Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 96

Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 96
64 4. september 2010 LAUGARDAGUR Miðar seldust upp á tvenna tónleika Páls Óskars og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á nokkrum klukkustundum. Tvennir aukatónleikar verða haldnir til að anna eftirspurn. „Ég er í skýjunum yfir þessum móttökum. Nú borgar sig bara að fara og gera gott „show“,“ segir Páll Óskar. Miðar á tvenna tónleika hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands 4. og 5. nóvember seldust upp á nokkrum klukkustundum á miðvikudag og lá símkerfi Sinfóníunnar niðri um stund vegna of mikils álags. Ákveð- ið hefur verið að bæta við tvennum aukatónleikum 3. og 6. nóvember. Á tónleikunum mun Páll Óskar líta yfir feril sinn og syngja mörg af sínum vinsælustu lögum, þar á meðal Allt fyrir ástina, Þú komst við hjartað í mér, Ég er eins og ég er, TF-Stuð og nýja lagið, Það geta ekki allir verið Gordjöss. Þessa stundina liggja Páll Óskar, Þórir Baldursson, Samúel J. Sam- úelsson og tónskáldið Haraldur Sveinbjörnsson yfir útsetningum laganna. „Þetta er farið að hljóma mjög skemmtilega. Við erum að búa til Las Vegas-útgáfur af þess- um lögum. Það stefnir í að þetta verði 70% diskó og 30% ballöður. Þetta verða mjög grand lög sem hæfa Sinfóníuhljómsveit Íslands mjög vel,“ segir Palli. „Þetta er stærsta verkefni sem ég hef nokkurn tímann komið nálægt. Þess vegna ákvað ég að velja lög sem maður hefur sung- ið mikið en líka nota tækifærið og taka lög sem ég hef ekki fengið tækifæri til að syngja eins mikið. Það er til dæmis mjög langt síðan ég hef sungið Anyone Who Had a Heart og Góða nótt,“ segir hann og bætir við að hörpuleikarinn Mon- ika verði gestur á tónleikunum. Eins og áður sagði verður Las Vegas-stíllinn í hávegum hafður á tónleikunum. „Það kallar á mikil búningaskipti og við ætlum líka að nota öll leikhúsmeðulin sem eru til í bókinni. Við ætlum að nota videóskjái líka,“ útskýrir Palli. Aftur á móti er óvíst hvort tónleik- arnir verða teknir upp með útgáfu í huga, enda er kostnaðurinn við það töluverður. „Ég er bara ofsa ánægður. Úr því að viðbrögðin eru svona sterk get ég lofað ykkur því að þetta verður mjög skemmtilegt „show“. Ég ætla virkilega að gera mitt besta.“ freyr@frettabladid.is VEGAS-STÍLL HJÁ PALLA OG SINFÓ UNDIRBÝR STÓRTÓNLEIKA Páll Óskar Hjálmtýsson undirbýr stórtónleika með Sinfón- íuhljómsveit Íslands sem verða haldnir í byrjun nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkvæmt tímaritinu Forbes er leikarinn Shia LaBeouf sá leik- ari sem skilar mestum pening- um í kassann til kvikmyndafram- leiðenda. Fyrir hvern dollara sem framleiðslufyrirtækin eyða í LaBeouf fá þau 81 dollara aftur í kassann og þykir hinn ungi leikari því vera góð fjárfesting um þessar mundir. Í öðru sæti er leikkonan Anna Hathaway, en fyrir hvern dollara sem hún fær greiddan skilar hún 64 dollurum aftur í hagnaði fyrir framleiðendur. Aðrir sem komust á listann eru Daniel Radcliffe, Robert Downey Jr., Cate Blanchett, Meryl Streep og Jennifer Aniston. Athygli vekur að hvorki Angelina Jolie né Brad Pitt komust á list- ann og ekki heldur neinn leikaranna úr Twilight kvikmyndaröðinni sem er ein sú vin- sælasta í dag. Shia skilar hagnaði SHIA LABEOUF Skilar mestum peningum inn til kvikmyndaframleið- enda í dag. DANIEL RADCLIFFE sheimaskólinnlj Vegur til andlegs þroska og þekkingar eða FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! vhs spólu í kolaportinu Öll stílbrigði ! Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna Gítarkennsla er okkar fag !
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.