Fréttablaðið - 12.06.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 12.06.2010, Síða 36
4 FERÐALÖG með skjalatöskur. Hins vegar er mjög líklegt að þú finnir Belgana utandyra – á útikaffihúsi. Belgar sitja úti allt árið um kring þannig að borgarlífið koðnar aldrei niður. Á veturna draga þeir bara hita- svepp úti á stétt og halda áfram að sötra bjórinn. Brussel er full af útikaffihúsum og í kringum eitt aðaltorg Brussel, Grand Place, má finna ótal slíka staði. Grand Place er æðislegt torg sem á sér merka byggingarsögu en torgið er á Heimsminjaskrá UNESCO. Annað hvert ár þekja garðyrkju- menn torgið með blómum yfir eina helgi og búa til alls konar mynst- ur og myndir. Þessar blómahátíðir eru oft tileinkaðar þekktum Belg- um, svo sem belgískum arkitekt- um og listamönnum. Mörg belg- ísk nöfn eru heimsþekkt í þeim efnum og Belgar stoltir af þeirri arfleifð sinni sem sjá má í ótal lista- og hönnunarsöfnum. Ferða- menn eiga þess kost að skoða arki- tektúr Victors Horta, eins helsta frumkvöðuls Art Nouveau-stíls- ins í Evrópu, listaverk súrrealist- ans René Magritte sem og ótrúleg verk sjálfs Peters Pauls Rubens. Flæmsku stóru nöfnin í listaheim- inum eru ótal mörg. Matarbiti á hverju horni Matur í Brussel er sælkerafæði. Það er himneskt að geta keypt sér hvítan dúnmjúkan konfektmola á stærð við hænuegg og látið hann duga sér í klukkutímagöngu um borgina og hver einasti Brussel- fari þarf að tylla sér niður á heit- um degi á útiveitingahúsi og panta sér fat af hvítvínssoðnum kræk- lingi, sem er eins konar þjóðar- réttur þeirra. Íslendingar eiga reyndar ýmislegt sameiginlegt með Belgum þar sem Belgar eru ein fárra þjóða sem borðar alls kyns innmat, hjörtu, nýru og hrút- spunga. Matarmenning þeirra á sér reyndar mjög fjölbreytta sögu og franskar kartöflur eru upphaf- lega belgískar. Kramarhús, fyllt af frönskum kartöflum með hvít- um majónespolli í miðjunni til að dýfa í er himneskur förunautur í göngum, eða þá stökk vaffla með rjóma, súkkulaði, ávöxtum og til- heyrandi. Öllu er svo skolað niður með belgíska bjórnum, ljósum eða dökkum, en Belgar eru mjög stolt- ir af framleiðslu sinni Antík og afrískar vörur Gott er að versla í Brussel, hvort sem er í ódýru eða fínu dýru búð- unum, Chanel og vinkonum henn- ar. Mikið er um markaði, sérstak- lega um helgar. Á Sablontorgi, sem er eitt fallegasta svæði Brus- sel, er hagstætt að kaupa antík- muni, stærri sem smærri, og á laugardögum er þar hægt að fá antík á kílóamarkaði. Svæðið er í raun einn allsherjar rjómatoppur fyrir ferðalanga því mikið er um listgallerí í kring, fallegar bygg- ingar, styttur og minnisvarða. Annað skemmtilegt og allt öðru- vísi hverfi er innflytjendahverf- ið þar sem arabískra og afrískra áhrifavalda gætir. Á sunnudögum er þar að finna æðislegan matar- og textílmarkað með vörum frá framandi slóðum. Segja má að í Brussel finnist vörur og matur frá öllum heimshornum - jma Lostæti Það dvelur enginn í Brussel án þess að smakka á hvítvínssoðnum kræklingi, belg- ískum vöfflum, súkkulaði og alvöru frönskum kartöflum – sem Belgar uppgötvuðu manna fyrstir. Einstakt mannlíf Á Grand Place torgina, sem er á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er líflegt mannlíf allan ársins hring, blómamarkaðir, útikaffihús Victor Horta , einn þekktasti arkitekt heims, þekktastur fyrir Art Nouveau-stílinn, var Belgi. Í Brussel má meðal annars líta stórfenglegt hótel sem hann hannaði, Hotel Tassel, og fleiri byggingar. FRAMHALD AF FORSÍÐU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.