Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 86
54 4. september 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Bergþór Pálsson og Diddú syngja lög Sigfúsar Halldórssonar tónskálds við undirleik Jónasar Ingimundarsonar í Salnum í Kópavogi í dag og á þriðjudag. Sigfús hefði orðið níræður 7. september næstkomandi. Á tónleikunum verður flett fram og aftur í nótnasafni tónskáldsins og fjöldi laga hans fluttur. Í tilefni afmælisins hefur einnig verið ráðist í heildarútgáfu á tónverkum Sigfúsar á nótum en þær hafa verið ófáanlegar um árabil. Fyrsti hluti útgáfunnar, um 100 einsöngslög í tveimur heftum, kemur út á afmælisdag Sigfúsar en fyrir- hugað er að sérstök innbundin viðhafnarútgáfa komi út í 750 tölusettum eintökum í október. Auk nótna með einsöngslögum mun æviágrip Sigfúsar prýða viðhafnarútgáfuna ásamt tveimur geisladiskum. Á fyrri disknum eru upptökur með söng Sigfúsar en á þeim seinni syngja auk Sigfúsar ýmsir listamenn lögin hans sem eiga fastan sess í hjörtum flestra Íslendinga. Sigfúsar minnst í Salnum Öldin öfgafulla – bókmennta- saga tuttugustu aldarinnar heitir ný bók eftir Dagnýju Kristjánsdóttur prófessor. Tuttugasta öldin var tíma- bil mikilla öfga, umbrota og átaka sem bókmenntir tíma- bilsins endurspegla og túlka. Öldin öfgafulla er ætluð fram- haldsskólanemum en nýtist líka þeim sem hafa áhuga á bókmennt- um. Það var bókaútgáfan Bjartur sem leitaði til þeirra hjóna, Dag- nýjar og Kristján Jóhanns Jónsson- ar, um að rita bókmenntasögu 19. og 20. aldar. „Þetta er eins konar pakki, þar sem Kristján skrifar um 19. öldina en ég þá 20. en við ritstýrum bókum hvor annars,“ segir Dagný. „Það kom í minn hlut að byrja ballið.“ Löngu tímabært rit Dagný segir það hafa verið löngu tímabært að rita nýja kennslubók um bókmenntasögu 20. aldar; bók Heimis Pálssonar, Straumar og stefnur, kom út á áttunda áratugn- um og réði markaðnum í áratugi. „Síðastliðin 30 ár eða svo gerð- ist lítið í bókmenntasöguritun fyrir framhaldsskóla en síðustu þrjú árin hafa komið tvær nýjar bækur, Öldin öfgafulla er sú síð- ari. Það var augljóslega kominn tími til að rita bókmenntasögu 20. aldar á ný.“ Að velja og hafna Þegar yfirlitsrit um bókmenntir koma út snýst umræðan gjarnan um hvað er ekki í þeim, frekar en það sem þar er að finna. Hvernig skal ákveða hvað mætir afgangi? „Þetta er erfiðasta spurning í heimi,“ segir Dagný. „Það segir sig sjálft að mun meiru er sleppt en tekið er með. Og það eru ekki bara þeir óverðugu sem komast ekki að, heldur líka margir verð- ugir og þannig séð er þetta ómögu- legt val. Allar bókmenntasögur eru skammaðar mest fyrir það sem er ekki í þeim og spurt hvers vegna þetta og hitt sé þar ekki en þá má kannski snúa spurningunni við og spyrja: Er eitthvað í bókinni sem verðskuldar ekki að vera þar? Hefði eitthvað átt að fara út svo annað kæmist inn?“ Bókmenntasöguritun er að mati Dagnýjar list málamiðlana og það hafði hún í huga við ritun bókar- innar. „Ég reyndi að velja bókmenntir sem eru athyglisverðastar á hverju tímabili, nýjar og gamlar, og sýna samhengið sem þær spretta úr; umræðuna um bókmenntir og list- ir og það sem er að gerast á öðrum sviðum menningarinnar svo að úr verður dálítið bland í poka. Myndvinnslan á bókinni skiptir líka feykilegu máli og í hana var lögð mikil vinna og metnaður af Olgu Holowniu og Önnu Cynthiu Leplar.“ Eftirstríðsárin í uppáhaldi Titill bókarinnar skírskotar til bókar breska sagnfræðingsins Eric Hobsbawm, Öld öfganna, sem fjall- ar um 20. öldina. Dagný segir öld- inni ekki verða lýst betur en þetta. „Við fórum úr einum öfgunum í aðra, eins og má sjá á forsíðu bók- arinnar; Síldarplan á Siglufirði og Höfðatorg – tvö ólík dæmi um gull- æði sem greip sig. Og bókmenntirn- ar túlka bæði risið og fallið.“ Bókinni er skipt upp í ellefu kafla eftir áratugum og í lok hvers kafla er æviferill helstu höfunda rakinn. Sjálf heldur Dagný mikið upp á eftirstríðsárin. „Það var svo margt að gerast og tímabilið svo mikil deigla; stefnumót austurs og vest- urs, hámenningar og fjöldamenn- ingar. Ísland var að opnast fyrir umheiminum og nútíminn, mód- ernisminn, að koma inn. Þetta var mikill ólgu- og átakatími og afskap- lega frjótt tímabil en hvert tímabil hefur auðvitað líka sinn sjarma.“ bergsteinn@frettabladid.is Augljóslega kominn tími fyrir nýja bókmenntasögu DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR Segir öll tímabil bókmenntasögu 20. aldar hafa sinn sjarma en heldur mest upp á eftirstríðsárin, þegar Ísland opnaðist fyrir umheiminum. Kl. 17 á morgun Einn fremsti blandaði kór Bæjara- lands, Heinrich Schütz Ensemble, heldur tónleika í Hallgrímskirkju á morgun klukkan 17. Kórinn hefur hlotið mikið lof og ýmis verðlaun, til dæmis aðalverð- laun alþjóðlegu kórahátíðarinnar í Cork á Írlandi í maí síðastliðnum. Tónleikarnir marka upphaf vetrar- starfs Listvinafélags Hallgríms- kirkju. Miðaverð er 2.500 krónur. > Ekki missa af ... Jón Laxdal Halldórsson opnar sýninguna Viðbrögð í Gerðu- bergi klukkan 14 í dag. Á sýn- ingunni gefur að líta mynda- röð sem unnin er úr gömlum vikublöðum – Fálkanum. Listamaðurinn raðar saman formum, textum og myndum í heillandi myndverk, eins konar klippimyndir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.