Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 43
15maí 2010
ÞÓRARINN TYRFINGSSON, yfirlæknir á Vogi, segir
mörg jákvæð teikn á lofti í Kreppunni. Skarpari línur
í árangri hvað unga fólkið okkar varðar, nýgengni hjá
fólki undir 25 ára aldri hefur minnkað. Það er meðal
annars vegna árangurs af starfi SÁÁ og ákvörðunar um
að útrýma biðlistum fyrir ungt fólk. Mikael Torfason
settist niður með Þórarni og tók stöðuna.
„Stóra fréttin eru nýgengistölurn-
ar sem nú liggja fyrir,“ segir Þórar-
inn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi,
um stöðuna í kreppunni. „Við erum
að sjá færri nýja sprautufíkla, færri
nýja kókaínfíkla og svo framvegis.
Þetta eru mjög jákvæðar fréttir og að
auki hefur nýgengni hjá fólki undir
25 ára aldri minnkað.“
Engu að síður sér Þórarinn að
sumir hlutir séu verri nú en áður.
Hlutfall þeirra sem sprautar sig eykst
enn, þótt nýgengnin standi í stað eða
minnki, og sá hópur eldist. Því fylgja
meiri vandamál til dæmis vegna
fleiri tilfella af lifrabólgu C.
Bjartsýnn á framhaldið
„Fyrir kreppu vorum við farin að
sjá árangur af starfinu okkar og svo
virðist sem kreppan hafi haft jákvæð
áhrif,“ útskýrir Þórarinn og bætir við
að þau á Vogi séu mjög þakklát fyrir
að þetta sé í ákveðnu jafnvægi hvað
fyrrnefnt varðar.
Ástæðurnar fyrir jákvæðum tölum
hvað þá sem óska eftir þjónustu SÁÁ
varðar eru margþættar. Ein af ástæð-
unum er að fólk á minni pening til að
kaupa áfengi og fíkniefni í kreppunni.
Þannig dregst ofneyslan saman yfir
það heila.
„Þetta getur samt orðið verra á
ákveðnum stöðum,“ segir Þórarinn.
„Fólk á Suðurnesjum finnst kannski
fá jákvæð teikn á lofti því þar virðist
vera aukning á neyslu.“ Fyrir nokkr-
um árum var Akranes í svipuðum
sporum og Suðurnes núna en þar
virðist jafnvægi hafa náðst aftur.
„En svona á heildina litið þá eru
horfurnar jákvæðar og ég leyfi mér að
vera bjartsýnn á framhaldið,“ bætir
Þórarinn við.
Árangur unga fólksins
Árangurinn sem náðst hef-
ur hjá unga fólkinu rekur Þórarinn
meðal annars til þess að ungt fólk
hefur aldrei komið að lokuðu húsi á
Vogi. „Það hafa ekki verið og eru ekki
biðlistar þegar ungt fólk er annars
vegar,“ segir Þórarinn.
Biðlistinn á Vog telur um 60
manns og fer minnkandi eftir aukn-
ingu í fyrra. Á biðlista fara einung-
is þeir sem hafa verið á Vogi síðustu
þrjú ár. Ungt fólk eða fólk sem er að
koma í fyrsta sinn fer ekki á biðlista.
„Það má rekja árangurinn með
unga fólkið til þess að við höfum
enga biðlista. Á þessum aldri er þetta
nú oft eins og smitsjúkdómur og því
fleiri sem koma á Vog fyrr og ná að
takast á við fíknina því færri smitast
þarna úti. Vegna þess að eitt ung-
menni í neyslu smitar út frá sér. Sér-
staklega á þessum aldri,“ segir Þórar-
inn og bætir við að það hafi nú verið
eins gott að unga fólkið hafi dregið úr
neyslunni. „Ástandi var satt að segja
orðið alveg skelfilegt.“
Eldra fólkið bætir í
Það er hinsvegar sorglegt að segja
frá því að eldra fólk hefur eldur bætt
í neysluna. Fólk sem er fætt upp úr
1960 eykur komur sínar á Vog og
sumt af því fólki er að koma inn með
alvarlega fylgikvilla ofneyslu áfengis.
„Sumir þessara fylgikvilla geta
leitt til dauða eins og til dæmis Wer-
nickes heilasjúkdómurinn (Wer-
nick‘s encephalopathy) sem stafar
af vannæringu. Við fáum um hundr-
að tilfelli á ári sem eru í yfirvofandi
hættu. Þá hefjum við vítamínmeð-
ferð með sprautum því ekki er nóg
að taka vítamín í pillum á því stigi.
En alkóhólistar eiga að sjálfsögðu
að passa upp á að taka vítamín, sér-
staklega B-vítamín, og aðstandendur
ættu að vera á verði fyrir göngulags-
truflunum eða augnriðu en það eru
einkenni Wernickes.“
En er einhver munur á batahorf-
um einstaklings sem einungis notar
áfengi en þess sem er að blanda því
saman við fíkniefni?
„Batahorfur byggjast fyrst og
fremst á andlegri getu og lífsvilja,“
segir Þórarinn. „Er viðkomandi
ákveðinn í að hætta? Það skiptir höf-
uð máli. En samt sem áður þá virð-
ist það stundum vera erfiðara fyrir þá
sem eru í mörgum tegundum, bæði
áfengi og fíkniefnum, að ná bata. Og
svo eiga þeir sem sprauta sig í æð oft
miklu erfiðara með að ná bata en
aðrir.“
Meðferð í skugga
niðurskurðar
Á sjúkrahúsinu Vogi var tekin sú
ákvörðun að halda þjónustunni uppi.
Þannig að allt annað var skorið niður
niður og að sögn Þórarins hafa þau á
Vogi staðið í blóðugum niðurskurði.
„Til dæmis þá hurfu þeir styrk-
ir sem við höfðum til rannsókna í
hruninu ásamt styrkjum frá bönkum
og stórfyrirtækjum. Svo ákvað ríkið að
draga úr greiðslum til okkar með því
meðal annars að verðbæta ekki sitt
framlag en eins og við vitum öll hefur
mikil verðbólga verið í landinu.“
Búið er að leggja niður þá starf-
semi sem hægt var að leggja niður án
þess að skerða þjónustu.
„Við urðum til dæmis að leggja
niður ráðgjafanámið hjá okkur og
annað tengt því. Sem er ekki gott og
þar erum við svoldið að fresta vanda-
málunum. Við höfum einnig skorið á
alla endurmenntun hjá bæði læknum
og hjúkrunarfólki. Lagt niður útgáfu-
starfsemi og erum ekki að búa til ný
fræðslugögn eins og staðan er.“
Góður andi á Vogi
Auðvitað þýðir þetta afturför og eitt-
hvað hefur þurft að draga úr þjónust-
unni, svo blóðugt hefur þetta verið.
Sjúklingar þurfa nú til dæmis að taka
þátt í kostnaði við eftirmeðferð. Það
kostar 55 þúsund að fara á Vík eða
Staðarfell. SÁÁ hefur hinsvegar styrkt
fátæka alkóhólista og stofnað sérstak-
an sjóð til að sinna því hlutverki.
„Þetta hefur verið ótrúlega erfitt og
mikið átak. En við getum þakkað fyr-
ir að vera lítið sveigjanlegt fyrirtæki
með virkilega gott starfsfólk. Hér er er
góður andi og fólk hefur tekið saman
á vandamálunum. En þetta hafa verið
mikil átök í raun,“ segir Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfirlæknir á Vogi, að lokum.
Góðar fréttir í kreppunni
BATAHORFUR BYGGJAST FYRST
OG FREMST Á ANDLEGRI GETU
OG LÍFSVILJA
SPRAUTA „Við erum að sjá færri nýja sprautufíkla,
færri nýja kókaínfíkla og svo framvegis. Þetta eru
mjög jákvæðar fréttir og að auki hefur nýgengni hjá
fólki undir 25 ára aldri minnkað.“
ÁSTANDI
VAR SATT
AÐ SEGJA
ORÐIÐ ALVEG
SKELFILEGT
ÞÓRARINN TYRFINGSSON
„Það hafa ekki verið og eru ekki biðlistar þegar
ungt fólk er annars vegar,“ segir Þórarinn.
MYND: GUNNAR GUNNARSSON