Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 22

Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 22
22 4. september 2010 LAUGARDAGUR Nú eru hin ógurlegu mánaðamót liðin sem gera Hagstofunni kleift að taka saman fórnarkostnað þjóðkirkjunnar vegna úrsagna ágústmánaðar. Fórnarkostnað segi ég því hér er fyrst og fremst um mótmæla- aðgerðir að ræða vegna þess hversu seint og klaufalega hún hefur tekið á þeim málum sem upp hafa komið. Sjálfur hef ég, óbreytt- ur guðfræðinemi, vitað af vitnisburði Guð- rúnar Ebbu Ólafsdóttur um árabil, enda hefur hann ekki farið leynt sökum starfs hennar innan og í kynningu á Blátt áfram- samtökunum. Auk þess hafa vitnisburðir þeirra kvenna sem nú hafa stigið fram öðru sinni verið í hámæli og aðrar konur loksins þorað að stíga fram í fjölmiðlum. Þeim ber að þakka einlægni þeirra og trúnað. Það er ekki hægt að segja annað um kirkj- una mína í dag en að svo hafi verið horft til himins að lappirnar sukku í svaðið. Prest- ar þjóðkirkjunnar tala sjálfir um „hrun“ og eru þá væntanlega að vísa til siðferðislega sviðsins og sjálfsmyndarinnar. Hagstof- an mun mæla hið efnislega fall. Réttilega hefur verið bent á að fólk er auðvitað fyrst og fremst að segja sig úr sinni sókn og rétt- indin sem tapast eru engin önnur en þátt- tökuréttur í safnaðarstarfinu. En lýðræð- isleg og heilbrigð þjóðkirkja þarf einmitt á fólki með réttlætiskennd og sannfæringu að halda til þess að lýðræðislegt safnaðarstarf geti þrifist í kirkjum landsins, rétt eins og heilbrigt þjóðfélag. Ef við gætum ekki lýst vanþóknun okkar á störfum Alþingis á annan hátt en þann að skrá okkur úr þjóðfélaginu, þá væri heldur en ekki brota- löm á. Í þessu samhengi má spyrja sig hvort þjóðkirkjan sé stofnun eins og þjóðfélagið? Eða er hún „bara trúfélag“? Fyrir mér er hún meira en biskupar hennar og kenningar- legur grundvöllur, eins og ég held flestum sem henni tilheyra. Menningarlegar rætur hennar og möguleikar hennar til að tilheyra fólkinu í landinu er það sem skiptir mig mestu þegar upplýsta ákvörðun á að taka um þátttökuna í henni. Um leið og áföll dynja yfir stjórn- sýslu kirkjunnar hafa talsmenn þess að ríki og kirkja verði aðskil- in enn frekar sætt lagi og blása lífi í aðskilnaðarmálið. Það er hvorki óeðlilegt né hættulegt að upplýst umræða fari fram um þau mál, enda stjórnlagaþing á næsta leiti. En þá er líka hlutverk fjölmiðla að sjá til þess að umræðan sé upplýst. Ríkisvaldið hér á landi ber ekki minni ábyrgð á því hvernig stofnun hún skilar af sér þegar af aðskilnaðinum verður heldur en það norska, þar sem þetta ferli er hafið að nokkru með umtalsverðum kostnaði sem felur í sér kirkjulegar lýðræðisumbætur. Þær fela meðal annars í sér umsvifamikla kosn- ingu til kirkjuþings sem fer fram samhliða sveitarstjórnarkosning- um. Það má spyrja sig hversu langt við getum gengið í þeim efnum, en núverandi kerfi er meingallað og felur í sér hættuna á áfallaflótta eins og við fáumst við í dag. Þarf ekki þjóðkirkjan að taka af skarið og leyfa þjóðinni jafnvel bara að kjósa biskupinn sjálfan í almennri kosningu? Eða má kirkj- an ekki vera pólitísk? Alls staðar þar sem ríki og kirkja eru aðskil- in eru kristnir stjórnmálaflokkar stór þrýstihópur. Viljum við frekar þannig menningarlega kirkjupólitík? Það sem ég á við er að sem þjóð getum við ekki afhent menningararf okkar „ein- hverju trúfélagi“ sem kemur okkur ekki við, öll þau merkilegu hús sem einkenna umhverfið, en ég tek sem dæmi Hallgríms- kirkju, Akureyrar kirkju og Dómkirkjurnar Í Reykjavík, Skálholti og á Hólum. Ég spyr hvort eigi að afhenda helstu kennileiti hvers einasta bæjarfélags á land- inu, þeim sem eru tilbúnir til að fara að braska með það á frjálsum markaði trúarlífsins? Nei, segi ég. Og nú hefur Alþingi komið saman á ný – en hafi ég ekki möguleik- ann á því að hafa áhrif í gegnum almennan kosningarétt minn til þess að sanngirni sé gætt í þess- um málum, þá hlýt ég þó að mega krefjast þess af kjörnum fulltrúum á Alþingi að þeir komi fram með upplýsta orðræðu um hvernig sé réttlátast fyrir þá sem tilheyra trú- félaginu, að skilið sé frekar á milli ríkis og kirkju en þegar er orðið. Þeim sem tilheyra þjóðkirkj- unni ekki þykir sérstaða hennar ósanngjörn og kalla eftir jöfnuði. Þeim er ég sammála, en jöfnuður- inn felst ekki í því einu að taka af þjóðkirkjunni fríðindi heldur á að auka framlög til lífskoðunarfélaga og jafna aðgang að sjóðum sem eru merktir tilveru trúarbragðanna í landinu. Mér blöskra vinnubrögð og tækifærismennska stjórnmála- manna eins og Árna Þórs Sigurðs- sonar í síðustu viku. Að lokum vil ég þakka þeim konum sem hafa knúið á og krafið kirkjuna mína um að endurskoða gildi sín. Fyrir hönd félags guð- fræði- og trúarbragðafræðinema vil ég einnig þakka Rannsóknar- stofu í kynjafræðum og Guðfræði- stofnun fyrir þau skjótu viðbrögð sem sýnd hafa verið með hádegis- fyrirlestraröð sinni. Nauðsynlegt er að háskólasamfélagið sé lifandi og gagn- virk stofnun sem tekur þátt í þjóðfélagsum- ræðunni. Og eins er með kirkjuna. Ég sagði mig ekki úr þjóðkirkjunni svo þar gæti ég starfað að því að hún sé lýðræðisleg og opin menningarstofnun í þjóðfélaginu miðju. Hvers vegna sagði ég mig ekki úr þjóðkirkjunni? Þarf ekki þjóðkirkjan að taka af skarið og leyfa þjóðinni jafnvel bara að kjósa biskupinn sjálfan í almennri kosningu? Eða má kirkjan ekki vera pólitísk? AF NETINU Sérstaðan fundin Í dag, á Útvarpi Sögu, heyrði ég formann Heimssýnar útskýra sérstöðu Íslands. Hann minntist á auðlindirnar og hann sagði að við værum rík þjóð. Ég sé ekki sérstöð- una í því, enda margar þjóðir ríkar og búa að meiri auðlindum en við. Svo nefndi hann legu landsins. Í henni er meðal annars sérstaða Íslands fólgin, segir heimssýnarfólk. Þetta er alveg rétt hjá þeim, enda eru engin tvö lönd á sama stað. Það myndi horfa til mikilla vandræða ef svo væri. bjorgvin.eyjan.is Björgvin Valur Guðmundsson Úlfar í sauðargæru Það hefur mikið verið skrifað um öfgahægrimenn og nýfrjálshyggju í uppgjöri efnahags- hruns heimsins. En minna hefur farið fyrir umræðum um þá sem mesta ábyrgð bera. Þeim sem gáfu sig út fyrir að vilja jöfnuð og félagslegt réttlæti, en gáfu öll prinsipp upp á bátinn í vinsælda- kapphlaupi þegar peningar flæddu um allt. [...] Tveir flokkar á Íslandi verða að gjöra svo vel og gera upp sýna fortíð, þar sem þeir gáfu sig út fyrir að vera annað en þeir voru. Samfylking og Framsóknarflokkur. Sama hvað segja má um Sjálfstæðisflokkinn vissum við í það minnsta nokkurn veginn hvar við höfðum hann. Héðan í frá er mikilvægara en nokkuð annað í íslenskum stjórnmálum að menn gefi sig ekki út fyrir að vera öðruvísi en þeir eru. pressan.is Sölvi Tryggvason Þjóðkirkjan Arnaldur Máni Finnsson í stjórn Fisksins, félags guðfræði- og trúarbragðafræðinema við Háskóla íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.