Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 42
14 maí 2010
AF HVERJU
KAUPIR ÞÚ
ÁLFINN?
Ég kaupi
álfinn af því
að hann er
mjúkur og
sætur og
gleður aug-
að. Þegar ég
horfi á álfinn
minn gleður
það mig líka
að hugsa til
þess að með því að kaupa hann
legg ég mitt af mörkum til að
styrkja ungar manneskjur sem
eru að koma lífinu sínu í lag eftir
erfiða tíma. Meðferðarúrræði
fyrir ungt fólk verða að vera til
staðar í samfélaginu. Við stönd-
um vörð um unga fólkið okkar
og bregðumst því ekki. Kaupum
álfinn!
Kristín Þórunn Tómasdóttir
prestur
Allt of oft missum við ungt fólk
í blóma lífsins vegna ofneyslu
lyfja. Starf SÁÁ skiptir sköpum
og getur bjargað mannslífum.
Þess vegna kaupi ég álfinn og
hvet landsmenn til að leggja
málefninu lið.
Ágústa Johnson
framkvæmdarstjóri
Ég kaupi
álfinn í þeirri
von að geta
þannig lagt
smávægilegt
lið í bar-
áttunni við
ljóta kallinn í
brennivíninu.
Hann hefur
svo mikinn
eyðilegging-
armátt þessi kall þegar hann
fær að vaða uppi, eins og hann
getur verið ljúfur þegar hann er
ekki í baráttuhug. En vöðvarnir
hans eru víst alltaf spenntir
og við vitum ekki hvenær hann
reiðir til höggs og hver verður
fyrir. Þá er eins gott að til sé
batterí með viðbúnaðaráætlun
i gangi. Þar kemur álfurinn
sterkur inn.
Sólveig Baldursdóttir
ritstjóri
Vegna þess
að ég hef
átt því láni
að fagna að
sjá ættingja
og vini eign-
ast nýtt líf
að lokinni
áfengismeð-
ferð hjá
SÁÁ. Við
slíkt þjóðþri-
fastarf er gott að styðja.
Árni Páll Árnason
félagsmálaráðherra
FJÖLSKYLDAN SKEMMTIR SÉR SAMAN Í SUMAR:
ÚTIHÁTÍÐ AÐ HLÖÐUM UM
VERSLUNARMANNAHELGINA
Í fyrra var margt um manninn og
sólskin alla helgina um Verslunar-
mannahelgina að Hlöðum á Hvalfjarð-
arströnd. Tjaldstæði og öll aðstaða í
félagsheimilinu að Hlöðum er til fyr-
irmyndar. Á síðasta ári var þvílíkt stuð
og ráðgert að bæta um betur í ár. Í
fyrra skemmtu kempur á borð við Geir
Ólafsson, Gylfa Ægisson, KK, Poetrix
og fleiri auk þess sem listasmiðja
var sett upp fyrir börnin, farið í leiki
og margt annað skemmtilegt gert.
Sundlaug á staðnum!
ÚTIHÁTÍÐ SÁÁ býður til
útihátíðar að Hlöðum um
Verslunarmannahelgina.
Félagsstarf SÁÁ er með blómlegra
móti og fyrir utan hefðbundinn rekst-
ur er SÁÁ fólk duglegt að skipuleggja
hvers kyns fjáraflanir, sem og æð-
islega tónleika. En Vonarsalurinn í
Efstaleyti er sérstaklega góður til
tónleikahalds og í vetur mætti hver
stórstjarnan á fætur annarri til að
halda tónleika til styrktar SÁÁ.
Auk þess að hafa reglulega félags-
vist og dansiböll í Von, ásamt þorra-
blóti, vorfagnaði, dansnámskeið-
um og svo framvegis, þá er salurinn
reglulega notaður undir tólf spora
ráðstefnur. Þar koma erlendir ræðu-
menn og ræða bata frá áfengis- og
vímuefnafíkn. Næsta slíka
ráðstefna er ráðgerð um
miðjan september. Félags-
starf SÁÁ er rekið í sjálf-
boðastarfi og geta allir
tekið þátt. Hilmar Krist-
ensson leigubílstjóri hef-
ur verið ein aðalsprautan
í félagsstarfinu lengi og
hann segir félagsstarfið
mikilvægan þátt í góðu
og heilbrygðu edrúlífi.
FÉLAGSSTARF SÁÁ er í miklum blóma:
Tónleikar, böll
GEIR TÓK
LAGIÐ Geir gladdi
tónleikagesti.
PÁLL ÓSKAR Í VON Páll Óskar mætti ásamt fríðu föruneyti í Von og hélt
ótrúlega tónleika. Allt til styrktar SÁÁ í skugga niðurskurðar. Frábær mæting
var á þessa yndislegu tónleika.
VEISLUSTJÓRINN OG GEIR
Hér ræðir Geir skipulagsmál við
veislustjórann, Torfa Geirmundsson
rakara, á árlegu þorrablóti SÁÁ.
YFIRLÆKNIR Á ÞORRABLÓTI
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, er glymjandi ræðumaður og hér
fer hann á kostum á Þorrablóti SÁÁ.
GÓÐ MÆTING Á TÓNLEIKA
Það er alltaf troðið út að dyrum í
Von þegar góðir tónleikar eru annars
vegar.
KRISTJÁN JÓHANNSSON
Í vetur kom sjálfur Kristján
Jóhannsson og söng í Von.
ÞRÍR GÓÐIR BAKSVIÐS
Egill Ólafsson, Ragnar Bjarnason
og Þorgeir Ástvaldsson.
SKÁLDIÐ Einar Már Guðmundsson
fór mikinn á þorrablótinu og sýndi
gamalkunna takta. Alveg frábær.
AA FUNDIR Í VON
Sunnudagur kl. 10:30
í stóra salnum - Opinn fundur
Mánudagur kl. 12:00
í litla salnum - Opinn fundur
Mánudagur kl. 19:30
í litla salnum
Fimmtudagur kl. 20:30
í stóra salnum - Víkingar
Fimmtudagur kl. 20:30
í litla salnum - Pólskur fundur
Föstudagur kl. 18:00
í litla salnum - konur
AL-ANON FUNDIR Í VON
Þriðjudagur kl. 20:00
í litla salnum.
GA-FUNDIR Í VON
Miðvikudagur kl. 19:15
í litla salnum.
OA-FUNDIR Í VON
Fimmtudagur kl. 20:30
í hópherbergi uppi.
SOS-FUNDIR Í VON
Miðvikudagur kl. 18:05
í hópherbergi uppi.
KJARNAKONUR Í VON
Miðvikudagur kl. 20:00
í litla salnum. Nánari upplýsing-
ar í síma 530 7600.