Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 34
34 4. september 2010 LAUGARDAGUR Þ egar Edda Óskarsdóttir var í Kvennaskólanum á sjötta ára- tugnum voru fata- og útsaumur stór hluti námsefnisins. Eins og hún orðar það miðaðist kvenna- menntun að því að ala upp fyrirmyndar húsfreyjur. Hennar leið varð hins vegar ekki sú troðna, heldur varð hún mikilvirk í kvennabaráttunni. „Á þessum tíma bárust hingað stefnur að utan, erlendis voru stúd- entauppreisnir í algleymingi og kvenna- hreyfingar spruttu upp í kjölfarið.“ Edda fór á kaf í kvennapólitíkina og var í hópi þeirra 28 kvenna sem funduðu í Nor- ræna húsinu í apríllok 1970 og stofnuðu Rauðsokkahreyfinguna. „Við vorum allar þessar ungu konur búnar að reka okkur á ýmsa veggi. Við gátum ekki fengið gæslu fyrir börnin okkar til að stunda nám og vinnu, þau fáu dagheimilispláss sem voru til voru fyrir einstæðar mæður. Það þurfti ógurlegan bardaga til að koma börnunum í gæslu svo dæmi sé tekið.“ Rauðsokkahreyfingin vakti mikla athygli strax nokkrum dögum síðar þegar konur gengdu fylktu liði 1. maí, klæddar rauðum sokkum. „Þetta varð brátt ansi mikið starf. Við fórum fljótlega í að gera útvarpsþætti og stóðum fyrir alls konar uppákomum. Það var mikil mótstaða við okkur í fyrstu enda þóttum við ægileg- ar mussukerlingar, ljótar og hrikalega frekar “ Rauðsokkur gáfu einnig út blaðið Forvitin rauð sem ber handbragði Eddu vitni því hún sá um að teikna í það myndir ásamt Hildi Hákonardóttur myndlistarkonu en þær og Vilborg Harðardóttir blaðamaður sáu um uppsetningu blaðanna fyrstu árin. Þá voru engar tölvur og allt teiknað, klippt og límt og pikkað á ritvél. Vildum enga valdapíramída Margar konur vöknuðu til vitundar um kvennabaráttuna á kvennafrídaginn, 24. október 1975. Edda tók þátt í honum en var þá að draga sig út úr Rauðsokkunum. „Rauðsokkahreyfingin hóf starfsemi sína í kjallara á Ásvallagötu 8, en hjón- in Helga Ólafsdóttir og Stefán Karlsson voru svo elskuleg að láta okkur það í té. Svo óx starfsemin húsnæðinu yfir höfuð. Um skeið vorum við til húsa í Hamragörð- um við Hofsvallagötu. Loks komum feng- um við leiguhúsnæði á Skólavörðustíg 12. Við unnum hörðum höndum að því að koma því í gott horf og að því loknu jókst starf- semin mjög mikið.“ Ýmsir róttækir hópar tóku eftir vel- gengni Rauðsokkanna og fóru að sækja fundi þeirra. „Við höfðum aldrei verið með formlega stjórn. Við vildum ekki valdapíramída heldur áttu allir að vera aktífir og unnið í starfshópum. Mörgum fannst við ógurlega óskipulagðar og þurfa harðara skipulag. Og smám saman urðu fundirnir endalaust pólitískt þref þannig að margir drógu sig út, þar á meðal ég.“ Vildum umbylta myndlistarkennslu Edda sem hafði útskrifast úr námi árið 1968 vann fyrir sér sem myndmenntakennari. „Við nýútskrifaðir myndmenntakennarar vorum uppfull af því að umbylta þyrfti myndlistar- kennslunni, okkur þótti kennslan íhaldssöm. Við vildum skapandi myndlist í skólastofum. Í framhaldinu gerðum við áhlaup á félag mynd- listarkennara og þar var ég fljótlega komin í stjórn og var formaður félagsins 1978 til 1980.” Á seinni hluta áttunda áratugarins fór Edda aftur í nám, þá í leirkerasmíði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. „Ég prófaði ýmsa miðla á þessum árum, var að teikna, mála og vefa. Vefnaður og hnýtingar voru í tísku. Ég var reyndar svo óheppin að það var mölur í húsinu þar sem ég leigði annars ágæta vinnu- stofu á þessum tíma og þau teppi sem ég gerði eyðilögðust og enduðu á haugunum. En ég var aldrei mjög virk í myndlistinni, þegar maður er að kenna þá er svo mikið sem þarf að gera, það þarf að sinna undirbúningi og svo þarf auðvitað að sinna fjölskyldunni. Í stop- ulum stundum verður ekki mikill tími til að skapa.“ Í leirkerasmíðinni fann Edda sig og helgaði sig henni á sínum virkasta tíma sem myndlist- arkona, níunda áratugnum. Verkin hennar á sýningunni Með viljann að vopni eru einmitt leirker sem hún vann að námi loknu. Allan þann tíma vann hún í Myndlista- og handíða- skólanum, kenndi, var skorarstjóri kennara- deildar og aðstoðarskólastjóri þótt formlega væri sá titill ekki til. Hún var virk í Galleríi Langbrók, sem rekið var af konum og starf- rækt á Bernhöftstorfunni. Starfsferlinum lauk hún svo við kennslu á listabraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Myndlistin var karlaheimur Hún segir að þegar litið sé um öxl sé óhætt að fullyrða að íslensk myndlist hafi breyst mikið á áttunda áratugnum. „Það komu nýir miðlar og myndlistarmenn fóru að tjá sig með öðru efni en fyrr. Það var líka allt að opnast og menn fóru út í heim og sóttu sér áhrif alls staðar frá. Myndlistarheimurinn hafði verið mikill karlaheimur en það breyttist, og eins og staðan er í dag eru þrjár konur á móti hverjum karli í myndlistarnámi.“ Hin róttæka jafnréttisbarátta áttunda ára- tugarins skilaði miklum árangri. „Það hefur mikið áunnist. Ungar stúlkar geta varla ímyndað sér hvernig veröldin var. Við vorum aldar upp til þess að vera fyrirmyndar hús- freyjur,“ segir Edda en bætir við að enn sé barist fyrir launajafnrétti, sem virðist „enda- laus bardagi“. „Ég er ánægð með það sem áunnist hefur, þó alltaf megi gera betur. Við höfum átt kvenforseta sem hefði aldrei orðið nema vegna baráttunnar á áttunda áratugnum, forsætisráðherrann er kona og konur sitja í valdastöðum. Ekki það að það skipti öllu máli, en það er samt afar mikilvægt að konur sitji í ábyrgðarstöðum. Viðhorf kvenna eru önnur en karla.“ Þóttum ljótar og hrikalega frekar Áttundi áratugurinn var umbrotatími í kvennapólitík. Á sýningunni Með viljann að vopni sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag er áratugurinn skoðaður í gegnum myndlist kvenna frá tímabilinu. Edda Óskarsdóttir, myndlistarkona og kennari, er í hópi þeirra sem eiga verk á sýningunni en hún var afar virk í réttindabaráttu kvenna. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við hana. EDDA ÓSKARSDÓTTIR Verkið Foldar skart sem er í bakgrunni sækir innblástur í náttúru Íslands en Edda hefur ferðast mikið um Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÍMAMÓTAÁRATUGUR Árið 1970 var Rauðsokkahreyfingin stofnuð og árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands. Þessi tímamót ramma inn áratug sem var áratugur mikilla umbreytinga í íslenskri myndlist og þá einkum myndlist kvenna. Á sýningunni Með viljann að vopni sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag er tímabilið skoðað í gegnum verk 27 kvenna sem störfuðu við myndlist á tímabilinu. Hrafnhildur Schram er sýningastjóri sýningarinnar. „Það er áhugavert að skoða þetta tímabil, það er orðið það langt síðan því lauk að það er komin söguleg fjarlægð á það. Ég vildi kryfja tímabilið og velta fyrir mér hvaða áhrif femínisminn hafði á mynd- listina, hvaða áhrif hugmyndalistin hafði og þar fram eftir götunum.“ Hrafnhildur segist hafa haft það í huga er hún valdi listakonurnar sem eiga verk á sýn- ingunni að allar listgreinar ættu sinn fulltrúa. Fyrir utan málverk, hafi grafíkin til dæmis átt mjög upp á pallborðið hjá íslenskum mynd- listarkonum. „Grafíkin varð kvennagrein og blómstraði mjög á tímabilinu. Svo má ekki gleyma hinum stórmerkilega nýja textíl sem var mjög áberandi listform á áttunda áratugnum. Þá varð textíllinn framsækinn, notast var við nýjan efnivið í textílverkum og hann varð þrívíðari.“ Barátta kvenna fyrir jafnrétti setti mikinn svip á áttunda áratuginn og pólitíkin rataði oft inn í listina, eins og verkin á sýning- unni sýna glöggt. „Sumar konur sýndu sitt nærumhverfi í listinni, aðrar unnu með stéttabaráttuna, það voru ýmsar spurningar sem svifu í loftinu.“ INNBLÁSTUR Í ELDVIRKNI ÍSLANDS Edda Óskarsdóttir rakst á hnattlaga hraun- hnullunga sem urðu henni innblástur að jarðleirsskálum og Elísabet yfirfærir ennig á óhlutlægan hátt í verkum sínum ...“ segir í sýningarskrá en þar er þess einnig getið að víða á Vesturlöndum hafi konur yfirfært áhuga á líkama konunnar yfir á náttúrulands- ins, dregið fram hið smágerða og gert að tákni hins mikilfenglega. KONUR OG MENN Vanga- veltur og spurningar um jafnrétti sem konur og karlar stóðu frammi fyrir fléttast saman í textílverki Sigrúnar Sverrisdóttur. ELDHÚS Textílverk eftir Önnu Þóru Karlsdóttur þar sem hún „myndgerir gömlu Rafha eldavélina sem hún hefur hafið yfir hið hversdaglega notagidli og sýnir líkt og lítið altari í hjarta heimilisins, ásamt helgigripum á borð við bláu kaffikönnuna,“ segir í sýningarskrá. ÓNEFND Grafík var ákjósanlegur miðill til að koma áleiðis pólitísk- um boðskap. Hér er verkið Ónefnd eftir Ragnheiði Jónsdóttur sem var mjög virk í grafíklist á tímabilinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.