Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 12
12 12. júní 2010 LAUGARDAGUR Sameiningar ráðuneyta Iðnaðarráðuneyti Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Umhverfisráðuneyti Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Félags- og tryggingamálaráðuneytiHeilbrigðisráðuneyti Auðlindaráðuneyti Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti VelferðarráðuneytiInnanríkisráðuneyti Auðlindamál STJÓRNMÁL Stjórnarfrumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi gerir ráð fyrir að ráðuneytum verði fækkað um þrjú með sameiningu ráðuneyta. Frumvarpið er lagt fram í sam- ræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkis stjórnarinnar. Í því er lagt til að dómsmála- og mannréttinda- ráðuneyti verði sameinað sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- inu í nýju innanríkisráðuneyti. Lagt er til að félags- og tryggingamála- ráðuneytið sameinist heilbrigðis- ráðuneytinu í svonefndu velferð- arráðuneyti. Þá felur frumvarpið í sér að sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytið og iðnaðarráðuneyt- ið sameinist í einu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Í umsögn fjármálaráðuneytisins með frumvarpinu segir að samþykkt þess geti leitt til um 360 milljóna króna sparnaðar á ári auk lækkunar á húsnæðiskostnaði og öðrum kostn- aði vegna samlegðaráhrifa. „Vegna biðlauna og tímabundins kostnaðar við breytingar á húsnæði og flutn- ing má þó allt eins gera ráð fyrir að ekki muni takast að ná fram nema hluta þeirrar kostnaðarlækkunar á fyrstu 12 mánuðum eftir gildis- töku,“ tekur ráðuneytið þó fram. Enn fremur er ætlunin að þeir þættir sem tilheyrt hafa auðlinda- málum í iðnaðarráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu færist til umhverfisráðu- neytisins sem eftirleiðis verði nefnt umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Útfærslu á þessu er ekki að finna í frumvarpinu enda mun hún ekki vera tilbúin. Í athugasemdum með frumvarp- inu segir að velferðarráðuneyti muni hafa betri yfirsýn yfir velferð- arúrræði, „allt frá forvörnum og félagslegum úrræðum til heilbrigð- isþjónustu, og tryggja betri yfir- sýn og nýtingu fjármuna og um leið sveigjanlegri velferðarþjónustu“. Þá segir að að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið muni „styrkja stjórnsýslu og stuðning stjórnvalda við helstu atvinnuvegi landsmanna og nýsköpun og sam- eina þjónustu og umgjörð fyrir allar atvinnugreinar á einum stað.“ Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið er sagt munu fá aukið hlut- verk varðandi rannsóknir, nýting- arstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. „Loks mun nýtt innanríkisráðu- neyti skapa ramma um innanríkis- mál og innviði samfélagsins, örygg- is- og varnarmál á lofti, sjó og landi og þar með allar stofnanir sem sinna þjónustu á þessum sviðum,“ segir í athugasemdunum. gar@frettabladid.is Fækkun sparar 360 milljónir Ráðuneytum fækkar um þrjú og umhverfisráðuneytið fær aukið vægi verði frumvarp þessa efnis samþykkt. Sparnaður er talinn verða um 360 milljónir á ári – eftir greiðslu biðlauna og kostnað við flutning og breytingar. * Á m eð an b ir gð ir e nd as t. * * Ef g re itt e r m eð k re di tk or ti er h æ gt a ð dr ei fa e ft ir st öð vu nu m v ax ta la us t á al lt að 1 2 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . LG OPTIMUS GT540 – 3GL Fyrsti og eini síminn með íslenskt Android stýrikerfi. GPS og frábær myndavél gera gott ferðalag enn betra. Yfir 30.000 smáforrit í boði. Með símanum fylgir Símafótbolti.* 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.** 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 44.900 kr. Símalán – útborgun: 12.000 KR. INNEIGN yfir árið fylgir! Áskrift að NETIÐ Í SÍMANUM á 0 kr. í einn mánuð E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 5 3 5 ráðuneyti standa eftir verði ráðuneytum fækkað um þrjú líkt og lagt er til í nýju stjórnarfrum- varpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. 9 EFNAHAGSMÁL Hægfara batamerki eru í efnahagslífi aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD), samkvæmt nýjustu mælingum á leiðandi hagvaxtar- vísitölu stofnunarinnar. Niðurstöðurnar voru birtar í gær en samkvæmt þeim eru vísbend- ingar um að efnahagsbati aðildar- ríkjanna sé að hægjast, sérstaklega í Evrópu. Á sama tíma dró úr hag- vexti í Kína. Hagvaxtarvísitalan hækkaði um 0,4 stig í apríl. - jab Hægir á efnahagsbatanum: OECD-ríkin leita upp á við GÁMAHÖFN Efnahagslíf í Kína gaf lítillega eftir í apríl eftir nokkuð mikinn vöxt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MÓTMÆLI Atvinnutrúðar mótmæltu því á götum San Salvador í El Salvador á fimmtudag að vopnuð glæpagengi skuli dulbúast sem trúðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.