Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 18

Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 18
 4. september 2010 LAUGARDAGUR Á undanförnum mánuðum og árum hafa borist daprar frétt- ir af atvinnuástandi á Suðurnesj- um. Tekist hefur verið á um upp- byggingu atvinnutækifæra tengdri stóriðju og virkjunum á sama tíma og sköpun smærri atvinnutæki- færa lítið verið sinnt að því er séð verður. Menn hafa beðið eftir stóra vinningnum. Nú virðast flest teikn á lofti um að stóri vinningurinn muni láta bíða eftir sér í nokkur ár að minnsta kosti. Nú þýðir ekki lengur að sitja með hendur í skauti og viðhalda deilum um hvar sakar er að leita. Nú þarf að leita nýrra kosta, og þar þurfa allir sem vettlingi geta vald- ið að koma að málum. Ríki, sveitar- félög ásamt samtökum launþega og atvinnurekenda þurfa að taka saman höndum um að skapa íbúum á Suður- nesjum möguleika á mannsæmandi framtíð. Ljóst er að tilkoma mennta- og fræðasetursins Keilis á gamla varn- arsvæðinu hefur lyft Grettistaki hvað framhaldsmenntun á svæð- inu varðar, og margir þeir sem áður hafa horfið frá námi hafa tekið upp þráðinn á nýjan leik. En menntun er lítils virði ef ekki er möguleiki á að nýta þá menntun sem fengin er. Úr því þarf að bæta. Mörg undanfarin ár hefur sam- starf sveitarfélaganna verið að því er virðist máttlaust er komið hefur að sköpun nýrra og fjölbreyttra atvinnutækifæra sem nauðsynleg eru eigi blómlegt samfélag að ná að þróast á svæðinu. Atvinnumálaskrif- stofa er hér til að mynda engin, og lítil sem engin áhersla verið lögð á atvinnuþróun með heildarhagsmuni svæðisins og íbúanna að leiðarljósi. Þessu þarf að breyta. Reykjanesið sem heild býr yfir fjölmörgum ónýttum og fjölbreytt- um möguleikum. En til þess að nýta þá möguleika og tækifæri þarf for- ystu. Og það er hlutverk sveitar- félaganna og ríkisins að taka þá forystu sameiginlega. Láta hlutina gerast í stað þess að bíða efir því að þeir gerist. Nýsköpun og eftirfylgni eru þau orð sem við íbúar á Suðurnesjum eigum að gera að kjörorðum okkar. Kortleggja þau tækifæri sem innan seilingar eru, og ráða til okkar fær- ustu sérfræðinga til þess að gera þau að veruleika. Fjölbreyttur efna- iðnaður sem byggir á hitanum úr iðrum jarðar, ásamt ferðaiðnaði og sjávarútvegsiðnaði, eru þeir mögu- leikar sem nú þegar liggja fyrir fótum okkar sé rétt á spilunum hald- ið. Hver veit hvaða önnur tækifæri eiga eftir að opnast fyrir okkur. Ljóst er að slík hugmynd sem viðr- uð er hér kemur til með að kosta. En jafnframt ljóst að verði rétt að henni staðið og af metnaði mun hún skila árangri og bættum lífskilyrðum íbú- anna í formi fjölbreyttra atvinnu- tækifæra. Í þessu efni megum við ekki láta pólitískar þrætur hvers- dagsins rugla okkur sýn, heldur standa saman öll sem eitt. Við eigum að blása til sóknar á Suðurnesjum. Sókn á Suðurnesjum Atvinnumál Hannes Friðriksson atvinnulaus íbúi í Reykjanesbæ Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikil- vægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virð- ing almennings fyrir löggjafar- samkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stund- um er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virð- ast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjuleg- ur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkis- stjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stór- um málum. Markmið beggja þess- ara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari. Starf í nefndum Meginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlut- verk þeirra hefur vaxið að undan- förnu. Nokkrar þeirra eru sístarf- andi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hags- munaaðila sem frumvarpið snert- ir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenn- ingi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemd- ir. Taka mætti saman spurning- ar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þess- ar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætl- aðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmi Landið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki leng- ur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóð- félagið. Hér er iðnaðar- og þjón- ustusamfélag. Fjarlægðir horfn- ar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðar- þingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggð- aeinkenna myndi minnka. Fram- bjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosn- ingar. Gamli hugsunarháttur- inn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgöngu- ráðherra sé ekki af landsbyggð- inni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngu- mála horfi ekki út fyrir þétt- býli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki? Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkis- stjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar. Hvernig Alþingi? Stjórnmál Haukur Sigurðsson sagnfræðingur 150 fríar færslur á ári fyrir Námufélaga E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 4 9 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . *G ild ir í L au ga rá sb íó i, Sm ár ab íó i, H ás kó la bí ói o g B or ga rb íó i m án .- fim . s é gr ei tt m eð N ám uk or ti Náman leggur námsmönnum lið með því að bjóða hagstæðari kjör, betri yfirsýn yfir fjármálin, 2 fyrir 1 í bíó*, 150 fríar færslur á ári, Námu A-kort með Aukakrónusöfnun auk fjölda annarra fríðinda. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 Það er leikur að læra með Námunni. Kíktu á Námuna á Facebook Jón Benediktsson, Námufélagi og nemi í stærðfræði La us n: P rí m ta la Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is ● Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. ● Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. ● Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. ● Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. ● Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. ● Tækniþróunarsjóður hefur skilgreint þrjá verkefnisflokka og er umsækjendum bent á að kynna sér þá, ásamt reglum um viðurkenndan kostnað, á vefsíðu sjóðsins. Að þessu sinni gefst umsækjendum kostur á að senda inn myndband með umsókninni til að kynna verkefnið sitt. Sjá frekar í leiðbeiningum sjóðsins. ● Umsóknarfrestur er til kl. 17.00 þann 15. september næstkomandi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Styrkir til nýsköpunar Umsóknarfrestur er til 15. september 2010 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.