur niðurskurðurinn bitnað á SÁÁ eins og fleiri heil- brigðisstofnunum. Ég geri því ráð fyrir að kaupa fleiri en einn álf í næsta átaki. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona Ég kaupi álfinn til að styrkja hið góða starf SÁÁ sem hefur hjálpað feykimörgum að takast á við erfiðan sjúkdóm og byggja líf sitt á nýjum grunni. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Ég hef sjálf notið þjón- ustu SÁÁ og lít á það sem forrétt- indi að hafa fengið að kynnast því sem fram fer á meðferð- arstofnunum SÁÁ. Þar lærði ég meira um sjálfa mig á skömmum tíma en alla mína ævidaga. Ég væri ekki sú sem ég er ef ekki væri fyrir það lán mitt. Auk þess er alkóhólismi sjúkómur sem herjað hefur mjög á fjölskyldu mína, annað foreldri, systkini, maka og börn. Ég hef oft hugsað til þess hvort faðir minn hefði fengið að lifa lengur ef SÁÁ hefði verið til fyrir lát hans 1974. Niðurstaðan er að sú hefði verið raunin. Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður Álfurinn er árviss kaup hjá mér, - smá styrkur og virðing- arvottur fyrir hið mik- ilvæga starf sem unnið er á vegum SÁÁ. Það frumkvöð- ulsstarf sem unnið er á vegum samtakanna er ómetanlegt og hefur verið horft til þess víða að úr heiminum. Það er stór þáttur í velferðarkerfi okkar, - sem hefur komið mörgum sem leiðst hafa af leið aftur á réttan kjöl. Megi það blómstra hér eftir sem hingað til. Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis Á þeim rúmu þrjátíu árum sem ég hef starfað með alkóhólistum á Íslandi hafa batahorfur breyst frá því að vera mjög litlar yfir í að vera mjög miklar. Það er samt ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að enn deyja um 40-50 manns á ári vegna alkóhól- isma. Oft tölum við sem störfum við þetta um góðan bata en hvað er góð- ur bati? Hvað þýðir það þegar þessi eða hinn er í góðum bata frá alkó- hólisma? Í hverju er batinn fólginn? Fjölskylda alkóhólistans sjálfs veit að ef alkóhólistinn er ekki að drekka þá er allt í lagi, en það ekki endilega góð skilgreining á bata. Þegar sjúkdómur er annars vegar, hvaða sjúkdómur sem er, þá skiptir máli að sem flestir sem að mál- inu koma viti hvað sé góður bati frá sjúkdóm- inum. Sjúklingurinn í af- neitun Skilgreining á bata frá alkóhólisma snertir ekki eingöngu alkóhólistann sjálfan heldur alla sem að málinu koma, hvort sem það er fjölskyldan eða fagfólk úti í samfé- laginu. Það er mjög mikilvægt að sem flestir séu sam- mála um hvað sé bati frá áfengis- og vímuefnafíkn. Þegar fólk er inni á sjúkra- húsinu Vogi eða í eftirmeðferð á stofnunum SÁÁ þá reynum við sem hér vinnum að út- skýra fyrir fólki hvað bati frá sjúkdómin- um sé í raun og veru. En þá erum við fyrst og fremst að tala um upphaf batans, eða bataferilsins. Sjúklingurinn er tiltölulega stutt hjá okkur, allavega hvað bataferlið varðar. Hér er alkóhólistinn kannski bara rétt fyrstu vikurnar eða mánuðina. Þetta er upphafið að batanum, edrúmenskan sjálf. Viðkomandi hef- ur leitað sér aðstoðar og fengið hjálp til að koma sér út úr vímuefnaneysl- unni. Það gerir fólki bara kleift að byrja bataferlið. Oft gleymist það að alkóhólismi er sjúkdómur þar sem sjúklingur hefur tilhneigingu til að neita því að hann sé veikur. Ef þú ert með annan sjúkdóm þá eru flest- ir fljótir til að hlaupa til og biðja um hjálp. En þegar áfengis- og vímuefna- fíkn gegnir það öðru máli. Skilningur okkar á bata Bati er sjálfvalin og við- varandi lífstíll sem ein- kennist af því að vera algáður, heilbrigður og ábyrgur þjóðfélags- þegn. Hér erum við að tala um bata frá því að vera háður áfengi eða öðrum vímuefnum. En hvað er bati umfram að vera ekki í neyslu? Hvað þýðir það í raun og veru að vera í bata? Skilyrði númer eitt er auðvitað að stöðva alla neyslu á öll- um vímuefnum, punktur. Það eru engin frávik. Ef þú ert með þennan heila- sjúkdóm, alkó- hólisma, þá ertu ekki að taka inn efnihleypa inn í þig efnum sem hafa þau áhrif að þú getir velt þessu líferni þínu úr sessi. Þessi skilningur þarf að ná festu úti í sam- félaginu. Okkar fólk sem að fær meðferð og upplýsingar ger- ir sér grein fyrir þessu, með einhverjum und- antekningum þó, en það er ekki þessi skiln- ingur hjá öllum sem að málinu koma. Við sjáum það því miður gerast að alkóhólisti fer kannski til læknis út af svefntruflun- um eða kvíða vegna einhvers ástands og þá er oft ávísað lyfjum sem mann- eskjan þolir ekki. Margir hafa farið þá leiðina aftur inn í harða neyslu. Og þetta er kannski gert með góðum ásetningi. Læknirinn ætlar kannski bara að hjálpa og treystir viðkomandi, segir alkóhólistanum að hann eigi bara að taka eina töflu fyrir svefninn, en það fer oft öðruvísi þegar alkóhól- isti er annars vegar. Neyslumunstrið hans er þannig að tvær gera meira en ein, fjórar meira en tvær og svo rúllar það upp á sig. Fimm ára ferli Síðan er það tíminn. Hvað erum við að tala um í tíma þegar við tölum um bataþróun? Við tölum alltaf um bata sem þróunarferil, sem við gerum líka þegar vímuefnafíknin er annars veg- ar. Meðferðin er bara fyrsta skref- ið í langri þróun. Alkóhólistanum er ekkert batnað eftir 40 daga meðferð. Hann hefur eftirvill aðeins náð ein- hverju lágmarks jafnvægi og varla það stundum. Alkóhólistinn þarf mikinn stuðning í upphafi ferilsins og bata- ferlið tekur langan tíma. Maður tal- ar jafnvel um þetta í misserum eða árum eða áraröðum. Upphafið að algáðu líferni hef- ur verið skilgreint sem tímabil sem nemur frá einum mánuði til eins árs. Að það sé upphafstímabil batans. Og í því ferli eru verkefni sem viðkomandi þarf að vinna að ef vel á að vera. Svo kemur viðvarandi algáð líferni eftir þann tíma. Sem spannar þá frá einu til tveimur árum upp í fimm ár. Þá er vinnan að læra að lifa einhverju stöð- ugu líferni. Og síðan kemur kannski það sem hægt er að kalla traust alg- áð líf. Við erum því í raun að tala um fimm ára ferli. Ef við berum þetta saman við sjúk- dóminn sjálfan og hvernig hann getur leikið fólk þá er þetta ekkert fjarri lagi. Menn eru lengi að jafna sig, bæði lík- amlega, sálarlega, félagslega, andlega og svo framvegis. Það eru afleiðingar og viðgerðir sem þurfa að fara fram á svo mörgum sviðum. Gera meira en bara hætta Alkóhólismi er krónískur sjúkdóm- ur sem getur tekið sig upp aftur. Þá skiptir engu máli hvort þú ert búinn að vera í bata í eitt eða tvö eða tíu eða tuttugu ár. Ef alkóhólisti fer að fúska við batann sinn eftir að hafa lifað mjög traustu og algáðu líferni lengi er voðinn vís. Það er mikilvægt að í batanum fel- ist það að viðkomandi teygi sig eft- ir auknum lífsgæðum. Að alkóhólist- inn stuðli að eigin heilbrigði og auki á gæði síns persónulega lífs. Hér horf- um við til líkamlegrar og andlegr- ar heilsu. Það eru auðvitað til ýmsir staðlar yfir það hvað er gott heilbrigt líf og við leggjum áherslu á að fólk geri meira en bara setja tappann í flöskuna. Reglusemi og heilbrigði er hér lykilatriði. Hvort sem það er varð- andi mataræði eða hreyfingu. Okk- ar fólk þarf að kunna að takast á við streitu og kvíða án þess að taka inn lyf. Algáð líferni er lífstíll og við höf- um séð rosalegan árangur af því þeg- ar okkar fólk tekur sig í gegn eftir að hafa orðið algáð. Það fer að endur- meta sín lífsgæði, hættir að reykja og svo framvegis. Vöxturinn batasamfélagsins á Ís- landi hefur haldist í hendur við ár- angurinn sem við höfum náð í með- ferðinni hér á sjúkrahúsinu Vogi og eftirmeðferðarstofnunum SÁÁ. Fyrir þrjátíu árum voru bara þrjár eða fjór- ar AA-deildir á Íslandi en nú eru þær um tvö hundruð. Varanlegur bati frá áfengis- og vímuefnafíkn og regluleg fundasókn í þessu samfélagi helst í hendur. Sé ég þig en ekki mig? HAMINGJA BATI AÐ STRITA TIL AÐ VERÐA HAMINGJUSAMUR ER ÓSKHYGGJA SIGURÐUR GUNNSTEINSSON, áfengis- og vímuefnaráðgjafi á sjúkrahúsinu Vogi, hefur starfað með alkóhólistum síðan í desember 1978. Hann settist niður og velti fyrir sér hvað bati frá áfengis- og vímuefnafíkn sé í raun og veru. Bati frá áfengis- og vímuefnafíkn ALKÓHÓLISMI „Oft gleymist það að alkóhólismi er sjúkdómur þar sem sjúklingur hefur tilhneigingu til að neita því að hann sé veikur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.