Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 36
36 4. september 2010 LAUGARDAGUR H austið felur í sér talsverðar breyt- ingar á högum rökstólapars vik- unnar. Auður Alfífa, sem hefur verið að læra hagnýta menning- armiðlun við Háskóla Íslands, er sest í ritstjórastól Stúdenta- blaðsins og verður samhliða því í kennsluréttindanámi. Karl hins vegar rær á ný mið og fer úr útvarpinu í Borgarleikhúsið. Það liggur þá eiginlega beinast við að hefja umræðurnar á því hvort haustið leggist ekki glimrandi vel í parið? Fífa: Ég væri svo sem alveg til í að bæta tveimur eða þremur vikum við sumarið. En september er svona „nú byrjar allt“ mánuð- urinn. Það er bara gaman. Það er alltaf fjör í september og gaman á veturna, finnst mér.“ Karl: „Það væri kannski búandi á þessu landi ef við hefðum svona tvo mánuði í viðbót af sumri ...“ Fífa: „Í mínum vinahópi lifum við á þeirri möntru að það sé enn þá sumar, þótt það sé kominn sept- ember.“ Karl: „Þetta kallast sjálfsblekk- ing! Eins og að segja að veturn- ir séu svo skemmtilegir og þorr- inn svo yndislegur. Þegar það er í raun og veru bara kalt og blautt.“ Fífa: „Mér finnst þetta bara fínt. Veturinn bara er, það þýðir ekk- ert að vera að væla yfir því.“ Karl: „Nei, það er ekki eins og við getum gert eitthvað í þessu. Við getum ekki mótmælt!“ Slökkva ekki ljósin Talandi um mótmæli. Ætlið þið að taka þátt í boðuðu rafmagns- verkfalli [spurt í gær]? Karl: „Nei, ég ætla ekki að taka þátt í því. Þegar fólk sameinast um einhver mótmæli finnst mér að það þurfi að vera eitthvert markmið með því. Hverju er fólk að reyna að ná fram með því að taka rafmagnið af í nokkrar mín- útur? Auður: „Eins mikið og ég þoli ekki þegar fólk sem ákveður að mót- mæla er gagnrýnt, finnst mér eig- inlega merkilegast að þetta skuli ekki vera miklu róttækara. Við þurfum ekki rafmagn alltaf. Af hverju notar fólk ekki bara raf- magn í 8 tíma á dag og slær það alveg út þess á milli? Það væri alvöru.“ Karl: „Rafmagnið er eftir sem áður ódýrt hérna, miðað við víð- ast hvar annars staðar. Þetta voru bara nauðsynlegar aðgerðir. Hins vegar eru hliðaráhrifin af þessu slæm, til að mynda áhrifin á vísi- töluna.“ Auður: „Já, í sjálfu sér finnst mér ekkert agalegt að Orkuveit- an hækki rafmagnsreikninginn. En mér finnst ástæðan fyrir því að það þarf að hækka hann aga- leg.“ Besservisserar í leikhúsinu Útvarpsþáttur Karls, Orð skulu standa, verður ekki á dagskrá RÚV í vetur, aðdáendum þáttar- ins til gremju og aðstandendum þáttarins að óvörum. Stjórnend- ur Borgarleikhússins voru hins vegar ekki lengi að krækja í þátt- inn, sem verður fluttur vikulega í vetur fyrir fullum sal fólks, gangi áætlanir og vonir eftir. Karl: „Þetta verður í rauninni eins og útvarpsþátturinn, nema með alls kyns viðbótum sem leik- húsið hefur upp á að bjóða. Tón- list, uppákomur og þátttaka í sal. Þetta á fyrst og fremst að vera notaleg og skemmtileg samveru- stund.“ Auður Alfífa: „Mér líst vel á þetta. Það eina sem mælir gegn því að mæta er að maður gæti ekki verið að tala við sjálfan sig. Ekki sagt upphátt: „Ég er löngu búin að fatta þetta! Ég er svo klár, djöfull eru þau lengi að fatta þetta ...“ Karl: „Það verður reyndar þannig að ef þau Hlín og Davíð Þór verða eitthvað að vandræðast, og það er augljóst að einhver úti í sal veit svarið, þá sný ég mér auðvitað að honum.“ Auður: „Verður þá ekki allt fullt af besservisserum í salnum?“ Karl: „Jú ég geri ráð fyrir því. Það er nóg pláss fyrir þá.“ Bæði rekin frá NFS Sástu einhvern tímann þáttinn Óþekkt á NFS, Karl? Karl: Eitthvað rámar mig í hann ... voru ekki einhverjir gargandi femínistar með hann?“ Auður: Jú, jú. Ég og Kristín Tóm- asdóttir. Ertu ekki í Facebook- grúppunni Látum Óþekkt lifa?“ Karl: Nei, ég tek ekki þátt í svona grúppum. Það vantar svoleiðis hjarðhegðun í mig.“ Auður: „Mér finnst alveg dásam- legt að tilvist þessa þáttar sé rifj- uð upp. En við vorum mjög með puttann á púlsinum. Vorum með feminísk viðtöl og flottar tónlist- arkonur sem tróðu upp. Ég held alveg örugglega að Lay Low hafi til dæmis komið fyrst opinberlega fram hjá okkur.“ Karl: „Já, það var synd að NFS skyldi deyja. Þetta var skemmti- leg sjónvarpsstöð sem opnaði alls kyns möguleika.“ Auður: „Annars vorum við vin- konurnar einhvern tímann með þá pælingu í gangi að það þyrfti fleiri feitar og ljótar konur í sjón- varpið. Í framhaldi af því kom- umst við að því að við værum alveg fullkomnar fyrir útvarp ...“ Karl: „Já, útvarpið hefur eitthvað sérstakt við sig. Það er eitthvert látleysi og hógværð í því sem er ekki í sjónvarpi.“ Auður: „Já, enda ert þú útvarps- maður og mjög hógvær!“ Karl: „Ég hef reyndar líka verið í sjónvarpi. Var með vikulega pistla á NFS en bað Róbert Marshall að reka mig, því mér leiddist þetta. Þetta var hálfasnalegt, að vera með útvarpspistla í sjónvarpi.“ Auður: „Hann hefur líka rekið mig! Þá eigum við eitthvað sam- eiginlegt.“ Engin sátt um þátt Ætli það sé ekki ýmislegt fleira sem þið eigið sameiginlegt? Gætuð þið ekki hugsað ykkur að vera saman með þátt einhvern tímann? Auður Alfífa: „Ég sé fyrir mér mjög feminískan og beittan útvarpsþátt.“ Karl: „Hmm ...“ Auður Alfífa: „Við værum sting- andi á kýlum alls staðar. Þú gætir verið svona útsendari sem kemur þér inn í alls konar kreðsur og þykist vera mikill pungur en ert síðan að taka allt saman upp. Ahaha!“ Karl: „Já, þú segir nokkuð. Þetta er samt ekki alveg að kveikja í mér.“ Auður Alfífa: „Nú?!“ Karl: „Ég er ekki viss um að ég myndi vilja vera með útvarpsþátt með einhverjum öðrum ... með fullri virðingu fyrir þér. Ég er bara þannig gerður að ég hef allt- af rétt fyrir mér.“ Auður Alfífa: „Ég veit hvort sem er ekki hversu góður díll það væri fyrir mig og minn frama að byrja að vera með útvarpsþátt með manni sem er nýbúið að segja upp á Ríkisútvarpinu!“ Tími til að skera á strenginn Aldrei hafa fleiri snúið baki við þjóðkirkjunni og undanfarn- ar vikur. Hvað finnst ykkur um kirkjumálin? Karl: „Æ, mér finnst þetta bara sorglegt. En um leið þörf áminn- ing um hvað er löngu orðið tíma- bært að skera á naflastrenginn milli ríkis og kirkju. Láta þetta trúfélag sjá um sig sjálft, eins og önnur trúfélög í landinu þurfa að gera.“ Auður: „Mér finnst áhugavert að sjá hvernig samfélagið hefur breyst. Það þótti miklu fleir- um þetta óþægileg umræða um biskupinn fyrir fimmtán árum. Ef maður vill vera jákvæður getur maður allavega glaðst yfir því hvað fræðsla hefur þó skilað miklu í þessum málaflokki. Fólk segir fyrirgefðu hægri vinstri og allir skammast sín í klessu. En svo er líka merkilegt að velta allri þessari samstöðu valdakarl- anna fyrir sér.“ Karl: „Áttu við „æ, lentir þú í þessu?“ samstöðuna?“ Auður: „Nákvæmlega. Hún er náttúrlega algjörlega fríkuð. Og ég er ekki viss um að það hafi mikið breyst, þótt allir séu alfar- ið á móti ofbeldi í prinsippinu er svo oft reynt að afsaka sérstök tilvik með gamla góða klæða- burðar- og drykkjutalinu.“ Karl: „Það hefur nú samt margt breyst í þeim efnum. Það ríkir miklu meira fjölræði núna en var á þessum tíma.“ Skítsama um reykingarnar Úr einni valdastofnun samfélags- ins yfir í aðra. Nú er stór hluti borgarstjórnar kominn í reyk- bindindi á sama tíma. Er það ekki stórhættulegt? Auður: „Mér er eiginlega skít- sama hvort þetta fólk reykir eða ekki.“ Karl: „Ekki mér. Það er ekki gott ef hluti borgarstjórnar er í ein- hverju ójafnvægi. Ég sting upp á að þau byrji aftur að reykja. Að lágmarki fram yfir afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Í alvöru talað. Það er alvarlegt mál að afgreiða fjárhagsáætlun.“ Auður: „Ég nenni nú eiginlega ekki að gera ráð fyrir að eitthvert svona reykleysi eða ekki reyk- leysi hafi úrslitaáhrif á hvort fólk vinni vinnuna sína. Fólk er ráðið til að vinna. Reyklaust eða ekki. Það eru allir að díla við eitt- hvað.“ Nóg pláss fyrir besservissera Það kveikir ekki í tilvonandi leikhúsmanninum Karli Th. Birgissyni að hefja beitt- an feminískan útvarpsþátt með Auði Alfífu Ketilsdóttur, nýjum ritstjóra Stúd- entablaðsins. Fífa er hvort sem er ekki viss um að það væri gott framaskref fyrir hana að leggja lag sitt við mann sem er nýbúið að reka frá RÚV. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir átti fund með rökstólapari vikunnar í verbúð tvö niðri við höfn. REYKIR OG REYKIR EKKI Karli Th. Birgissyni þykir slæm hugmynd að fulltrúar Besta flokksins í borgarstjórn hafi tekið upp á því að hætta að reykja, allir á sama tíma. Hann stingur upp á því að þeir hætti við að hætta, í það minnsta fram yfir afgreiðslu fjárhags- áætlunar. Fífa er á öðru máli. Hún vill að fólk vinni bara vinnuna sína og láti hvorki reyk né reykleysi trufla sig við hana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.