Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 66
38 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is 15 DAGAR Í HM Bjarni Þórður Halldórsson var ekki ánægður með vítaspyrnudóm- inn og rauða spjaldið sem hann fékk á sig í leiknum gegn Selfossi á þriðjudaginn. Sævar Þór Gíslason, sem var liðsfélagi Bjarna hjá Fylki, fiskaði vítið og spjaldið eins og hann orðaði sjálfur. „Þetta var snerting, það var alveg klárt. Ég steig inn í hann og það kom snerting,” sagði Sævar við Vísi eftir leikinn og bætti svo við á Rúv: „Ég var bara klókur og sótti vítið.“ Selfoss skoraði úr vítinu, jafnaði í 2-2, sem urðu lokatölur leiksins. Bjarna var ráðlagt að fara ekki í viðtöl eftir leikinn, enda var hann orðinn ansi pirraður. Hann fór varlega í að tjá sig í gær þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Vandamálin og leyndardómarnir gefa lífinu gildi en sannleikurinn og skýringarnar gera það snauðara,“ sagði Bjarni djúpur. „Þetta er Guðbergur.“ En hvað um atvikið? „Ég tek hendurnar frá og leggst niður, ég finn ekki snertingu,“ sagði Bjarni en Sævar féll með tilþrifum og voru uppi skiptar skoðanir um hvort um víti væri að ræða eða ekki. „Síðan ef við tökum það líka fyrir, það sem Sævar lætur hafa eftir sér eftir leikinn. Hann segir „ég fiskaði þetta, ég stíg inn í hann og sæki vítið“. Hversu heiðarlegt er það? Að stíga inn í liggjandi mann sem getur ekkert hreyft sig eða farið neitt,“ sagði Bjarni og bætti við: „Af hverju er það ekki gult spjald fyrir hann eins og rautt fyrir mig? Í staðinn fæ ég bann fyrir enga snertingu finnst mér,“ sagði markmaðurinn. Hann tók nokkur dæmi um markmenn sem fengu gul spjöld fyrir svipuð brot, til að mynda þegar Hannes Þór Hall- dórsson markmaður Fram braut á Gilles Ondo í leik Fram og Grindavíkur í þriðju umferð en hann fékk gult spjald fyrir það brot. „Það þarf að leggja línu, hvenær á að gefa rautt og hvenær ekki,” sagði Bjarni og bætti við: „Mér þykir alltaf vænt um Sævar Þór Gíslason samt,“ sagði Bjarni glettinn eftir allt. BJARNI ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON: FÉKK RAUTT SPJALD OG VÍTI Á SIG FYRIR MEINT BROT Á FYRRUM LIÐSFÉLAGA. Mér þykir alltaf vænt um Sævar Þór Gíslason Ungverjar settu markamet þegar þeir skoruðu 27 mörk í 5 leikjum á HM í Sviss 1954 (5,4 í leik) en þeim tókst þó ekki að verða heimsmeistarar. Ungverjar töpuðu úrslita- leiknum, 2-3, á móti Vestur-þjóðverjum. Ungverska liðið var aðeins undir í sex mínútur í allri keppn- inni og það var síðustu sex mínúturnar í úrslitaleiknum eftir að Helmut Rahn hafði skorað sigurmark þýska liðsins á 84. mínútu. Ungverjar voru búnir að spila 31 leik í röð án taps fyrir úrslitaleikinn eða alla leiki sína frá árinu 1950. FÓTBOLTI Ómar Jóhannsson, mark- vörður Keflvíkinga, verður frá í að minnsta kosti fjórar vikur. Hann er tognaður á vöðva fram- an á lærinu. „Þetta er mjög slæm tognun,“ segir Willum Þór Þórs- son, þjálfari liðsins. Keflvíkingar hafa þegar talað við KSÍ og ætla að fá markmann til sín á svokölluðu neyðarláni. Árni Freyr Ásgeirsson kom inn á fyrir Ómar í leiknum gegn KR og stóð sig vel en hann er aðeins 18 ára. Auk hans er einn markmað- ur í þriðja flokki til staðar. „Þetta er full mikil ábyrgð á hendur þeim tveim,“ sagði Will- um. - hþh Ómar Jóhannsson frá í mánuð: Vilja markmann að neyðarláni FRÁ Í MÁNUÐ Ómar er meiddur á lær- vöðva. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Lúkas Kostic var í gær rekinn sem þjálfari Grindavíkur- liðsins eftir fjórða tapið í jafn- mörgum leikjum í Pepsi-deild karla. Grindvíkingar hafa nú annað árið í röð skipt um þjálfara eftir aðeins nokkra leiki á Íslands- mótinu. Í fyrra hætti Milan Stef- án Jankovic með liðið eftir aðeins þrjá leiki en þá líkt og nú var liðið stigalaust á botni deildarinnar. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem Grindavík skiptir um þjálfara á miðju tímabili á undanförnum árum því þetta er í fjórða sinn á sex árum sem það gerist. Leikmenn Grindavíkur voru í fríi í gær en ekki er ákveðið hver stýrir æfingu í dag. Grindvíkingar hófu leit að nýjum þjálfara í gær- kvöldi á stjórnarfundi. „Við erum bara á byrjunarreit,“ sagði formað- urinn Þorsteinn Gunnarsson. Hringt var í leikmenn Grinda- víkur í gær og þeir látnir vita af ákvörðun stjórnarinnar. „Við virð- um þessa ákvörðun bara og verð- um að horfa bjartir fram á veg- inn,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði. „Lúkas er drengur góður og hann lagði sig allan fram fyrir félagið.“ Þrálátur orðrómur um óánægju meðal leikmanna í garð Lúkas- ar hefur gengið lengi. „Sumir eru ósáttir við hann, aðrir eru bara ánægðir. Það er eins og gengur og gerist,“ sagði Orri. Næsti leik- ur liðsins er á móti Íslandsmeist- urum FH í Kaplakrika á mánu- daginn kemur en þar vann liðið í fyrra einn sinn stærsta sigur undir stjórn Lúkasar Kostic. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lúkasi er sagt upp eftir aðeins nokkra leiki á öðru ári. Það varð sem dæmi allt vitlaust í KR fyrir þrettán árum þegar hann var rek- inn sem þjálfari liðsins eftir aðeins fimm leiki. Leikmenn KR fóru þá í verkfall í þrjá daga og meðal þeirra voru þrír núverandi þjálfar- ar í Pepsi-deild karla, Heimir Guð- jónsson (FH), Ólafur Kristjánsson (Breiðabliki) og Guðmundur Bene- diktsson (Selfossi). - óój, hþh Grindavík búið að skipta um þjálfara á miðju tímabili í fjórða sinn á sex árum: Kostic rekinn frá Grindavík í gær LÚKAS KOSTIC Grindavík vann 6 af 23 leikjum undir hans stjórn 2009-2010. FÓTBOLTI Það fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna í kvöld og stórleikur kvöldsins er fyrir norðan þegar Þór/KA tekur á móti toppliði Vals í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Valskonur hafa ekki tapað stigi eða fengið á sig mark síðan þær mættu einmitt Þór/KA síðast. Þór/KA vann þá 2-1 sigur á Hlíð- arenda en Valskonur hafa frá þeim leik unnið 6 deildarleiki í röð, hald- ið marki sínu hreinu í 540 mínútur og skorað 29 mörk í röð án þess að mót- herjar hafi náð að svara. - óój Pepsi-deild kvenna í kvöld: Ná þær aftur að stoppa Val? FÓTBOLTI Diego Maradona, þjálf- ari argentínska landsliðsins, er tilbúinn að gera allt fyrir heims- meistaratitil, meira að segja að koma nakinn fram. Maradona gaf athyglisvert lof- orð í útvarpsviðtali daginn eftir leikinn sem var síðasti æfinga- leikur liðsins fyrir HM. „Ef við vinnum HM þá mun ég hlaupa nakinn í kringum Obelisk,” sagði Maradona en Obelisk er minnis- varði í miðbæ höfuðborgarinnar Búenos Aíres og einn þekktasti staður borgarinnar. - óój Maradona, þjálfari Argentínu: Hleypur nak- inn vinnist HM FRÁBÆRT VERÐ Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 FULLT VERÐ 69.900 49.900 Er frá Þýskalandi FÆST EINNIG HJÁ ORMSSON - ÁRVIRKINN SELFOSSI MODEL AKRANESI RADÍÓNAUST AKUREYRI GEISLA Í EYJUM viðargrind Mjög öflugt grill fyrir Íslenskar aðstæður SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR HANDBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið þarf að bíða þar til á laugardag- inn til þess að tryggja sér sögulegt sæti í lokakeppni EM eftir þriggja marka tap fyrir Frökkum, 24-27, í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að tryggja farseðilinn og um tíma leit allt út fyrir að frá- bær barátta og mikill vilji væri að skila liðinu á EM en þær frönsku voru sterkari í lokin og tryggðu sér nauman sigur. Íslensku stelpurnar gáfu allt sitt í leikinn og sýndu mikinn styrk með því að gefast ekki upp þegar á móti blés og franska liðið virt- ist vera að stinga af. Íslenska liðið skoraði fimm mörk í röð um miðj- an seinni hálfleik og komst yfir í leiknum en tókst ekki að halda út á móti einu besta liði í heimi. „Mér fannst við betri aðilinn á löngum köflum, við vorum líka með betri samstöðu og betri liðs- heild,” sagði sársvekkt Anna Úrsúla Guðmundsdóttir eftir leik. „Við spiluðum góðan varnarleik og þetta var góður leikur af okkar hálfu. Nú förum við bara út í nótt og tökum þessar Austurríkisgell- ur!” sagði Anna ákveðin. „Þær eru vanari því að spila stóra leiki og þetta reddaðist einhvernveginn hjá þeim. Svona er handboltinn upp og niður og þessar tölur segja ekki neitt,” sagði Anna sem var sérstaklega svekkt að hafa brennt af færinu á lokamínútunni. „Það sem einkennir Íslendinga er bar- áttuvilji, það skiptir ekki máli hvar við spilum, við trúum alltaf að við getum unnið. Íslenska hjartað er sterkt, það er einn möguleiki í við- bót og við ætlum að nýta hann,” sagði Anna. Frakkar náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik og aftur í seinni hálfleik en íslensku stelp- urnar komu sér í bæði skipt- in aftur inn í leikinn. Stelpurn- ar spiluðu frábærlega á þrettán mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik sem vannst 7-2. Íslenska liðið komst þá yfir í leiknum í 19- 18. Hanna Guðrún Stefánsdóttir, sem átti frábæran leik gær, skor- aði fimm mörk á þessum kafla. Íslenska liðið hélt þó ekki forskot- inu lengi og franska liðið var með frumkvæðið á lokakaflanum. Fyrirliðinn Rakel Dögg Braga- dóttir var gríðarlega svekkt í leiks- lok. „Þetta er ógeðslega grátlegt að ná ekki að jafna þetta. Þetta er leið- inlegt. Mér fannst við alveg geta unnið þennan leik. Það sem fór með okkur var að klikka á dauða- færum og við gerðum of mörg mistök í sókninni. Við erum með gott lið og við höfum verið að taka miklum framförum. Þessi hópur á heima á stórmóti. Það er svekkj- andi að klára þetta ekki í kvöld en ef við vinnum Austurríki þá kom- umst við á EM,” sagði svekkt en ákveðin Rakel sem hrósaði áhorf- endum fyrir stuðninginn. ooj@frettabladid.is, hþh Fannst við geta unnið Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Austurríki í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM eftir grátlegt tap á móti Frökkum í Höllinni í gær. Ísland-Frakkland 24-27 Mörk Íslands (Skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 13/6 (20/8), Rakel Dögg Bragadóttir 3 (6), Ásta Birna Gunnars- dóttir 2 (4), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Berglind Íris Hansdóttir 1 (1), Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1(1), Rebekka Rut Skúladóttir (1), Sunna Jónsdóttir (1), Karen Knúts- dóttir (3), Stella Sigurðardóttir (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 11 (33/2, 33%), Íris Björk Símonardóttir 1(6, 17%). FRÁBÆR LEIKUR HJÁ STELPUNUM Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu léku vel á móti silfurliði Frakka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.