Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 81

Fréttablaðið - 12.06.2010, Page 81
LAUGARDAGUR 12. júní 2010 49 Hinn mexíkóski Guillermo del Toro ætlar að leikstýra og skrifa handrit nýrrar myndar um vampírubanann Abraham Van Helsing, höfuðandstæðing greif- ans Drakúla. Del Toro ákvað á dögunum að hætta við að leik- stýra Hobbitanum vegna taf- anna í kringum þá mynd og svo virðist sem Van Helsing verði næstur á dagskránni hjá honum. Aðeins sex ár eru liðin síðan Stephen Sommers leikstýrði myndinni Van Helsing með Hugh Jackman og Kate Beck- insale í aðalhlutverkum. Hún fékk slæmar viðtökur og talið er að del Toro skili frá sér mun vandaðri afurð. Mynd um Van Helsing GUILLERMO DEL TORO Del Toro ætlar að leikstýra og skrifa handritið að nýrri mynd um Abraham Van Helsing. Hlustendaverðlaun FM 957 voru haldin á Nasa á fimmtu- dagskvöld. Fjölmörg kunn andlit létu sjá sig á hátíðinni, þar á meðal söngkonan Jóhanna Guðrún sem mætti með nýjan kærasta upp á arminn. Dikta var sigurvegari kvöldsins með fern verðlaun. Með nýja kærastanum á FM-hátíð RIKKA OG AUDDI Sjónvarpsfólkið Friðrika Hjördís Geirs- dóttir og Auðunn Blöndal veittu verðlaun. Stutt er síðan Séð og heyrt greindi frá því að Jóhanna Guðrún væri kominn með nýjan kærasta. Hann heitir Steinþór Guðjónsson og er gítarleikari í hljómsveitunum Perla og Bermúda. Þau héldust í hendur á verðlaunahátíðinni og virtist fara vel á með þeim. Hljómsveitin Dikta stal senunni á hátíðinni með því að hrifsa til sín fern verðlaun. Hún var valin besta hljómsveitin og fékk verð- laun fyrir besta lagið, Thank You, og bestu plötuna, Get It Together. Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu var sömuleiðis valinn besti söngvarinn. Söngkona ársins var kjörin Emilíana Torrini og Páll Óskar hlaut verðlaun fyrir frammistöðu sína á tónleikum. Þá var poppar- inn Friðrik Dór valinn besti nýlið- inn og rapparinn Erpur Eyvindar- son besti sólótónlistarmaðurinn. „Þetta gekk fínt. Það var kjaft- fullt hús og ógeðslega góð stemn- ing. Dikta var klárlega sigur- vegari kvöldsins,“ segir Svali á FM 957, sáttur við hátíðina. - fb MEÐ NÝJAN KÆR- ASTA Söngkonan Jóhanna Guðrún á FM-hátíðinni ásamt nýja kærastanum. ERPUR Rapparinn Erpur Eyvindarson tekur á móti verðlaunum sem besti sólótónlistarmaðurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.