Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 8
8 4. september 2010 LAUGARDAGUR PORTÚGAL, AP Sex karlar og ein kona voru í gær dæmd sek um kynferðisleg brot gegn börnum í dómsmáli, sem staðið hefur yfir í sex ár. Sannað þótti að þau hefðu starf- rækt hring barnaníðinga í Lissa- bon á tíunda áratugnum, og á þeim tíma bæði nauðgað og brotið með öðrum hætti kynferðislega gegn börnum og unglingum. Réttarhöldin hafa verið þau lengstu í sögu Portúgals og vöktu glæpir fólksins óhug landsmanna. Meira en 800 vitni og sérfræðingar voru kölluð til, þar á meðal 32 manns sem fólkið hafði níðst á. Meðal hinna seku eru Carlos Ruiz, þekktur sjónvarpsmaður í Portúgal, og Jorge Ritter, fyrr- verandi sendiherra landsins hjá UNESCO, en glæpirnir tengd- ust allir stofnuninni Casa Pia, sem í 230 ár hefur sinnt fátækum börnum og munaðarleysingjum. Það var fyrrverandi bílstjóri á vegum stofnunarinnar, Carlos Silvino, sem játaði brotin og nafn- greindi hina sakborningana. Þau hafa neitað ásökununum. - gb Lengsta dómsmáli Portúgals lauk með sakfellingu sex karla og einnar konu: Hópur barnaníðinga dæmdur EINN SAKBORNINGANNA Carlos Cruz, þekktur sjónvarpsmaður í Portúgal, mætir til réttarhalda í gær. NORDICPHOTOS/AFP ALMANNAVARNIR Brýn þörf er að bæta miðlun upplýsinga á hættu- svæðum eins og við Kötlu. Ferða- menn eru almennt ómeðvitaðir um að þeir séu á hættusvæði og marg- ir gera sér ekki grein fyrir því að þeir standi við rætur eldfjalls. Deanne K. Bird kynnti í gær niðurstöður doktorsverkefnis um samfélagslegar hliðar eldfjalla- vár og viðbragðsáætlanir á Suð- urlandi. Rannsókn hennar er sam- eiginlegt verkefni Háskóla Íslands og Macquarie háskólans í Ástral- íu og snýr að Kötlu og áhrifasvæði hennar. Rannsókn Deanne tekur ítar- lega á hinum félagslega þætti og er hugsuð sem viðbót við umfangsmiklar jarð- og jarð- eðlisfræðilegar rannsóknir sem hafa verið gerðar á Kötlu. Beitt var fjölbreytilegum aðferðum. Í almannavarnaæfingunni Bergris- anum árið 2006 var beitt þátttöku- athugun, tekin viðtöl við stjórnend- ur neyðar- og björgunarmála sem og íbúa og loks voru lagðar spurn- ingar fyrir íbúa, ferðamenn og ferðaþjónustuaðila. Það vakti athygli að viðtöl við á annað hundrað ferðamenn í Þórs- mörk leiddu í ljós að enginn þekkti til viðbragðsáætlana ef Katla byrj- aði að gjósa. „Yfirhöfuð voru menn ómeðvitaðir um að eldfjall væri í næsta nágrenni við þá, hvað þá að þeir gætu átt von á hamfaraflóði innan skamms tíma frá upptökum goss,“ sagði Deanne. Viðtöl við heimamenn leiddu í ljós að flestir íbúar myndu bregðast jákvætt við tilskipunum um rým- ingu svæðisins en þó hafa marg- ir samverkandi þættir áhrif á það hvort þeir sjái sér fært að fylgja ráðleggingum um varnarviðbrögð. Til að viðbragðsáætlun verði skil- virkari er því nauðsynlegt fyrir stjórnendur neyðar- og rýming- aráætlana að leita samvinnu við bændur, taka tillit til staðbund- innar þekkingar þeirra og hversu tengdir þeir eru við búskapinn og staðinn sem þeir búa á. Þá kom hún inn á það að mikið vatn hefði runnið til sjávar síðan hún hóf rannsókn sína 2006, ekki síst vegna Eyjafjallajökulsgossins. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir nauðsynlegt að gera átak til að kynna betur þær hættur sem íslensk náttúra hefur að geyma. Hann viðurkennir að til slíks sé takmarkað fjármagn. Inn- legg Deanne telur hann mikils virði en oft greini yfirvöld og ferðaþjón- ustuna á um hvernig þetta er best gert. „Það verður að koma upplýs- ingum á framfæri án þess að hræða fólk frá viðkomandi svæðum,“ segir Reynir. svavar@frettabladid.is Ferðafólk við Kötlu vissi ekki af fjallinu Rannsókn sýnir að ferðafólk veit ekki hvernig það á að bera sig að í tilfelli nátt- úruhamfara. Ferðamenn við rætur Kötlu vissu almennt ekki af nálægðinni við virkt eldfjall. Gera þarf átak í kynningarmálum, segir sérfræðingur. DR. DEANNE K. BIRD Vonast til að geta haldið rannsóknum sínum áfram á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Stal pela og náttbuxum Tvítug kona hefur verið ákærð fyrir að stela í febrúar síðastliðnum barna- pela, átta barnasamfellum og tvenn- um dömunáttbuxum úr Krónunni á Selfossi. Andvirði þýfisins nam ríflega tíu þúsund krónum. LÖGREGLUMÁL UMHVERFISMÁL Magn svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæð- inu fór yfir heilsuverndarmörk á tímabili í gær vegna öskufoks. Askan barst með hvassri suðaust- lægri átt frá svæðinu í kringum Eyjafjallajökul. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm svifryks á rúm- metra andrúmslofts, en á hádegi í gær mældist svifryk við Grensás- veg 110 míkrógrömm á rúmmetra. Við slíkar aðstæður beinir Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur þeim tilmælum til þeirra, sem eru til dæmis með viðkvæm öndunar- færi, lungnasjúkdóma eða astma, að vera innandyra. - þj Öskufoks enn vart: Svifryk yfir heilsuverndar- mörkum Sími 515 4020 - www.BYKO.is af leiguverði á smágröfu* og öllum hoppukastölum út september 2010! Við leigjum réttu tækin! *Gildir fyrir vnr. 9792007530% afsláttur FRÁBÆ RT VERÐ Í SEPTE MBER! www.þraut.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 ... og rjómi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.