Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 4
4 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR
Í blaðinu í gær sagði að allir sitjandi
borgarfulltrúar hefðu gefið upp hverjir
styrktu þá um hálfa milljón eða
meira. Þar gleymdist Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, forseti borgarstjórnar, sem
ekkert hefur gefið upp um styrkjamál
sín fyrir síðustu kosningar.
LEIÐRÉTT
Á forsíðu Alltblaðsins í fyrradag var
ranghermt að Kerrupúl væri eina
líkamsræktin sem ungbarnamæður
gætu haft litlu börnin með sér í. Að
minnsta kosti World Class í Laugum
og Fullfrísk bjóða upp á það líka.
STJÓRNMÁL Ólafur F. Magnús-
son, borgarfulltrúi og frambjóð-
andi H-listans, segist ekki hafa
þegið persónu-
lega styrki
eftir að hann
hætti í Sjálf-
stæðisflokkn-
um, en það var
árið 2001. Síðan
hefur hann
setið sem full-
trúi F-lista og
óháðra.
Ólafur lítur
á milljónastyrki sem mútur og
telur því marga frambjóðendur
vanhæfa til að stýra borginni.
Framboð hans þiggur ekki
styrki fyrir þessar kosningar.
„Fari kosningarnar eins og
misáreiðanlegar kannanir benda
til, get ég í það minnsta hætt
stoltur í huga,“ segir hann. - kóþ
Ólafur F. Magnússon:
Segist ekki hafa
þegið styrki
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
SIGLINGAR Fyrstu skemmtiferða-
skip sumarsins komu til hafnar í
Reykjavík í gær. Skipin heita NG
Explorer og Seven Seas Voyager
og eru hér á vegum TVG Zimsen-
Eimskip. Farþegar gripu tæki-
færið og skoðuðu miðbæinn í blíð-
skaparveðri.
Björn Einarsson, fram-
kvæmdastjóri TVG-Zimsen,
segir fyrirtækið með bókaðar um
120 komur skemmtiferðaskipa
til Íslands í sumar, þar af muni
fjörutíu leggjast að höfn í Reykja-
vík.
Fyrstu skip sumarsins komin:
Búist við 120
skipum í sumar
FRÉTTASKÝRING
Hvaða þýðingu hefur áminningarbréf
um Icesave sem Eftirlitsstofnun EFTA
hefur sent íslenskum stjórnvöldum?
EFNAHAGSMÁL Íslandi ber ótvírætt
skylda til að ábyrgjast innstæð-
ur breskra og hollenskra spari-
fjáreigenda á Icesave-reikning-
um Landsbankans í Bretlandi og
Hollandi að ríflega 20 þúsund
evra lágmarki, að mati ESA, eft-
irlitsstofnunar EFTA.
Stofnunin telur einnig að
íslensk stjórnvöld hafi mismun-
að innstæðueigendum í útibúum
erlendis með neyðarlögunum sem
sett voru eftir bankahrunið.
Málið snýst í grunninn um inn-
stæður á erlendum reikningum
Landsbankans. Í kjölfar banka-
hrunsins ábyrgðust íslensk
stjórnvöld reikninga íslensku
bankanna á Íslandi með neyðar-
lögum, en ekki reikninga utan
landsteinanna.
Í kjölfarið greiddu bresk og
hollensk stjórnvöld innstæðu-
eigendum þar í landi úr sínum
tryggingarsjóðum. Þau hafa í
kjölfarið gert kröfu um endur-
greiðslu frá íslenskum stjórn-
völdum, í gegnum tryggingarsjóð
innstæðueigenda hér á landi.
Íslensk stjórnvöld hafa haldið
því fram að tilskipun EES-samn-
ingsins um tryggingarsjóð inn-
stæðueigenda skuldbindi ríkið til
að koma á slíkum sjóði, en ekki
til að greiða kröfur umfram inn-
stæðu sjóðsins. Þá hafa íslensk
stjórnvöld haldið því fram að til-
skipun um slíkar lágmarkstrygg-
ingar eigi ekki við í algeru kerf-
ishruni eins og varð hér á landi.
Þessu hefur ESA, eftirlits-
stofnun EFTA, nú lýst sig ósam-
mála í áminningarbréfi sínu til
íslenskra stjórnvalda þar sem
álit hennar er reifað.
Íslensk stjórnvöld hafa nú tvo
mánuði til að bregðast við bréf-
inu. Í kjölfar þeirra viðbragða
getur ESA ítrekað afstöðu sína
eða eftir atvikum breytt fyrri
afstöðu með áliti. Fari íslensk
stjórnvöld ekki að slíku áliti
gæti málið á endanum farið fyrir
EFTA-dómstólinn.
Ferlið getur tekið langan tíma,
og alls óvíst að það endi fyrir
EFTA-dómstólnum, sér í lagi
ef Ísland nær samkomulagi við
bresk og hollensk stjórnvöld um
farsælar lyktir Icesave-máls-
ins.
Fari málið fyrir dómstólinn er
Ísland skuldbundið til að fara að
niðurstöðu hans. Hann sker þó
aðeins úr um hvort Ísland hefur
brotið gegn EES-samningnum,
og í raun væru því bresk og hol-
lensk stjórnvöld óbundin af nið-
urstöðu dómstólsins, kæmist
hann að þeirri niðurstöðu að
Íslandi beri ekki að tryggja inn-
stæðurnar.
ESA er eftirlitsstofnun sem
aðildarríki Fríverslunarsam-
taka Evrópu, EFTA, starfrækja.
Stofnunin er þó óháð aðildarríkj-
unum og hefur eftirlit með því að
þau fylgi samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið.
Aðild að ESA eiga Ísland, Nor-
egur og Liechtenstein. Ríkin þrjú
skipa hvert einn fulltrúa í stjórn
ESA. Fulltrúi Íslands er Sverr-
ir Haukur Gunnlaugsson sendi-
herra. brjann@frettabladid.is
Eftirlitsstofnun hafnar rök-
um íslenskra stjórnvalda
Íslendingum ber að endurgreiða Bretum og Hollendingum útgjöld vegna lágmarkstrygginga á innstæðum á
Icesave-reikningunum að mati eftirlitsstofnunar EFTA. Icesave-málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum.
Engin af þeim sjónarmiðum sem reifuð eru í
áminningarbréfi ESA eru ný af nálinni, og þau breyta
engu um þá niðurstöðu að engin ríkisábyrgð sé á
Icesave-reikningunum, segir Stefán Már Stefánsson
lagaprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir að Bretum
og Hollendingum væri ekki stætt á öðru en að hlíta nið-
urstöðu EFTA-dómstólsins, fari málið alla leið þangað,
þrátt fyrir að þeir væru í raun ekki bundnir af dóminum.
Stefán hefur haldið því fram að íslenska ríkið beri
ekki ábyrgð á því að greiða innistæður á Icesave-
reikningunum umfram það sem til sé í tryggingarsjóði
innistæðueigenda. Þá hefur hann rökstutt það ítarlega í
blaðagreinum að íslensk stjórnvöld hafi ekki mismunað erlendum inn-
stæðueigendum með neyðarlögunum í kjölfar hrunsins.
Sú afstaða ESA sem fram kemur í áminningarbréfi þeirra til íslenskra
stjórnvalda er kostur þar sem hún opnar á að málið fari fyrir dómstóla, segir
Stefán. Fyrir EFTA-dómstólnum megi láta reyna á kröfu um greiðslu umfram
getu tryggingarsjóðsins, sem og hvort stjórnvöld hafi mismunað innstæðu-
eigendum.
Yrðu að hlíta niðurstöðu EFTA-dómstóls
STEFÁN MÁR
STEFÁNSSON
„Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart í sjálfu sér, við
höfum þekkt þessi viðhorf,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra. „Við höfum staðið ein með þau
sjónarmið að það væri lagalega óvissa sem við höfum
reynt að halda til haga. Þetta er ekki dómur heldur álit,
en engu að síður er ljóst að ESA, að vel athuguðu máli,
hefur þessa afstöðu og hún er okkur í óhag.“
Steingrímur segir þetta ekki breyta stöðunni. Far-
sælasta lausnin sé, eftir sem áður, að klára málið við
samningaborðið. Íslensk stjórnvöld hafi alltaf verið
tilbúin að leysa málið með samningum, og það standi,
náist ásættanleg niðurstaða í málinu.
„Kosturinn er sá að þetta snýr eingöngu að lágmarkstryggingunni, þótt
niðurstaðan sé þessi. Þegar menn lesa bréfið sjá menn náttúrulega að
málið getur teygt anga sína víðar en þangað. En þetta er svo viðkvæmur
þáttur að ég vil ekki tjá mig um það, heldur láta okkar lögfræðinga skoða
alla þætti málsins,“ segir Steingrímur. - kóþ
Farsælast að semja um Icesave-málið
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 26.05.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,3283
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
129,93 130,55
187,22 188,14
159,84 160,74
21,480 21,606
19,930 20,048
16,443 16,539
1,4385 1,4469
190,95 192,09
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Smellugas
Skiptu yfir í nýtt
og einfaldara kerfi
Fáðu nýja þrýstijafnarann
– þér að kostnaðarlausu!
smellugas.is
25%
afslá
ttur
af in
niha
ldi
FERÐAÞJÓNUSTA Talið er að ferða-
þjónustan hafi orðið af einum og
hálfum milljarði króna í apríl vegna
áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á
flug. Tölur fyrir maímánuð liggja
ekki fyrir.
Samkvæmt upplýsingum frá Sam-
tökum ferðaþjónustunnar komu um
fimm þúsund færri ferðamenn til
landsins í aprílmánuði en búist var
við. Miðað er við að tekjur þjóðar-
búsins af hverjum ferðamanni séu
um 300 þúsund krónur. Inni í þeirri
fjárhæð er flugfar, gisting, afþrey-
ing, matur og önnur eyðsla ferða-
manna.
Þegar tölur um fjölda ferðamanna
í maí liggja fyrir verður hægt að
meta heildartap greinarinnar. Þess
er jafnframt að vænta að fljótlega
í júní verði komið á daginn hvaða
áhrif gosið mun hafa á ferðamanna-
strauminn fram á haust. Sameigin-
legt markaðsátak ferðaþjónustunn-
ar og stjórnvalda hefur þá staðið um
hríð.
Fram kom í Fréttablaðinu í gær
að flugfélögin Icelandair, Iceland
Express og Flugfélag Íslands urðu
samtals af einum til 1,3 milljörðum
króna vegna raskana á flugi af völd-
um eldgossins í Eyjafjallajökli. - bþs
Enn er óvíst hvert heildartap ferðaþjónustunnar vegna eldgossins verður:
Tap í apríl 1,5 milljarðar króna
HVAÐ ER Í BOÐI? Erlendir gestir glugga í
ferðamannabækling. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
19°
18°
14°
18°
17°
13°
13°
21°
18°
24°
30°
32°
15°
17°
15°
13°Á MORGUN
Hæg norðaustan-
eða breytileg átt.
LAUGARDAGUR
Hægviðri um allt land.
8
10
10
10
12
7
6
4
4
4
3
5
7
6
5
7
3
5
8
2
6
7
9
11
8 7
4
10
10
7 8
8
HÆGLÆTIS VEÐUR
Á morgun verður
afskaplega svipað
veður, bjartviðri
um vestanvert
landið og skýjað
eystra. Á laugardag
verður hægviðri
og ágætlega milt
á öllu landinu en
þá verður líklega
skýjað með köfl um
suðvestantil en
bjartara norðaust-
anlands.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
Kannabis á Eyrarbakka
Kannabisræktun var upprætt á
Eyrarbakka um nýliðna helgi. Húsleit
var gerð hjá manni og fundust þar
sautján plöntur ásamt einum lampa.
Maðurinn var færður til yfirheyrslu
og játaði hann að hafa staðið að
ræktuninni.
LÖGREGLAN