Fréttablaðið - 27.05.2010, Síða 56

Fréttablaðið - 27.05.2010, Síða 56
28 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Í kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt dans- verk eftir þær Ástrósu Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur sem þær kalla Bræður. Verkið kall- ast á við verk þeirra Syst- ur sem þær unnu fyrir fáum misserum og vakti þá mikla athygli og fékk góða rannsókn. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Bræður er dansverk um karlmenn þar sem dans, leikur, tónar og sjón- list mætast með djörfum og kraft- miklum hætti. Í verkinu er hugar- heimur og veruleiki karlmanna í fyrirrúmi, séður með augum karla og kvenna í gegnum gleði, svita og tár. Samskipti kynjanna og kyn- hlutverk eru sýnd í óvenjulegu og opinskáu samhengi þar sem meðal annars er fjallað um erjur og ástríður, trú og tungumál, sátt og sundurlyndi. Bræður er hug- verk þeirra Ástrósar og Láru Stef- ánsdóttur og kölluðu þær til leik- skáldið Hrafnhildi Hagalín þegar kom að fullvinnslu hugmynda fyrir svið. Útlit og búningar er í höndum Filippíu Elísdóttur og Ragnhildur Gísladóttur semur tónlist. Það hefur löngum verið skort- ur á karldönsurum á Íslandi. Þeir hafa ríkari tilhneigingu til að leita úr landi og enn hefur Íslenska dansflokknum ekki tekist að koma sér upp ungum dönsurum þrátt fyrir merkilega og mikilvæga til- raun að leita í skóla eftir ungum mönnum sem kunni að vilja tjá sig í dansi. Það þarf því að leita víða til að manna stóran korpus karl- dansara hér á landi og verður að leita út fyrir landsteinana: Bræð- urnir eru þeir Jorma Uotinen, Vin- icius, Ívar Örn Sverrisson, Ívar Helgason, Aðalsteinn Kjartans- son, Gunnlaugur Egilsson, Brian Gerke, Aðalsteinn Kjartansson, Karl Friðrik Hjaltason, Oddur Júlí- usson, Sigurður Andrena Sigur- geirsson, Sveinn Breki Hróbjarts- son og Viktor Leifsson. Þá dansa þær báðar í sýningunni, Ástrós og Lára. Það er hópurinn Pars Pro Toto (PPT) sem stendur fyrir sýning- unni en Lára Stefánsdóttur stofn- aði hann fyrir fjölda ára. Þótt dansinn sé í forgrunni verkefna Pars Pro Toto þá leitar sköpunin í samruna ólíkra listgreina; dans, tónlist, myndlist, leiklist, kvik- mynd, ritlist o.fl. PPT gerir for- vitnilegar tilraunir með ný form, sýningar sem krefjast opins huga og skilningarvita frekar en lærðr- ar rökhugsunar, sýningar sem gera væntingar til áhorfandans um smíði nýrra og fordómalausra tenginga, að hann opni fyrir skiln- ingarvitin og leyfi áhrifum sýn- inga að flæða inn í huga og lík- ama. Dansverkið Bræður er sam- starfsverkefni Þjóðleikhússins, Pars Pro Toto og Listahátíðar í Reykjavík og er styrkt af Leiklist- arráði Íslands, menntamálaráðu- neytinu og Reykjavíkurborg. Aðeins tvær sýningar verða á verkinu, í kvöld og annað kvöld. pbb@frettabladid.is Bræður í dansi og leik DANSLIST Hinn heimsþekkti dansari Jorma Uotinen fer fremstur í bræðraflokknum á frumsýningu kvöldsins. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ath. kl. 12.10 í Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Hvenær er ljósmynd list? spyr María Karen Sig- urðardóttur, safnstjóri Ljósmyndasafns Reykja- víkur, í fyrirlestri sínum sem hún flytur í dag. María Karen tók viðtöl við nokkra einstaklinga sem starfa við miðilinn, og í fyrirlestri sínum mun hún velta fyrir sér sjálfsmynd íslenskrar ljós- myndunar, og kannski líka íslenskra ljósmynd- ara. Eru þeir listamenn eða handverksfólk? 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Friðlaus Lee Child 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu Reynir Ingibjartsson Ljóðaúrval Jóhannes úr Kötlum Hálendishandbókin 2010 Páll Ásgeir Ásgeirsson Hrunadans og horfi ð fé Styrmir Gunnarsson Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson Hafmeyjan Camilla Läckberg Þegar orð fá vængi Ritst. Torfi Jónsson Myndlist í 30.000 ár Saga mannsins METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 19.05.10 – 25.05.10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.