Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 22
22 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR
Nú er ljóst að þjóðin gengur til tvennra kosninga n.k. laugar-
dag. Í öðrum þeirra og þeim mikil-
vægari sýnist mér, gefst okkur
tækifæri til að velja besta sönglag
Evrópu þetta árið í Evróvisíón og
í hinum fáum við tækifæri til að
velja okkur fulltrúa í stjórn bæj-
arins okkar.
Það er gaman að bera saman
umfjöllun RÚV um þessar tvennar
kosningar. Hollenska lagið Shalala
fær u.þ.b. 10 sinnum lengri tíma til
að kynna framlag sitt, en X-list-
inn í Kópavogi. NæstBestiFlokk-
urinn, sem er nýtt framboð, fékk
samtals 30 sekúndur í sjónvarpi
allra landsmanna í stuttu Kastljós-
innslagi 10 dögum fyrir kosning-
ar. Þá er í fréttum RÚV í þessari
viku vitnað í 6 vikna gamla skoð-
anakönnun um fylgi flokkanna
í Kópavogi sem var gerð löngu
áður en framboðsfrestur rann út
og þrír af sjö framboðslistum voru
þá ekki komnir fram. Hins vegar
var fjallað um Evróvisíón söng-
lagakosningarnar í fimm 50 mín.
sérlöguðum sjónvarpsþáttum með
einum þekktasta og best klædda
skemmtikrafti landsins sem leit-
aði álits annálaðra og prúðbúinna
sérfræðinga á sviði Evró-söng-
laga, sem fjölluðu á ítarlegan hátt
um útlit, framkomu og flutning
allra frambjóðenda til Evróvisíón-
kosninganna, í skemmtilegu og lit-
ríku umhverfi í sjónvarpssal allra
landsmanna. Auk þess bar fyrir
augu samevrópskan þátt um þetta
efni sem tók um klst. í flutningi.
Þess utan fáum við í kosningavik-
unni 7 klst. útsendingu frá Júró-
kosningunum sjálfum sem enda
vonandi vel á laugardaginn þegar
ritstjóri Kastljóssins kynnir kosn-
ingaúrslitin í beinni frá Osló.
Auðvitað geta menn rifist fram
og til baka um það hvort framlag
X listans NæstBestaFlokksins, til
kosninganna í Kópavogi sé eins
skemmtilegt eða merkilegt eða
hversu áhugavert sjónvarpsefni
það er í samanburði við framlag
Hollands, Shalala, til Evróvisí-
ón kosninganna en maður veltir
því óneitanlega fyrir sér hvernig
stjórn RÚV skynjar hlutverk sitt
þegar kemur að lýðræðisumræðu
og upplýsingu til almennings um
grundvallar réttindi fólks. Sann-
arlega erum við langflest búinn að
fá hundleið á hinu flokkspólitíska
argaþrasi en Íslendingar eru ekki
leiðir á stjórnmálum. Þeir vilja
einmitt hafa meira um hlutina að
segja. Við erum hins vegar komin
með upp í kok af gömlu, ónýtu og
spilltu flokkunum og það lýsir sér
vel í góðu gengi Bestaflokksins í
Reykjavík. Því miður höfum við
ekki tækifæri til að velja besta
lagið í Evróvisíón kosningunum á
laugardaginn. Við verðum því að
treysta evrópskum kjósendum til
þess að velja Heru og Örlyg Smára
en neyðumst sjálf til að kjósa það
næstbesta. Ég sting upp á að kjós-
endur í Kópavogi geri það einnig á
laugardaginn, setji x við X og velji
NæstBestaFlokkinn.
P.S. Hefðu ekki sparast einhverj-
ar krónur við það að láta Þóru
Tómasdóttur fyrrverandi Kastljós-
drottningu lýsa Evróvisíón kosn-
ingunum? Hún býr jú í Osló, talar
þessa fínu norsku líka og hefði
farið létt með þetta.
Júróvisjón lýðræði!
Ferðaþjónusta hefur blómstrað á Akureyri síðustu misserin.
Akureyrarbær hefur komið mynd-
arlega að markaðsmálum ferða-
þjónustunnar með þeim árangri
að bærinn er nú vinsælasti áfanga-
staður íslenskra ferðamanna jafnt
sumar sem vetur. Möguleikar
til frekari uppbyggingar á þessu
sviði eru sannarlega til staðar.
Nýtt menningar- og ráðstefnuhús,
skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, Trölla-
skaginn með alla sína möguleika
til útivistar og stórbrotin náttúran
í Þingeyjarsýslum. Þessi sérkenni
og fjölmörg fleiri skapa möguleika
til frekari sóknar. Rekstraraðilar í
ferðaþjónustu gera sér góða grein
fyrir þessu sem má m.a. merkja af
þeim áhuga sem nú er á að fjölga
hótel- og gistirýmum á Akureyri.
Ef rétt er á spilum haldið er hægt
að fjölga til muna erlendum ferða-
mönnum á svæðinu, sérstaklega
þeim sem hingað sækja utan hefð-
bundins ferðamannatíma, og auka
þar með gjaldeyristekjur þjóðar-
innar. Það yrði kærkomin búbót
fyrir þjóðarbúið. Forsenda þessa
árangurs er beint millilandaflug
um Akureyrarflugvöll.
Undanfarnar vikur hafa óblíð
náttúruöflin sannarlega minnt á
sig á Íslandi. Samgöngur röskuð-
ust um víða veröld og hér á landi
gerðist það hvað eftir annað að
ekki var hægt að fljúga um Kefla-
víkurflugvöll. Akureyrarflugvöllur
gengdi lykilhlutverki í að leysa þau
vandamál sem upp komu og þörf-
in fyrir góða aðstöðu fyrir flug
til og frá landinu utan suðvestur-
hornsins kom berlega í ljós. En við
vorum jafnframt minnt á að aðstað-
an hér á Akureyri er engan veginn
fullnægjandi. Ef völlurinn á að geta
þjónað hlutverki sem millilanda-
flugvöllur verður að byggja upp
flughlað og stækka flugstöðina.
Þetta er eitt þeirra verkefna sem
legið hefur á borðum stjórnvalda og
beðið afgreiðslu undanfarna mán-
uði. Tillögur um framkvæmdina
eru tilbúnar og þess vegna væri
hægt að ráðast í hana með skömm-
um fyrirvara. Það væri svo sann-
arlega skynsamleg aðgerð sem
tryggði flugöryggi landsins, opnaði
nýja möguleika til eflingar ferða-
þjónustu og kæmi sem innspýting
í erfitt atvinnuástand á Akureyri á
hárréttum tíma.
Það er ekki eftir neinu að bíða.
Rökin eru augljós og hægt er að
ráðast í framkvæmdir með stuttum
fyrirvara. En við bíðum eftir stjórn-
völdum. Þaðan þurfa að koma skýr
svör strax. Það gengur ekki að mik-
ilvæg verkefni sem eiga augljósan
rétt á sér séu látin bíða von úr viti.
Ég skora á ríkisstjórnina að reka af
sér slyðruorðið og gefa grænt ljós
á framkvæmdir á Akureyrarflug-
velli nú þegar. Það eru skilaboð um
að ríkið ætli raunverulega að leggja
atvinnuuppbyggingu lið, það eru
skilaboð um það að ríkisstjórnin
standa með Íslandi í uppbyggingu
atvinnu- og efnahagslífs.
Ríkisstjórnin á leik
Atvinnumál
Hermann Jón
Tómasson
bæjarstjóri á Akureyri
Sveitastjórnakosningar
Hjálmar
Hjálmarsson
Oddviti
NæstBestaflokksins í
Kópavogi
Af kaupfélagsmálum Framsóknar
Fyrir áratugum síðan fékk Kaupfélag Kjalarnes-þings lóð við Vesturlandsveginn gamla. Byggðu
þeir Samvinnumenn þar verslunarhús o.fl. af hug-
sjón þeirra manna sem vilja vinna samfélagi sínu
gagn. Ekki vegna þess að þá hafi langað að efnast á
kostnað samborgaranna heldur vegna þess að þess-
um framsýnu mönnum rann til rifja sú aðstaða sem
pöplinum var sköpuð til aðfanga nauðsynjavöru.
En ágætu Mosfellingar, nú er sú Snorrabúð stekk-
ur, því ef marka má það sem ég hef lesið og kynnt
mér þá virðist Kaupfélagið vera undir „eignarhaldi“
örfárra manna – manna sem virðast hafa yfirgefið
hina góðu hugsjón samvinnu og samfélags. Manna
sem virðast líta á Kaupfélag Kjalarnesþings sem
sinn prívat sparibauk.
Eftir skoðun þykir mér einsýnt að þessir frekar
aumu fulltrúar samvinnuhugsjónarinnar njóti nú
aðstoðar bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins við
að seilast í vasa skattborgara í Mosfellsbæ. Ég mun
ekki standa hjá og láta það óátalið að bæjarfulltrúi
nýti sér stöðu sína til aðdráttar fyrir sig eða klíkufé-
laga sína.
Rétt fyrir kosningar 1998 skrifaði þáverandi bæj-
arstjóri undir nýja lóðarleigusamninga til 50 ára við
Kaupfélagið, þetta gerði hann án þess að deiliskipu-
lag svæðisins lægi fyrir. Athygli vekur að bæjar-
stjórinn skrifar undir en ekki byggingafulltrúinn
eins og venja er.
Fyrir u.þ.b. 4 árum þegar miðbæjarskipulag var
í vinnslu var ákveðið að nýta rétt sem svohljóð-
andi 12. grein lóðarsamnings gefur, „Hvenær sem
bæjarstjórn telur þörf á að taka lóðirnar í sínar
hendur að nokkru eða öllu leyti er leigutaka skylt að
láta leigurétt sinn af hendi …“ Samkvæmt greininni
var seinnihluta árs 2007 óskað eftir því við kaupfé-
lagið að Mosfellsbær fengi lóðirnar aftur gegn end-
urgjaldi. Þar er saga sem ég hvet bæjarbúa til þess
að kynna sér.
Í ágúst 2008 byrja kaupfélagsmenn að tala um að
Mosfellsbær „kaupi allan pakkann af þeim“. Stuttu
seinna kom í ljós að samvinnumennirnir höfðu þing-
lýst 200 milljóna skuldabréfi á lóðirnar, skuldabréfi
sem þessir hugsjónamenn hafa fram til þessa dags
ekki viljað segja nokkrum manni hver á. Ekki þarf
mikinn leikjasérfræðing til þess að láta sér detta í
hug að þarna hafi menn verið að styrkja stöðu sína í
samningaviðræðum við bæinn, samningaviðræðum
sem þessir forsvarsmenn lokaða kaupfélagsins ætla
að græða vel á.
Þessum samskiptum kaupfélagsmanna og bæj-
arins lauk í raun þann 1. júlí 2009, þá mættu þeir
á fund fulltrúa bæjarins og kröfðust 500 milljóna
fyrir lóðaréttindin.
Kemur þá að hlut sérlegs fulltrúa gagnsæis, hófs-
emi og heiðarleika, Marteins Magnússonar bæjar-
fulltrúa. Við lestur fundargerða og eftir samtöl við
fólk tel ég ljóst að hann hafi lagt sig í alla þá króka
og alla þá kima sem finnanlegir eru til þess að efla
stöðu „samvinnumannanna“ gegn hagsmunum bæj-
arbúa. Þar hefur hann í krafti setu í nefndum bæjar-
ins gengið grímulaust erinda félaga sinna framsókn-
armannanna í Kaupfélaginu, hvet ég bæjarbúa til
þess að lesa fundargerðir og önnur gögn sem hægt
er að nálgast. Er ég þess fullviss að niðurstaða ykkar
verður ekki ólík minni, það er að Marteinn Magn-
ússon er í skjóli setu sinnar í bæjarstjórn að hjálpa
gróðapungum sem telja sig eiga Kaupfélagið, gróða-
pungum sem greinilega láta sig samfélagið engu
skipta en ætla bara að græða.
Sveitarstjórnarkosningar
Elías
Pétursson
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ
Rétt fyrir kosningar
1998 skrifaði þáverandi
bæjarstjóri undir nýja
lóðarleigusamninga
til 50 ára við Kaupfélagið, þetta gerði
hann án þess að deiliskipulag svæðisins
lægi fyrir.
www.tskoli.is
Nám í rekstri
og stjórnun
fyrir framsækna nemendur!
Flugrekstrarfræði 45 ein.
Námið er sniðið að þörfum starfsmanna í f lugtengdum rekstri og
tekur tvö ár í dreifnámi með staðbundnum lotum.
Útvegsrekstrarfræði 45 ein.
Námið er sniðið að þörfum sjávarútvegarins og tekur tvö ár í
dreifnámi með staðbundnum lotum. Útvegsrekstrarfræði hentar
þeim sem hafa starfsmenntun og reynslu úr sjávarútvegi.
Rekstur og stjórnun, almenn lína 45 ein.
Námið er opið öllum sem lokið hafa starfsmenntun eða sambæri-
legri menntun og hafa reynslu úr atvinnulíf inu. Námið tekur tvö ár í
dreifnámi með staðbundnum lotum.
Allar námslínurnar eru þróaðar af Tækniskólanum í samstarfi
við Háskólann í Reykjavík og er til viðurkenndra háskóla-
eininga. Hægt er að bæta við sig 15 ein. til rekstrarfræði.
Inntökuskilyrði eru starfsmenntun, stúdentspróf eða
sambærilegt nám.
Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunarskólanum,
s. 514 9601 eða á ave@tskoli.is
Innritun stendur yf ir
Við verðum því að treysta evrópskum
kjósendum til þess að velja Heru og
Örlyg Smára en neyðumst sjálf til að
kjósa það næstbesta. Ég sting upp á að
kjósendur í Kópavogi geri það einnig á laugardaginn.