Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. maí 2010 11
BANDARÍKIN Olíurisinn British
Petroleum hefur viðurkennt að
röð alvarlegra mistaka hafi verið
gerð síðustu klukkustundirnar
áður en borpallurinn á Mexíkó-
flóa sprakk í loft upp.
Ellefu manns fórust í spreng-
ingunni og olía heldur áfram að
streyma út í hafið.
Það var fyrir rannsóknarnefnd
bandaríska þingsins sem full-
trúar BP viðurkenndu mistökin.
Mælitæki hefðu sýnt að eitthvað
mikið væri að í olíulindunum.
Ekki hefði verið fylgst nógu
vel með gasútstreymi og haldið
var áfram að bora þrátt fyrir
aðvaranir frá sjálfvirkum tækj-
um. Tveim klukkustundum síðar
sprakk borpallurinn. - ót
Hunsuðu aðvaranir mæla:
BP viðurkennir
röð mistaka
DANMÖRK Brian Mikkelsen,
efnahags- og atvinnuráðherra
Danmerkur, hefur lagt fram á
danska þinginu frumvarp að
lögum um ríkisábyrgð til handa
flugfélögum og ferðaskrifstofum,
sem hafa orðið fyrir tjóni af völd-
um öskunnar frá Eyjafjallajökli.
Hugmyndin er sú, að bankar og
fjármálastofnanir, sem lána flugfélög-
um eða ferðaskrifstofum, fái allt að
80 prósent tapsins til baka frá ríkinu
ef lokun danska loftrýmisins vegna
eldgoss veldur því að fyrirtækin geta
ekki staðið undir afborgunum lána.
Danska þjóðþingið hefur verið
beðið um að hraða afgreiðslu máls-
ins, svo nýju reglurnar geti tekið gildi
strax í júní. - gb
Flugraskanir vegna gossins:
Danska ríkið
veitir ábyrgð
OLÍUBORPALLURINN Ellefu manns
fórust þegar pallurinn sprakk.
HEILBRIGÐISMÁL Rannsókn landlæknisembætt-
isins, á tíðni óvæntra skaða á Landspítalanum
og Sjúkrahúsinu á Akureyri er hafin. Hún er
gerð í samvinnu við viðkomandi stofnanir og
heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.
Markmið rannsóknarinnar er að kanna
tíðni óvæntra skaða á fyrrnefndum stofnun-
um. Stuðst er við rannsóknaráætlanir sam-
bærilegra rannsókna erlendis. Söfnun upp-
lýsinga fer fram með skoðun eitt þúsund
sjúkraskráa sem fundnar verða með slembi-
úrtaki úr sjúklingabókhaldi stofnana fyrir
árið 2009.
Landlæknisembættið hefur fengið tvo
styrki, samtals 700 þúsund krónur, til að gera
umrædda rannsókn á ofangreindum sjúkra-
húsum. Styrkina veita heilbrigðisráðuneytið
og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Umræða um öryggi sjúklinga er vaxandi í
heiminum, en upplýsingar um fjölda óvæntra
skaða á sjúkrahúsum hérlendis liggja ekki
fyrir, að því er fram kemur á heimasíðu land-
læknisembættisins. Ef niðurstöður úr erlend-
um rannsóknum eru yfirfærðar á Ísland má
gera ráð fyrir 50 til 300 dauðsföllum árlega
hér á landi vegna óvæntra skaða. - jss
Landlæknisembættið fær tvo rannsóknarstyrki upp á 700 þúsund krónur:
Tíðni óvæntra skaða á spítölum í rannsókn
LANDSPÍTALINN Rannsökuð verður tíðni óvæntra skaða
á Landspítala háskólasjúkrahúsi og á sjúkrahúsinu á
Akureyri.
HEILBRIGÐISMÁL Ný dauðhreinsun-
ardeild Landspítala tók formlega
til starfa á Tunguhálsi 2 í Reykja-
vík síðastliðinn föstudag.
Fram kemur á vef Landspítala
háskólasjúkrahúss að áður hafi
verið starfræktar þrjár dauð-
hreinsunardeildir, í Fossvogi, við
Hringbraut og á Tunguhálsi.
„Markmiðið með sameiningu
deildanna er að ná fram hagræð-
ingu, sparnaði og auka fagleg
gæði,“ segir á vef LSH, en deildin
þjónar meðal annars skurðdeild-
um spítalans. - óká
Ný dauðhreinsunardeild:
Þrjár voru sam-
einaðar í eina
Fundi frestað vegna gosloka
Vegna hugsanlegra gosloka var fundi
lögreglu og fulltrúa sveitarstjórna sem
halda átti á Hvolsvelli á miðvikudag
frestað um óákveðinn tíma. „Aðeins
gufustrókur stígur upp frá Eyjafjallajökli,
mikil veðurblíða er á Suðurlandi og
bjartsýni ríkir í sveitunum umhverfis
jökulinn,“ segir á vef Ríkislögreglustjóra.
JARÐVÁ
Dorgveiði í gömlu höfninni
Hafnarstjórn Faxaflóahafna samþykkti
á dögunum að skilgreint verði svæði
við Gömlu höfnina í Reykjavík þar
sem almenningur er boðinn velkom-
inn til dorgveiði.
REYKJAVÍK
Vi
ns
tri
hr
ey
fin
gi
n
- g
ræ
nt
fr
am
bo
ð
vi
ll
be
ita
s
ér
fy
rir
ró
ttæ
ku
m
þ
jó
ðf
él
ag
su
m
bó
tu
m
a
lm
en
ni
ng
i t
il
ha
gs
bó
ta
, h
ef
ja
v
er
nd
n
át
tú
ru
o
g
um
hv
er
fis
ti
l v
eg
s
á
Ís
la
nd
i o
g
tre
ys
ta
b
yg
gð
u
m
a
llt
la
nd
. H
re
yf
in
gi
n
er
s
am
st
ar
fs
ve
ttv
an
gu
r o
g baráttutæki þeirra, sem vilja útrýma kynjamisrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi og aukinn jöfnuð í samfélaginu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóð-skipulag grundvallað á virkri þátttöku alm
ennings. Hreyfingin hafnar alræ
ði m
arkaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæ
ði þjóðarinnar og forræ
ði yfir eigin auðlindum
. Vinstrihreyfingin – græ
nt fram
boð vill .... // sjá m
eira á w
w
w
.vg.is/stefna/
Suðurgata 10 I opið kl. 13-18 alla daga og frá kl. 11 á kjördag I sími 517 0758 I reykjavik@vg.is I www.vgr.is
Opinn fundur
í Iðnó!
Vinstri græn í Reykjavík boða til opins borgarafundar
í Iðnó í kvöld kl. 20.
Verið öll
velkomin!
Dagskrá fundarins
Kolbeinn Stefánsson
Brotið lýðræði - yfirgangur markaðarins.
Sóley Tómasdóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Umræður og fyrirspurnir.
Auk þess koma fram Erpur Eyvindarson, Guðrún Gunnarsdóttir og Ugla Egilsdóttir.
Fundinum stýra Björg Eva Erlendsdóttir og Líf Magneudóttir.
1.
2.
4. 5.
6.
3.
1. sæti
Sóley Tómasdóttir
2. sæti
Þorleifur Gunnlaugsson
3. sæti
Líf Magneudóttir
4. sæti
Elín Sigurðardóttir
5. sæti
Davíð Stefánsson
6. sæti
Hermann Valsson