Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 47

Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 47
LAUGARDAGUR 4. september 2010 3 „Þetta þótti nú brandari að ætla að reka skartgripaverslun uppi í Breiðholti, segir Ulrik Falkner, gullsmiður í Mjódd, og hlær. „En ég sló til og þetta hefur gengið glimrandi fínt.“ Ulrik rekur Gullsmiðinn í Mjóddinni í samvinnu við son sinn, Örn Falkner, og Guðrúnu Bjarnadóttur, eiginkonu hans. Ulrik keypti verkstæðið af Guð- bjarti Þorleifssyni gullsmiði fyrir 16 árum en sjálfur opnaði hann sitt fyrsta verkstæði á Amtmannsstíg í miðbæ Reykjavíkur í desember árið 1959. Næstu árin flutti hann sig til í miðbænum, rak lengi verk- stæði í Lækjargötu 2 áður en han flutti sig upp á Laugaveginn en Ulrik segir Austurstrætið hafa dáið á einum degi þegar því var lokað fyrir akandi umferð. „Þar sem ekki er hægt að keyra þar þrífst enginn rekstur. Þarna sást ekki hræða allan daginn. Þá fór ég á Laugaveg 71 var þar í nokk- ur ár og var síðar með verkstæði í bakhúsi við Laugaveg 8 þegar mér bauðst þetta pláss í Mjóddinni. Ég segi nú að Austurstrætið hafi verið miðja Reykjavíkur í gamla daga en þetta er miðja Reykjavíkur í dag. Hér hefur aldrei verið skortur á því að hafa nóg að gera.“ Ulrik á stóran hóp fastra við- skiptavina sem hafa jafnvel fylgt honum úr miðbænum. Hann segir góða þjónustulund borga sig og af henni hafi hann nóg. „Ég hef nú alltaf verið þjónustu- glaður og nenni að gera við hluti fyrir fólk. Þegar mikið var að gera, þá töldu sumir gullsmiðir sig bara þurfa að selja og græða. En ég gat aldrei neitað viðgerðum,“ segir Ulrik hress. Hann rifjar upp að á árum áður hafi hver einasti grip- ur í versluninni verið smíðaður baka til. Nú láti hins vegar marg- ir smíða í Asíu en eitthvað sé enn um sérsmíði. „Ég hef alltaf sérsmíðað trú- lofunarhringa sjálfur. Nú er ég til dæmis að laga hringapar sem ég smíðaði árið 1964 í Lækjargöt- unni. Ég er að grafa höfðaletrið upp í þeim svo þeir verða eins og nýir,“ segir Ulrik og viðurkennir að það sé gaman að handleika gamla smíði eftir hann sjálfan. „Þetta er eins og að hitta gamla vini.“ Gullsmiðurinn er fjölskyldu- fyrirtæki. Örn, sonur Ulriks, lærði gullsmíði hjá föður sínum og eigin- kona hans, Guðrún, sér um verslun- ina. Ulrik segir gott að fjölskyldan vinni saman og er ekkert á förum úr Mjóddinni. „Nei það myndi ekki hvarfla að mér að fara héðan.“ heida@frettabladid.is Þjónustugleðin við völd Gullsmiðurinn í Mjóddinni er rekinn af Ulrik Falkner gullsmiði, syni hans og tengdadóttur. Ulrik segir Mjóddina miðju Reykjavíkur og saknar miðbæjarins ekki neitt. Ulrik Falkner gullsmiður milli Arnar, sonar síns, og Guðrúnar Bjarnadóttur, tengda- dóttur sinnar, en þau reka fjölskyldufyrirtækið Gullsmiðinn í Mjóddinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Göngugata Mjóddar- innar er opin frá 7.30 til 19.30 mánudaga til föstudaga. Á laugar- dögum er opið frá 9 til 18 og sunnudaga frá 10 til 18. Fjölda verslana er að finna í Mjóddinni, allt frá dýrabúð til fataverslun- ar. Þar er einnig hægt að sækja fjölbreytta þjónustu tannlækna, banka og augnlækna. www.mjodd.is Þjóðdansafélag Reykjavíkur hefur aðstöðu í Mjóddinni og heldur opið hús annan hvern miðvikudag. Þjóðdansafélag Reykjavíkur er til húsa að Álfabakka 14a í Mjóddinni. Félagar dansa hvert fimmtudagskvöld auk þess sem opið hús er haldið annan hvern miðvikudag þar sem fólk getur komið og dansað gömlu dans- ana. Þá heldur félagið úti búninga- leigu þar sem fólk getur fengið lánað búninga til notkunar við ýmis tækifæri, svo sem dans- sýningar, brúðkaup eða aðrar athafn- ir. Þ ei m sem hafa áhuga á að nálgast frekari upplýsingar er bent á vefsíðuna www. isdans.is. - sg Þjóðdansar í Mjóddinni Hægt er að dansa þjóðdansa og gömlu dansana hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN HVATNING - METNAÐUR -ÁRANGUR WWW.BALLET.IS Rakamikið gljáa sjampó, næring og djúpnæring. Hentar öllum sem þurfa raka. HYDRE 2 FRÁBÆRAR LÍNUR Á 25% AFSLÆTTI TIL 20. SEPTEMBER ENDURHEIMTU HEILBRIGÐI HÁRSINS EFTIR SÓLRÍKT SUMAR! Repair línan gerir við skemmt hár af völdum kemískra efna, hita og sólar. Þessi frábæra lína inniheldur protein sem endurnýjar og gerir við innra byrði hársins. Þönglabakka 1 • 109 Reykjavík • Sími: 557 4600 Garnbúðin Gauja • Álfabakki 14a • Sími: 571-2288 Prjónakaffi mánudagskvöldið 6. september frá kl. 19.00 til 21.30 í Garnbúðinni Gauju í Mjódd Margar nýjungar framundan Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi Mikið úrval af garni og prjónavörum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.