Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 30

Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 30
30 4. september 2010 LAUGARDAGUR Í hugmyndum Strætó bs. er gert ráð fyrir að BSÍ taki við hlutverki Hlemms sem skipti- og endastöð. Einar Kristjánsson, sviðsstjóri þjón- ustusviðs Strætós, kynnti hugmynd- ir fyrirtækisins á fundi umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar á þriðjudag ásamt fulltrúa VSÓ ráðgjafar, en verkfræði- stofan kannaði hagkvæmni þess að færa starfsemi Strætós. Þá verður, samkvæmt hugmyndunum, akstri stórra strætisvagna um miðborg Reykjavíkur hætt og við taka tíðari ferðir minni vagna. Samkvæmt Karli Sigurðssyni, borgarfull- trúa Besta flokksins og formanni umhverf- is- og samgönguráðs Reykjavíkur, hefur hugmyndunum verið mjög vel tekið innan ráðsins. Strætó bs. mun vinna áfram að mál- inu, meðal annars með þeim hætti að fara í kostnaðaráætlun og mögulegar samninga- viðræður við Kynnisferðir sem eiga BSÍ. Umsvifin minnkað Stefán Pálsson sagnfræðingur, sem hefur kynnt sér sögu Hlemmssvæðisins rækilega, segir umsvifin í strætóhúsinu á Hlemmi hafa minnkað jafnt og þétt frá því húsið var formlega tekið í notkun 1. september árið 1978. „Á tímabili voru þarna búðir og sjoppur og ýmiss konar rekstur, til dæmis ljósmyndastofa og annað slíkt, en núna síðustu árin er lítið eftir. Í seinni tíð hefur fólk jafnvel átt í erfiðleikum með að kom- ast á klósettið þarna, sem helgast sennilega af því að ákveðið hefur verið að varna því að ógæfumenn hefðu þarna aðsetur. Á tímabili hýsti húsið líka hluta af sýningarkosti Nátt- úrugripasafnsins, sem hafði aðsetur í húsinu við hliðina á. Ísbjarnarhömum og fleira var komið út í glugga á Hlemmi,“ segir Stefán. Snemma samgöngumiðstöð Stefán rekur hlutverk Hlemmssvæðisins sem nokkurs konar samgöngumiðstöðvar allt til aldamótanna 1900 eða þar um bil. „Þetta svæði markaði mjög lengi ákveð- in endamörk bæjarins. Þegar fólk hélt upp á þjóðhátíðir eða tyllidaga á þeim tíma var gjarnan gengið í skrúðgöngum upp að Rauð- ará, sem þá var fyrir utan Reykjavík. Á ofanverðri nítjándu öld var svo settur brúar- stubbur yfir Rauðarána, um það bil á núver- andi gatnamótum Rauðarárstígs og Lauga- vegar. Vegna þess hversu klossuð brúin var var henni gefið þetta fremur óvirðulega heiti, Hlemmur, og af því dregur svæðið nafn sitt.“ Snemma á öldinni var komið fyrir vatns- þró til að brynna hestum á Hlemmi og hesta- gerði fylgdi fljótlega í kjölfarið. Reykvík- ingar sem borguðu fyrir að hafa hesta sína á beit í Laugarnesinu gátu svo nálgast hest- ana sína á Hlemmi. „Segja má að Hlemmur verði upphaflega að samgöngumiðstöð í gegnum hestana. Þá töluðu menn jöfnum höndum um að fara inn að Hlemmi og inn að vatnsþró,“ segir Stefán. „Og vegna stað- setningarinnar sem hálfgerðra endimarka byggðar í Reykjavík þá verður Hlemmur endastöð á leið 1 strax þegar Strætisvagn- ar Reykjavíkur hf. taka til starfa árið 1931. Þá er svæðið orðið eins konar þjóðvega- miðstöð. Þarna ná menn í hestana sína og þarna stoppar strætó og svo vindur þetta upp á sig.“ Mistök að loka Keisaranum Fyrir sléttri öld, árið 1910, var gamla gas- stöðin við Hlemm, sem Megas söng um eins og frægt er orðið, tekin í notkun á þeim stað sem Lögreglustöðin stendur nú. „Fólk tengir Hlemm snemma við útigangs- menn og róna, og ein skemmtileg tilgáta segir að það megi rekja til gasstöðvarinnar. Gasframleiðslan fór þannig fram að að gasið var unnið úr sérstökum kolum með því að hita þau upp í stórum ofnum. Þarna fékk úti- gangsfólkið að vera og njóta hitans frá ofn- unum, auk þess að fá að nýta sturtur sem starfsfólk gasstöðvarinnar hafði til umráða og fleira í þeim dúr. Einnig spilar þar inn í að á þessum slóðum voru starfræktir barir sem þóttu ekki par fínir allt frá því í upp- hafi tuttugustu aldar. Sá þráður hélst í raun nokkuð óslitinn allt þar til menn álpuðust til að loka barnum Keisaranum undir lok aldar- innar. Svo urðu margir voðalega hissa þegar rónarnir dúkkuðu upp á Kaffi Austurstræti eftir lokun Keisarans,“ segir Stefán. Það er alltaf hlýtt á Hlemmi Ef tillögur Strætó bs. ná fram að ganga tekur BSÍ innan tíðar við hlutverki Hlemms sem skipti- og endastöð strætó. Kjartan Guð- mundsson ræddi við sagnfræðinginn Stefán Pálsson og kynnti sér langa sögu samgöngumiðstöðvarinnar við Hlemmtorgið. AFDREP Ungt fólk hefur löngum safnast saman á Hlemmi, eins og þessar snótir gerðu árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ Svona var umhorfs á svæðinu í kringum Hlemm árið 1981. Gunnar Hansson arkitekt hannaði áningarstöð Strætisvagna Reykjavíkur og hlaut fyrir það verk menningarverðlaun DV árið 1979. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Hlemmur gærdagsins, skjól gegn veðri og vindum eins og svo oft áður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STEFÁN PÁLSSON Hlemmur hefur lengi verið yrkisefni íslenskra listamanna og má segja að Megas hafi verið öðrum iðnari við að minnast á Hlemmtorgið í verkum sínum, enda ólst hann upp í nágrenni samgöngumiðstöðvarinnar. Gamla gasstöðin við Hlemm af plötunni Fram og aftur blindgötuna er ef til vill gleggsta dæmið, en auk þess getur Megas Hlemms meðal annars í lögum á borð við Lóa Lóa, Birta Birta, Plastpokablús og óbeint í einu vinsælasta lagi sínu, Reykjavíkurnætur. Einnig söng Rúnar Þór Pétursson um Hlemm í samnefndu upphafslagi á plötu sinni Auga í vegg frá árinu 1985 og Von- brigði söng um Hemma Hlemmmellu á endurkomuplötu sinni Eðli annarra árið 2004. Ekki má svo gleyma pönksveitinni Tony Blair sem gaf út lagið Alltaf hlýtt á Hlemmi og hljómsveitina Hús- karla í óskilum sem sendi frá sér plötuna Hlemmur – Hlíðarendi árið 2008. Gamla gasstöðin við Hlemm kemur einnig við sögu í Grafarþögn, skáldsögu Arnalds Indriðasonar og fleiri bókum, þar á meðal Beðið eftir strætó eftir Pál Kristinn Pálsson, Leið 12 Hlemmur – Fell eftir Hafliða Vilhelmsson og Hjart- að býr enn í helli sínum eftir Guðberg Bergsson. Þá gerði Ólafur Sveinsson heimildarmyndina Hlemmur árið 2001, en í henni er fylgt eftir ógæfufólki í Reykjavík sem eyðir drjúgum tíma dagsins á Hlemmi. Sigur Rós samdi tónlistina við myndina, sem hlaut góðar viðtökur. „ÉG HEF BEÐIÐ HÉR Á HLEMMINUM EFTIR ÞÉR“ Á árunum í kringum 1980 var Hlemmur vinsæll áfangastaður unglinga sem gjarnan leituðu skjóls undan veðrum og vindum í strætóhúsinu. Einn þeirra var Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, sem hefur í smíðum annað bindi æviminninga sinna, en í því hefur hann í hyggju að fjalla um árin á Hlemmi. Því mætti túlka það sem nokkurs konar föðurmorð í fræðunum ef Hlemmur hættir sem strætómiðstöð meðan Jón er á vakt, en í viðtali við Fréttablaðið þegar hann tók við embætti minntist hann þessara ára með talsverðri hlýju. Meðal annars tiltók Jón að hann vildi beita sér fyrir því að hannað yrði nokkurs konar minningahorn á Hlemmi, þar sem menning þessara ára yrði endur- sköpuð að einhverju leyti með ljósmyndum, veggjakroti og fleiru í þeim dúr. „Ég hef áhuga á því að gera svona alþýðumenningu hátt undir höfði, stöðum sem höfðu afger- andi áhrif á mótun okkar, því þeir eiga til að gleymast,“ sagði Jón Gnarr. AÐSETUR BORGARSTJÓRA PÖNK Jón Gnarr ásamt fleiri ungpönkurum á Hlemmi í kringum 1980.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.