Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 62
 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR Landkynningarátak ferða- málafyrirtækja og iðnaðar- ráðuneytisins vegna eld- gossins er smám saman að taka á sig endanlega mynd. Vefsíðan inspiredbyiceland. com verður opnuð í dag og nú er verið að leggja loka- hönd á óhefðbundna auglýs- ingu. Umrædd auglýsing skartar erlend- um ferðamönnum í íslensku lands- lagi þar sem þeir tala um upplifun sína af íslenskri náttúru. Í sumum tilvikum hefur Ísland svo mikil áhrif að þeir stíga trylltan dans undir laginu Jungle Drum eftir Emilíönu Torrini. Reynir Lyngdal er leikstjóri myndbandsins, tökumaður er Berg- steinn Björgúlfsson en höfundur- inn er Bragi Valdimar Skúlason hjá Fíton. Bragi segir auglýsinguna hugsaða til dreifingar á netinu, hún eigi eiginlega að dreifa sér sjálf og flokkast því sem svokallað „viral video“. Reynir segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegt að vinna auglýsinguna, þeir hafi farið hring- inn í kringum landið og tekið við- töl við túrista sem flestir hafi verið bergnumdir af náttúrufegurðinni. „Auglýsingin á fyrst og fremst að vera skemmtileg, þetta eru mynd- brot af fallegum stöðum í höfuð- borginni og svo úti um allt land,“ segir Reynir en stórsveitin Útidúr er meðal þeirra sem birtist í auglýs- ingunni, hún leikur af sinni alkunnu snilld á Austurvelli í blíðskapar- veðri. Meðal annarra sem koma við sögu er kór Öldutúnsskóla en aðal- áherslan er lögð á frásagnir ferða- mannanna. freyrgigja@frettabladid.is Túristar dansa við Jungle Drum í íslenskri náttúru MIKIÐ STUÐ Hljómsveitinni Útidúr bregður fyrir í ímyndarauglýsingu fyrir Ísland þar sem hún leikur af sinni alkunnu snilld í veður- blíðunni á Austurvelli. Tökur á auglýsingunni, sem flokkast sem „Viral Video“, fóru fram í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þú veist að þú elskar einhvern þegar þú vilt ekkert frekar en að hinn aðilinn sé hamingju- samur, jafnvel þótt þú sért ekki hluti af þeirri ham- ingju.“ JULIA ROBERTS þegar hún var spurð út í ást án skilyrða. „Vinsældir leikara eru hverfular. Þær eru hér einn daginn og farn- ar þann næsta.“ HARRISON FORD um frægðina. „Ég held það sé mikill munur á því að vera heimskur og kjánalegur. Heimsk mann- eskja veit ekkert. Það að vera kjánalegur er að hafa hugrekki til að spyrja um það sem maður ekki veit.“ JESSICA SIMPSON hefur oft verið talin undir meðaltali þegar kemur að greind. folk@frettabladid.is „Ég er að safna heimildum. Þetta er, held ég, einstakur viðburður í Íslandssögunni,“ segir leikstjór- inn Gaukur Úlfarsson sem fylg- ir grínistanum og frambjóðanda Besta flokksins, Jóni Gnarr, eins og skugginn þessa dagana. „Ég fékk leyfi til að mynda allt þetta ferli. Það er ótrúlega gaman að fá að fylgjast með þessu. Þetta er líka mjög upplýsandi fyrir fólkið í landinu að sjá hvernig þetta allt fer fram.“ Gaukur, sem byrjaði að taka upp í desember, er ekki búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera við myndefnið, en nýlega mynd- aði hann uppistand Jóns í Land- námssetrinu. „Ég er ekki búinn að hugsa það langt. Ég á bara fullt í fangi með að eltast við Jón út um allar trissur,“ segir hann. „Þetta er frábært efni sem ég hef náð, enda er maðurinn einstakur snill- ingur. Hann stoppar aldrei, hvort sem hann er að segja skemmtileg- ar sögur eða hugsa upphátt. Hann er ekki bara fyndinn heldur er hann mikill hugsjónamaður.“ Gaukur hefur sjálfur unnið fyrir Besta flokkinn. Spurður hvort eingöngu jákvæð mynd verði dregin upp af Jóni segir Gaukur að hann hafi ekki enn rekist á neina óvænta, neikvæða hlið á Jóni. „Ég held að þjóðin hafi ákveðna hugmynd um hver hann er en svo er hann töluvert mikið öðruvísi en það. Hann er mikið meiri andans maður og hugsuð- ur en ég hefði látið mér detta í hug. En hann er auðvitað fyndn- asti hugsjónamaður sem ég hef kynnst.“ - fb Fylgir Jóni eins og skugginn GAUKUR ÚLFARSSON Safnar heimild- um um framboð Jóns Gnarr fyrir Besta flokkinn. VILTU VINNA EINTAK? 10. HVERVINNUR! Á DVD OG BLU-RAY MEÐ ÍSLENSKU TALI! Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. FULLT AF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR • DVD MYNDIR • GOS OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS SKEYTIÐ EST SKV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.