Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 12.06.2010, Qupperneq 18
18 12. júní 2010 LAUGARDAGUR Fjármál sveitarfélaga voru ekki mikið til umræðu í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Engu að síður liggur ljóst fyrir að brýnustu og jafnframt erfiðustu verkefni flestra sveitarstjórna munu snúa að því að halda jafnvægi á milli tekna og útgjalda án þess að steypa sveitar- félaginu í skuldir né ganga of nærri mikil- vægri þjónustu og framkvæmdum. Traustur rekstur sveitarfélags er að því leytinu frábrugðinn rekstri fyrirtækis að markmiðið er ekki að byggja upp eigið fé eða skila hagnaði heldur veita sem besta þjónustu með sem minnstum tilkostnaði, það er skattheimtu, fyrir þá sem í sveitar- félaginu búa. Rétt eins og fyrirtæki verða sveitarfélög hins vegar að hafa tiltekin við- mið til hliðsjónar og byggja ákvarðanir á traustum grunni þekkingar og greiningar á rekstri sínum. Greiðslugeta og greiðsluskylda En hvaða viðmið eru það sem sveitarfélög ættu helst að hafa til hliðsjónar í sínum rekstri? Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur gefið út sjö mæli- kvarða sem notaðir eru til að leggja mat á fjárhags stöðu sveitarfélaga. Flestir þeirra koma hins vegar að takmörkuðu gagni þegar upp er staðið. Það má velta fyrir sér hvort það sé hlutverk sveitarstjórna að reka sveitarsjóði með sem mestum hagn- aði og styrkja eiginfjárstöðu þeirra, sér- staklega þegar litið er til þess að tekjur þeirra koma til með skattheimtu og þjón- ustugjöldum. Til að átta sig á raunverulegri stöðu sveitarfélags til lengri tíma litið er tvennt sem skiptir mestu máli. Annars vegar greiðslugeta sveitarfélags og hins vegar greiðsluskylda. Með greiðsluskyldu er átt við þá þjónustu sem íbúar gera ráð fyrir og öðrum skuldbindingum sem sveitarfélagið hefur tekið á sig, til dæmis í formi skulda. Greiðslugeta er hins vegar það sem eftir stendur þegar greitt hefur verið fyrir þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Ágæt- ur mælikvarði á greiðslugetu er veltu- fé frá rekstri en einnig er hægt að miða við tekjur sveitarfélagsins og rekstrar- hagnað fyrir afskriftir og fjármagns- liði (EBITDA). Einnig má meta skuldaþol sveitarfélags að gefnum tilgreindum for- sendum um vexti og endurgreiðslutíma. Á myndinni hér að neðan má sjá hvern- ig greiðslugeta nokkurra sveitarsjóða (A- hluti) stóð um síðustu áramót með tilliti til skuldbindinga þeirra. Myndin sýnir ann- ars vegar hverjar skuldirnar eru í hlutfalli við EBITDA (súlurnar) og hins vegar hlut- fall vaxtaberandi skulda af þeirri upphæð sem ætla mætti að sveitarsjóður geti greitt á 25 ára endurgreiðslutíma. Niðurstöður um samhengi rekstrarhagn- aðar (EBITDA) og skulda má túlka sem þann fjölda ára sem það tekur sveitarfé- lagið að greiða upp skuldir sínar með þeim afgangi sem það hefur til greiðslu afborg- ana, vaxta og til fjárfestinga. Myndin sýnir að það tekur sveitarfélag A um 3 ár að greiða upp vaxtaberandi skuldir sínar, sveitarfélag B tæki það um 9 ár og sveitar- félag C ríflega 12 ár. Líkt og fyrr sagði sýnir línuritið einnig hversu háar skuldir sveitarfélaganna eru í hlutfalli við það sem ætla má að sveitar- félögin geti greitt afborganir og vexti af á 25 ára endurgreiðslutíma, án þess að tekið sé tillit til þarfar sveitarfélaganna til framkvæmda. Sjá má að skuldir A- hluta sveitarfélags A í hlutfall við skulda- þolið er ríflega 20%, sama hlutfall fyrir sveitarfélag B er tæplega 60% en yfir 80% í sveitarfélag C. Agi og útsjónarsemi Til að ná sem bestum árangri verða sveitar- félög að beita sig aga og sýna útsjónarsemi. Mat á fjármálalegri stöðu sveitarfélags og skuldaþoli gefur til dæmis stjórnend- um þess mun gleggri sýn á stöðu mála en ella. Slíkt mat tekur tillit til greiðslu- getu sveitarfélagsins með hliðsjón af þeim greiðsluskuldbindingum sem hvíla á því. Litið er til þróunar reksturs og fjármála sveitarfélagsins árin á undan og metið hver þróunin verður að teknu tilliti til fjárhags- áætlunar næsta árs og næstu þriggja ára. Ef sveitarfélög hafa ákveðið eða ráðgera meiriháttar framkvæmdir á næstu árum verður að taka tillit til þeirra þegar fram- kvæmda- og greiðslugeta er skoðuð. Nú þegar tekjur dragast saman er oft rætt um mikilvægi forgangsröðunar. For- gangsröðunin byggir ávallt á stefnu og áherslum viðkomandi sveitarstjórnar og þáttur í að tryggja sem skynsamasta ráð- stöfun fjármuna er að sveitarfélög arðsem- igreini þá fjárfestingakosti, sem uppi eru á hverjum tíma. Sveitarstjórnarmenn þurfa nú sem aldrei fyrr að velja á milli kosta við framkvæmd- ir og/eða í þjónustuframboði. Ef fyrir liggur mat á samfélagslegri arðsemi allra kosta er auðveldara fyrir sveitarstjórnar- menn að nálgast niðurstöðuna á hlutlæg- an hátt. Aukin skilvirkni í stjórnsýslunni, þ.e. skilvirkni við mótun og framkvæmd þeirrar þjónustu sem sveitarstjórnir ákveða að skuli veitt er einnig þáttur sem sveitarfélögin huga nú að í breyttu efna- hagslegu umhverfi sveitarfélaga. Fjármálastjórn og rekstur lykilatriði Sameining eða aukin samvinna sveitar- félaga kann að vera leið að því marki að bæta þjónustu við íbúa og auka skilvirkni við nýtingu skatttekna. Samlegðaráhrif í kjölfar sameiningar eða aukinnar sam- vinnu getur skilað bættri þjónustu fyrir íbúa og betri nýtingu fjármuna. Með því að bera núverandi ástand saman við aðra möguleika má greina kosti og galla sameiningar eða aukins samstarfs við önnur sveitarfélög. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlut- verki í daglegu lífi okkar og við treystum á þau varðandi stóran hluta grunnþjónustu samfélagsins. Traust fjármálastjórn og skilvirkur rekstur er forsenda þess að þau skili því hlutverki með sóma. Höfundar starfa sem ráðgjafar hjá Capacent með áherslu á opinbera stjórnsýslu, stefnumótun og fjármál. Markmið í rekstri sveitarfélaga − hagnaður og velferð Rekstur sveitarfélaga Þröstur Sigurðsson ráðgjafi hjá Capacent með áherslu á opinbera stjórnsýslu, stefnumótun og fjármál Arnar Jónsson ráðgjafi hjá Capacent með áherslu á opinbera stjórnsýslu, stefnumótun og fjármál 100 80 60 40 20 % 14 12 10 8 6 4 2 0 ■ Vaxtaberandi skuldir/EBITDA ■ Vaxtaberandi skuldir/Skuldaþol (hægri ás) Greiðslugeta sveitarsjóða A B C Hafðu samband
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.