Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 28
 27. MAÍ 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● tjöld og útilega Tími útileganna er runninn upp og tjöldin grafin upp úr geymslum. Þau eru þó óþörf ef marka má Arnór Bjarka Arnarson. „Ég reyni að sofa úti eins mikið og ég get. Ef ég fer með fjölskyld- unni eða vinum í útilegur þá sef ég yfirleitt fyrir utan tjaldið,“ segir Arnór Bjarki, skáti til níu ára. Hann segir hressandi að sofa úti í fríska loftinu og gott að komast í snertingu við náttúruna. Arnór segir það kannski tengj- ast þörf fyrir að sýnast karlmann- legur að sofa úti en hann og félag- ar hans metast gjarnan um það hversu mörgum nóttum þeir ná undir berum himni á sumri. Hann viðurkennir þó að stundum sé kalt í pokanum. „Jú, jú, mér hefur oft orðið skítkalt en maður finnur minnst fyrir kuldanum þegar maður er sofandi. Ég sef í ullarsokkum og nota góðan svefnpoka. Það er ekki verra að vera í ullarnærfötum en þegar veðrið er gott er það ekki nauðsynlegt. Einhvers staðar segir að það sé gott fyrir ónæmiskerf- ið að herja á það með smá kulda af og til.“ Arnór ráðleggur þeim, sem lang- ar að sofa úti undir berum himni, að smeygja poka úr vatnsheldu efni sem andar utan um svefnpokann ef það skyldi rigna. Alltaf skuli klæða sig eftir veðri og í fyrstu ferð sé óvitlaust að hafa tjaldið með til vonar og vara. Arnór hefur sofið úti víða um land en einnig á ferðalögum erlendis. Á einu ferða- lagi um Þýskaland svaf hann allar nætur undir berum himni. „Ég var á ferð með nokkrum félögum. Við vildum ferðast með sem allra minnstan farangur og vorum ekki með tjald. Eina nótt- ina ákváðum við að gista í skógi í Rínarlöndum og dreifðum bara teppum á jörðina og lögðumst til svefns. Um morguninn vakna ég við það að verið er að sparka í mig og þá er það landvörðurinn sem átti þessa landspildu. Hann hélt að ég væri róni sem hefði sofn- að þarna,“ segir Arnór hlæjandi og bætir við að það sé algengt að hann sé tekinn í misgripum fyrir útigangsmann þar sem hann ligg- ur steinsofandi á víðavangi. „Landvörðurinn leyfði okkur síðan að gista áfram á svæðinu en í skóginum átti að vera skátamót seinna í vikunni svo við ákváðum að vera með á því og gista bara áfram undir berum himni. Við reistum okkur reyndar smá skýli, sem var ekki með þaki heldur bara veggir og á tveimur hæðum en við gistum á efri hæðinni. Þannig sváfum við í Þýskalandi í tvær vikur og fórum aldrei inn.“ - rat Vaknaði við spark Arnór Bjarki Arnarson, skáti og útivistarjaxl, sefur úti undir berum himni hvenær sem tækifæri gefst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● ÚTILEGUKORTIÐ Mörg stéttarfélög munu hafa útilegukortið til sölu í sumar til sinna umbjóðenda, á lægra verði en almennt er við lýði. Það fyrirkomulag gerði vart við sig á síðasta ári en á þessu vori hefur þeim verkalýðsfélögum fjölgað stórlega sem bjóða upp á þennan kost. Fullt verð á kortinu er 13.900 krónur og misjafnt er hversu mikið stéttarfélögin niðurgreiða það til félagsmanna sinna. Kortið veitir tveimur fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu í fjórar nætur samfleytt á tjald- svæðum samstarfsaðila Útilegukortsins sem eru dreifðir um landið. LEIÐSÖGUSKÓLINN ICELAND TOURIST GUIDE SCHOOL Síðumúli 34 - s: 517 1500 - www.malningalagerinn.is Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði. 20% Afsláttur af málningarvörum Veljum Ísland 0000 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.