Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 104

Fréttablaðið - 04.09.2010, Síða 104
72 4. september 2010 LAUGARDAGUR Undankeppni EM 2012: A-riðill: Kasakstan-Tyrkland 0-3 Belgía-Þýskaland 0-1 Miroslav Klose. B-riðill: Armenía-Írland 0-1 Keith Fahey. Andorra-Rússland 0-2 Slóvakía-Makedónía 1-0 C-riðill: Færeyjar-Serbía 0-3 Eistland-Ítalía 1-2 S. Zenjov - Cassano, Bonucci. Slóvenía-Norður-Írland 0-1 D-riðill: Rúmenía-Albanía 1-1 Lúxemborg-Bosnía 0-3 Frakkland-Hvíta-Rússland 0-1 E-riðill: Moldavía-Finnland 2-0 Svíþjóð-Ungverjaland 2-0 Pontus Wernbloom 2. San Marínó-Holland 0-5 Klaas-Jan Huntelaar 3, Dirk Kuyt (víti), Nistelrooy. F-riðill: Lettland-Króatía 0-3 Grikkland-Georgía 1-1 G-riðill: Svartfjallaland-Wales 1-0 England-Búlgaría 4-0 Jermaine Defoe 3, Adam Johnson. H-riðill: Ísland-Noregur 1-2 Portúgal-Kýpur 4-4 Almeida, Meireles, Danny, Fernandes - Aloneftis, Konstantinou, Okkas, Avraam. I-riðill: Litháen-Skotland 0-0 Liechtenstein-Spánn 4-0 Fernando Torres 2, David Villa, David Silva. Þýska úrvalsdeildin: Grosswallstadt - Wetzlar 23-22 Hvorki Sverre Jakobsson (Grosswallstadt) né Kári Kristján Kristjánsson (Wetzlar) skoruðu. Rheinland - Kiel 25-32 Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk fyrir Rheinland og Sigurbergur Sveinsson tvö. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel. ÚRSLIT FÓTBOLTI Framherjinn ungi hjá Fylki, Pape Mamadou Faye, var í gær rekinn frá félaginu. Trún- aðarbrestur er ástæða þess að samningi við leikmanninn var rift. Hvorki Pape né Þórður Gísla- son, formaður meistaraflokks- ráðs Fylkis, vildu tjá sig um í hverju trúnaðarbresturinn fælist. Þórður sagði þó að hann væri þess eðlis að ekki hefði verið annað hægt en að beita þessi úrræði þó svo það væri þeim vissulega ekki að skapi. „Ég má ekki tjá mig um ástæð- ur riftunarinnar,“ sagði Pape við Fréttablaðið í gær. „Það kom mér samt svolítið á óvart að vera rekinn frá félaginu sem ég hef spilað með svo lengi,“ sagði Pape en sér hann eftir því sem hann gerði? „Já, auðvitað geri ég það. Ég hefði ekki átt að gera þetta.“ Pape er aðeins 19 ára gamall og hann ætlar sér að finna nýtt félag til þess að leika með í framtíðinni. - hbg Pape rekinn frá Fylki: Hefði ekki átt að gera þetta FARINN FRÁ FYLKI Pape Faye var rekinn frá uppeldisfélagi sínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Bílar: RS – rally sport OS – ofur sport TS – true street, drag radial TD – true street, DOT HS – heavy street DS – door slammer OF – opinn flokkur Bracket Hjól: Standard-flokkur Modified Opinn flokkur Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum Svæðið opnað kl. 11 - Keppni hefst kl. 14 REYKJANESBRAUT K VA R TM ÍLU B R A U T B ÍLA - STÆ Ð I ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK K R Ý S U V ÍK U R V E G U R ÁLFHELLA R A U Ð H E L L A Krónan og Kvartmíluklúbburinn kynna: LOKAUMFERÐ KVARTMÍLU ÍSLANDSMÓTSINS Í Laugardaginn 4. sept. FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var vitanlega ekki ánægður með úrslit leiksins á Laugardalsvelli í gær. Ísland tap- aði fyrir Noregi, 2-1, eftir að hafa verið yfir í hálfleik. „Við spiluðum fínan fyrri hálf- leik. Við áttum von á því að Norð- menn myndu koma hærra á okkur og að það yrði meiri barátta í leikn- um. En þeir gerðu það ekki, heldur gáfu okkur svæði sem við nýttum okkur vel. Við sýndum og sönnuð- um fyrir okkur að við erum fínir í fótbolta og getum spilað ágætlega ef við þorum því.“ Íslenska liðið náði hins vegar ekki að fylgja þessu eftir í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað klikkaði. Fyrsti hálftíminn í síð- ari hálfleik var skelfilegur. Við duttum óþarflega mikið til baka og fórum ef til vill í þann leik að reyna að verja forystuna og urðum kannski hræddir. Eftir þennan góða fyrri hálfleik vorum við í fínu færi til að klára leikinn í þeim síðari.“ Hann segir að liðið hefði notað vængina minna í síðari hálfleik. „Í átta af hverjum tíu tilfellum þegar Jói [Jóhann Berg] og Gylfi fengu boltann komu sendingar fyrir markið. En mér fannst Gylfi ekki fá boltann nóg í síðari hálfleik.“ Fyrstu skiptingar íslenska liðs- ins komu ekki fyrr en eftir að Norð- menn hefðu náð forystu. Spurður hvort Ólafur hefði átt að breyta til fyrr sagði hann einfaldlega: „Kannski, við vitum það aldrei.“ Við tekur ferðalag til Danmerk- ur hjá íslenska liðinu þar sem liðs- ins bíður erfitt verkefni hjá Parken á þriðjudaginn. „Það verður mun erfiðari leikur. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson eftir tapið gegn Noregi í gær: Fínir í fótbolta þegar við þorum LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Ólafur á Laugardalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Danirnir voru í fríi í kvöld og koma ef til vill ferskari til leiks,“ segir Ólafur. „Þetta verður auðvitað erf- itt fyrir okkur og það hefði verið betra að fara út með annaðhvort eitt eða þrjú stig með okkur. Danir eru mun betri í fótbolta en Norð- menn og við verðum að sjá til hvort við eigum einhver brögð á móti þeim.“ - esá Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kallaði í gær eftir betri stuðningi áhorfenda á Laugardalsvelli. „Ég var vissulega ánægður með stuðningsmennina en ég hefði viljað fá meiri hvatningu frá þeim, sérstaklega á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleiks. Þá hefði ég viljað fá aðeins meira garg og læti. Það þarf líka að hjálpa okkur þegar við lendum í erfiðleikum.“ Hann undirstrikaði mikilvægi stuðnings áhorfenda. „Til þess að ná ein- hverjum árangri í fótbolta þarf allt að ganga upp, nánast á hverri sekúndu. Við megum aldrei misstíga okkur. Það hjálpar okkur tvímælalaust þegar fólkið stendur með okkur og það gerir okkur lífið auðveldara. Ég er ekki að segja að áhorfendur hafi ekki gert það hingað til en betur má ef duga skal.“ Ólafur Jóhannesson: Þurfum meiri hjálp áhorfenda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.