Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 12

Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 12
12 12. júní 2010 LAUGARDAGUR Sameiningar ráðuneyta Iðnaðarráðuneyti Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Umhverfisráðuneyti Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Félags- og tryggingamálaráðuneytiHeilbrigðisráðuneyti Auðlindaráðuneyti Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti VelferðarráðuneytiInnanríkisráðuneyti Auðlindamál STJÓRNMÁL Stjórnarfrumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi gerir ráð fyrir að ráðuneytum verði fækkað um þrjú með sameiningu ráðuneyta. Frumvarpið er lagt fram í sam- ræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkis stjórnarinnar. Í því er lagt til að dómsmála- og mannréttinda- ráðuneyti verði sameinað sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- inu í nýju innanríkisráðuneyti. Lagt er til að félags- og tryggingamála- ráðuneytið sameinist heilbrigðis- ráðuneytinu í svonefndu velferð- arráðuneyti. Þá felur frumvarpið í sér að sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytið og iðnaðarráðuneyt- ið sameinist í einu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Í umsögn fjármálaráðuneytisins með frumvarpinu segir að samþykkt þess geti leitt til um 360 milljóna króna sparnaðar á ári auk lækkunar á húsnæðiskostnaði og öðrum kostn- aði vegna samlegðaráhrifa. „Vegna biðlauna og tímabundins kostnaðar við breytingar á húsnæði og flutn- ing má þó allt eins gera ráð fyrir að ekki muni takast að ná fram nema hluta þeirrar kostnaðarlækkunar á fyrstu 12 mánuðum eftir gildis- töku,“ tekur ráðuneytið þó fram. Enn fremur er ætlunin að þeir þættir sem tilheyrt hafa auðlinda- málum í iðnaðarráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu færist til umhverfisráðu- neytisins sem eftirleiðis verði nefnt umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Útfærslu á þessu er ekki að finna í frumvarpinu enda mun hún ekki vera tilbúin. Í athugasemdum með frumvarp- inu segir að velferðarráðuneyti muni hafa betri yfirsýn yfir velferð- arúrræði, „allt frá forvörnum og félagslegum úrræðum til heilbrigð- isþjónustu, og tryggja betri yfir- sýn og nýtingu fjármuna og um leið sveigjanlegri velferðarþjónustu“. Þá segir að að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið muni „styrkja stjórnsýslu og stuðning stjórnvalda við helstu atvinnuvegi landsmanna og nýsköpun og sam- eina þjónustu og umgjörð fyrir allar atvinnugreinar á einum stað.“ Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið er sagt munu fá aukið hlut- verk varðandi rannsóknir, nýting- arstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. „Loks mun nýtt innanríkisráðu- neyti skapa ramma um innanríkis- mál og innviði samfélagsins, örygg- is- og varnarmál á lofti, sjó og landi og þar með allar stofnanir sem sinna þjónustu á þessum sviðum,“ segir í athugasemdunum. gar@frettabladid.is Fækkun sparar 360 milljónir Ráðuneytum fækkar um þrjú og umhverfisráðuneytið fær aukið vægi verði frumvarp þessa efnis samþykkt. Sparnaður er talinn verða um 360 milljónir á ári – eftir greiðslu biðlauna og kostnað við flutning og breytingar. * Á m eð an b ir gð ir e nd as t. * * Ef g re itt e r m eð k re di tk or ti er h æ gt a ð dr ei fa e ft ir st öð vu nu m v ax ta la us t á al lt að 1 2 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . LG OPTIMUS GT540 – 3GL Fyrsti og eini síminn með íslenskt Android stýrikerfi. GPS og frábær myndavél gera gott ferðalag enn betra. Yfir 30.000 smáforrit í boði. Með símanum fylgir Símafótbolti.* 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.** 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 44.900 kr. Símalán – útborgun: 12.000 KR. INNEIGN yfir árið fylgir! Áskrift að NETIÐ Í SÍMANUM á 0 kr. í einn mánuð E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 5 3 5 ráðuneyti standa eftir verði ráðuneytum fækkað um þrjú líkt og lagt er til í nýju stjórnarfrum- varpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. 9 EFNAHAGSMÁL Hægfara batamerki eru í efnahagslífi aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD), samkvæmt nýjustu mælingum á leiðandi hagvaxtar- vísitölu stofnunarinnar. Niðurstöðurnar voru birtar í gær en samkvæmt þeim eru vísbend- ingar um að efnahagsbati aðildar- ríkjanna sé að hægjast, sérstaklega í Evrópu. Á sama tíma dró úr hag- vexti í Kína. Hagvaxtarvísitalan hækkaði um 0,4 stig í apríl. - jab Hægir á efnahagsbatanum: OECD-ríkin leita upp á við GÁMAHÖFN Efnahagslíf í Kína gaf lítillega eftir í apríl eftir nokkuð mikinn vöxt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MÓTMÆLI Atvinnutrúðar mótmæltu því á götum San Salvador í El Salvador á fimmtudag að vopnuð glæpagengi skuli dulbúast sem trúðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.