Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 110

Fréttablaðið - 04.09.2010, Side 110
78 4. september 2010 LAUGARDAGUR PERSÓNAN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. niður, 6. í röð, 8. húsfreyja, 9. hlemmur, 11. samtök, 12. fáni, 14. hlemmur, 16. belti, 17. sníkjudýr, 18. persónufornafn, 20. ryk, 21. mjög. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. tveir eins, 4. mergð, 5. nugga, 7. brjóstverja, 10. frosts- kemmd, 13. hlaup, 15. stefna, 16. rjúka, 19. átt. LAUSN Gyða Pétursdóttir Aldur: 29 ára Starf: Markaðs- og gæðafulltrúi hjá Brimborg Fjölskylda: Einhleyp Búseta: Álftamýri, 108 Reykjavík Stjörnumerki: Hrútur Gyða Pétursdóttir er á leiðinni til Taílands í október þar sem hún ætlar að nema jógafræði og hugleiðslu. „Ég er bara alveg í skýjunum yfir þessu,“ sagði Jóhanna Eva Gunnarsdóttir vörubíl- stjóri og fatahönnuður þegar Fréttablaðið náði af henni tali en hún bar sigur úr býtum í fatahönnunarkeppni á vegum Iceland Fas- hion Week sem er í gangi þessa dagana. Fréttablaðið greindi frá þátttöku Jóhönnu í keppninni fyrr í sumar í tengslum við þá skemmtilegu staðreynd að Jóhanna er með meiraprófið og vinnur sem vörubílstjóri hjá Gámaþjónustunni þegar hún situr ekki við saumavélina að hanna sína eigin fatalínu. „Ég fékk utanlandsferð og peninga til að setja upp mína eigin sýningu seinna, og Martini-línuna en það er bara eins og bikar fyrir mig því ég drekk ekki,“ segir Jóhanna hlæjandi. Jóhanna segist ekki ætla að hætta að keyra þrátt fyrir velgengni fatalínu hennar sem ber nafnið J.E.G. „Nei, mér finnst líka gaman að keyra vörubíl og á meðan það borgar reikningana held ég því áfram,“ segir Jóhanna en viðurkennir að hún sé þó byrjuð að láta sig dreyma um að gera stærri hluti á sviði fatahönnunar í kjölfar sigursins. „Ég ætla kannski að gera eitthvað meira og sjá hvort ég geti ekki farið með fötin mín í sölu einhvers staðar.“ Jóhanna ber keppninni vel söguna og segir að það hafi nánast verið setið í öllum sætum. „Við vorum fjórar að keppa með okkar fatalínur og svo ein sem var með skartgripalínu og við fengum mjög góðar viðtökur. Þetta var bara alveg æðislegt,“ segir Jóhanna. - áp Vörubílstjórinn vann fatahönnunarkeppni SIGRAÐI Jóhanna Eva Gunnarsdóttir vann Martini-fata- hönnunarkeppnina en ætlar þó ekki að hætta að keyra vörubílinn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Spákonan Sigríður Klingenberg var fengin til að spá fyrir Karli Gústaf Svíakonungi á meðan hann dvaldi á Hótel Rangá á dögunum. Þau hittust í litlum glersal á hótel- inu og ræddu saman í vel á fjórðu klukkustund. Fullt tungl var þenn- an dag, 24. ágúst, og gekk fundur- inn svo vel að þau hittust aftur dag- inn eftir á hótelinu og áttu annað spjall. Sigríður spáði einnig fyrir föruneyti Karls, sem samanstóð af fjölda áhrifamanna í Svíþjóð, þar á meðal yfirmanni hjá sænska hernum. Sigríður vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hana en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins spáði hún í augun á Svíakonungi og gaf honum íslensk- an Baggalúts-kraftaverkastein. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu var Karl Gústaf hér á landi í einkaerindum. Hann renndi fyrir lax í Rangá, skoðaði sig um undir Eyjafjöllum og endaði dvöl sína með góðu partíi á skemmti- staðnum Austur sem hann hafði látið taka frá fyrir sig fimmtudags- kvöldið 26. ágúst. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins var Sigríður Klingenberg á meðal gesta á Aust- ur og ein þeirra sem skáluðu með kónginum í kampavíni. Sigríður Klingenberg hefur lengi verið í fararbroddi á meðal íslenskra spákvenna. Fyrir tveim- ur árum setti hún heimsmet þegar hún spáði fyrir 198 manns í flug- vél á leið frá Keflavík til Kaup- mannnahafnar. Hún hefur spáð SIGRÍÐUR KLINGENBERG: HITTI STÓRLAX Á HÓTEL RANGÁ Sigríður Klingenberg spáði fyrir Karli Gústaf Svíakóngi SPÁÐI FYRIR SVÍAKONUNGI Sigríður Klingenberg spáði fyrir Karli Gústaf Svíakonungi á dögun- um. Hún hefur á ferli sínum spáð fyrir fjölda fólks, þar á meðal Plac- ido Domingo og Harry Belafonte. Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram í norska morgunþættinum God morgen Norge á sjónvarps- stöðinni TV2 sunnudaginn 8. september. Þetta verður í annað sinn sem sveitin treður þar upp en síðast var hún gestur í þættin- um fyrir tveimur árum. „Það var mjög gaman. Þetta var rosa fyndið því þetta var svo brjálæðislega snemma morguns. Það var mæting fyrir allar aldir en það var bara allt í lagi,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius um síðustu heimsókn Hjaltalíns í þáttinn. God morgen Norge er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Nor- egs og þykir svipa nokkuð til hins íslenska Kastljóss. Um afar góða kynningu er að ræða fyrir Hjaltalín sem er þessa dagana að kynna plötu sína, Terminal, erlendis. Hún ætlar að nýta ferð- ina til Noregs til tónleikahalds í Osló, Árhúsum og í Kaupmanna- höfn þar sem lög af plötunni verða spiluð, þar á meðal Sweet Impressions sem nýlega kom út sem stafræn smáskífa. Terminal hefur hlotið góða dóma á Norðurlöndum, rétt eins og annars staðar. Platan fékk 5 af 6 mögulegum í einkunn bæði í danska blaðinu Politikien og í Bergenavisen í Noregi. Hér heima var platan valin sú besta á síðasta ári af tónlistarspekúl- öntum Fréttablaðsins. - fb Spila í norskum morgunþætti HJALTALÍN Hljómsveitin kemur fram í norska morgunþættinum God Morgen Norge á sjónvarpsstöðinni TV2. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA fyrir fjölda frægra einstaklinga og nægir þar að nefna stórtenór- inn Placido Domingo sem hún hitti tvívegis, bæði í Barcelona og heima á Íslandi, í tengslum við tónleika hans í Egilshöll árið 2005. Hún spáði einnig fyrir söngvaranum Harry Belafonte þegar hann kom hingað til lands fyrir sex árum á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. freyr@frettabladid.is LÁRÉTT: 2. ofan, 6. áb, 8. frú, 9. lok, 11. aa, 12. flagg, 14. hleri, 16. ól, 17. lús, 18. sín, 20. im, 21. afar. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. ff, 4. aragrúi, 5. núa, 7. bolhlíf, 10. kal, 13. gel, 15. ismi, 16. ósa, 19. na. Sveppi og Auddi, sjónvarpsstjörn- urnar geðþekku, eru komnir aftur til Íslands eftir að hafa verið fastir í Kuulusuk á Grænlandi í tvo og hálfan dag. Upphaflega ætluðu þeir eingöngu að vera þarna í hálfan sólarhring og slepptu því að koma með helstu nauðsynjavörur. En flugið frestaðist. Félagarnir fengu því tækifæri til að kynna sér græn- lenska menn- ingu mun betur en upphaf- lega var lagt upp með. Stétt svokallaðra „plöggara“, sem myndi á íslensku kallast kynningar- stjórar eða markaðsstjórar, misstu góðan mann úr sinni stétt í gær. Þá tilkynnti holdgervingur þeirra, Jón Gunnar Geirdal, að hann væri hættur störfum hjá Senu eftir níu ára starf. Jón Gunnar er höfundur margra þeirra frasa sem Ólafur Ragnar notaði í Vaktar-seríun- um og verður eflaust vandfyllt í það skarð sem hann skilur eftir sig. Og fyrsta stiklan úr kvikmyndinni The Romantics er komin á netið en einn framleiðandi myndarinnar er Eva Maria Daniels. Myndin skartar stórleikurunum Katie Holmes og Josh Duhamel í aðalhlutverkum en meðal annarra sem koma fram má nefna Elijah Wood og Candice Bergen. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Eva næst framleiða Goats með Lisbeth Saland- er-leikkonunni Rooney Mara. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Þér er boðið í skemmtilegustu afmælisveislu ársins! Sunnudaginn 5. sept. frá 14-16 Gerpla (Stóra sviðið) Fös 29/10 kl. 20:00Fim 21/10 kl. 20:00 Ö Fim 4/11 kl. 20:00 Fíasól (Kúlan) Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Hamskiptin (Stóra sviðið) Nígeríusvindlið (Kassinn) Lau 11/9 kl. 15:00 U Sun 12/9 kl. 13:00 Ö Sun 12/9 kl. 15:00 Ö Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn Ö Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn Ö Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn Fim 16/9 kl. 20:00 U Fös 17/9 kl. 20:00 Ö Lau 18/9 kl. 20:00 Ö Sun 19/9 kl. 19:00 Ö Mið 22/9 kl. 19:00 U Fös 24/9 kl. 19:00 Ö Sun 12/9 kl. 20:00 Ö Fim 16/9 kl. 20:00 Sun 5/9 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 13:00 U Lau 4/9 kl. 15:00 U Lau 11/9 kl. 13:00 Ö Fös 15/10 kl. 20:00 frums U Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn Ö Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn Ö Fös 10/9 kl. 20:00 Ö Lau 11/9 kl. 20:00 Ö Sun 12/9 kl. 20:00 Ö Fim 9/9 kl. 19:00 Ö Fös 10/9 kl. 19:00 Ö Lau 18/9 kl. 19:00 Ö Fös 3/9 kl. 20:00 Ö Lau 11/9 kl. 20:00 Ö Lau 4/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Ö Sun 19/9 kl. 13:00 Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn Sun 19/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Ö Lau 25/9 kl. 19:00 Ö Fös 1/10 kl. 19:00 Lau 2/10 Kl. 19:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.