Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 74

Fréttablaðið - 04.09.2010, Page 74
42 4. september 2010 LAUGARDAGUR F lestir vita að kamillute er talið róandi fyrir svefninn og minta kemur jafnvægi á mag- ann og bætir melting- una. Færri vita hugs- anlega að blóðberg getur komið timburmönnum fyrir kattarnef og seyði af vallhumli og víðiberki linar höfuðverk. Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, grasalæknir og höf- undur bókarinnar Íslenskar lækn- ingajurtir, segir að þótt fólk sé farið að átta sig á að hefðbundnar, vest- rænar lækningar séu ekki alltaf lausnin við öllum heilsukvillum og grasalækningar hafi á síðustu árum þróast vel og örugglega hér á landi, eigi stéttin enn langt í land hvað varðar lögin. Grasalæknar eru ekki löggild starfstétt á Íslandi. „Það er auðvitað mjög varasamt að taka á móti fólki sem einhvers konar læknir og þekkja hugsanlega ekki sín eigin takmörk,“ segir hún. „Það koma reglulega upp tilfelli þar sem vísa þarf sjúklingum til ann- arra lækna og því er mikilvægt að það séu einhvers konar lög sett hér á landi sem koma í veg fyrir að hver sem er geti opnað grasalækninga- stofu.“ Mun strangari reglur eru um þessi mál í Danmörku og segir Arn- björg að Ísland ætti að taka sér það til fyrirmyndar. Jurtalyf séu vax- andi iðnaður og í sumum tilvikum að koma í staðinn fyrir hefðbund- in lyf, sem fara stöðugt hækkandi í verði. „Grasalækningar hafa verið litnar hornauga og ýtt til hliðar af lyfjafyrirtækjunum. Þetta er bein samkeppni og ekkert annað. Lyfja- fyrirtækin vita að þessar jurtir virka vegna þess að hefðbundin lyf eru oft á tíðum unnin upp úr jurta- lyfjablöndum í grunninn.“ Læknar umburðarlyndir Vilhelmína Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri á lyflækningasviði Landspítalans, segist halda að læknar séu almennt umburðarlynd- ir gagnvart grasalækningum hér á landi og það séu fáir sem setji sig upp á móti þeim. „Flestir taka þá afstöðu að það sé betra að sjúkling- arnir komi hreint fram og þeir sem noti grasalækningar séu að gera svo samhliða hefðbundinni meðferð.“ Vilhelmína telur mikilvægast að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma sem eru þess eðlis að hefðbundin lyfjameðferð er nauðsynleg, hætti henni ekki og fari alfarið yfir í grasalækningar. Hún segir jurtir geta haft góð áhrif á ýmsa fylgi- kvilla en þær séu ekki nægilega sterkar til þess að lækna alvarlega sjúkdóma. Undralyf í Elliðaárdal Arnbjörg segir að það sé að koma fram ný kynslóð hér á landi sem er opnari fyrir óhefðbundnum lækn- ingaaðferðum en þær eldri. Nóg sé að gera hjá stofunni hennar en hún hvetur fólk eindregið til að fara sjálft út í náttúruna og safna jurt- um í stað þess að kaupa þær dýrum dómum úti í búð. Enn þá sé hægt að tína næstum allt þótt septemb- er sé einungis rétt handan við horn- ið. „Það fer að verða síðasti séns, en það er enn þá hægt að tína allt sem enn þá er í laufgun, eins og maríu- stakk og mjaðjurt. Það er auðvit- að eitthvað sem ætti að vera til á hverju heimili.“ Arnbjörg segir maríustakk vera ómissandi á öll heimili þar sem kvenfólk býr. Hann minnki og komi reglu á tíðablæðingar og styrki leg og meltingarfæri. Mjaðjurtin sé einnig mjög áhrifarík tyggi maður blað af henni og kyngi, geti það haft sömu áhrif og sýrubindandi lyf eins og Nexium, sem er orðið eitt algengasta lyf á markaðnum í dag. „Mjað jurtin er algert undra- lyf og Elliðaárdalurinn er fullur af henni,“ segir Arnbjörg. „Fólk þarf ekki meira en að líta aðeins í kring um sig og gefa sér tíma. Svo er þetta ferli líka svo skemmtilegt. Tína, þurrka, geyma og nota. Þurrkaðar jurtir geta geymst í allt að tvö ár. Svo er maður fimm mínútur að hella upp á tebolla sem er bæði góður fyrir mann sjálfan og aðra.“ Bestu lyfin eru á næstu grösum Fjöldi þeirra sem leita eftir óhefðbundnum lækningaaðferðum hér á landi eykst ár frá ári. Um tíu lærðir grasalæknar eru starf- andi á Íslandi en stéttin er ekki löggild hér á landi. Sunna Valgerðardóttir fræddist um starfið og jurtirnar hjá Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur, grasalækni og rithöfundi, og viðhorfin hjá Vilhelmínu Haraldsdóttur, lyfjafræðingi á Landspítala. ARNBJÖRG LINDA JÓHANNSDÓTTIR Hvetur fólk til að fara út í náttúruna og safna jurtum í stað þess að kaupa þær dýrum dómum út í búð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VALLHUMALL Meðal annars góður við svefnleysi, höfuð- verk og tannholdsbólgum. MARÍUSTAKKUR Minnkar og kemur reglu á tíðablæðingar, styrkir leg og meltingarfæri. Blöðrubólga Húsapuntur, sortulyng, beitilyng, aðalbláberjalyng, einir Brjóstagjöf (örvar mjólkurmynd- un) Brenninetla, járnurt, fennel Brjóstsviði Fjallagrös, sigurskúfur, mjaðjurt Hálsbólga Hvítlaukur, blóðberg, gulmaðra Hósti Fjallagrös, hóffífill, gleym-mér-ei, fjalldala- fífill, klóelfting, lyfjagras Höfuðverkur Vallhumall, kamilla, melasól Kvef Blóðberg, vallhum- all, hvítlaukur, sólhattur, lakkrísrót Niðurgangur Hvítlaukur, mjaðjurt, maríustakkur, hrútaber Svefnleysi Beitilyng, kamilla, garða- brúða, humall, vallhumall Tannholdsbólga Gulmaðra, vallhum- all, þrenningarfjóla, hvítlaukur Timburmenn Blóðberg, klóelft- ing, túnfífill (rót) Tíðaverkir / of miklar blæð- ingar Maríustakk- ur, vallhum- all, kamilla, lakkrísrót Dæmi um jurtablöndur við hinum ýmsu kvillum. Drekkist sem te eða seyði. Te: „Uppskriftin er fyrir læknisfræðilegt magn. Ef te er lagað sér og öðrum til hressingar og skemmtunar, skal nota fimm sinnum minna magn af jurtum,“ segir Arnbjörg. „Teið hefur þá enn læknisfræðilegt gildi, en ekki eins sterkt.“ Te er oftast lagað úr þeim hlutum plöntunnar sem eru ofanjarðar. Ef gera skal te úr ferskum jurtum skal hafa í huga að það þarf þrefalt magn sem væri notað af þeim þurrkuðum. 100 grömm af jurt á móti einum lítra af vatni Hellið sjóðandi vatni yfir jurtirnar. Lokið og látið standa í 20 til 30 mínútur. Sigtið jurtirnar frá og vindið vel til að ná sem mestum krafti úr þeim. Neytið strax eða geymið í kæliskáp í allt að þrjá daga. Sýróp: „Jurtasýróp er oftast gefið börnum sem eru treg til þess að taka inn önnur jurtalyf. Best er að nota hunang í blönduna umfram sykur, vegna þess að það er mýkjandi og ríkt af vítamínum,“ segir Arnbjörg. Hálfur lítri af tei með tvöföldum styrkleika í pott með 125 grömmum af hunangi. Látið þykkna hægt yfir lágum hita og hrærið rólega í. Geymist í lokaðri glerkrukku. Ein teskeið fyrir hósta og svoleiðis. Geymist mjög vel og lengi. Te og sýróp úr jurtablöndum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.