Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 12

Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 12
12 1. október 2010 FÖSTUDAGUR EVRÓPUMÁL Norsk samtök, sem berj- ast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systur- samtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjár- söfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inn- göngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyf- ingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfing- in muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálms- syni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félag- ið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökun- um. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppi- hald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvern- ig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var Norðmenn takast á um ESB-aðild Íslands Norskar hreyfingar með og á móti ESB-aðild landsins styðja íslensku systur- samtökin Heimssýn og Sterkara Ísland á ýmsan hátt. „Innganga Íslands skiptir miklu máli fyrir Noreg“ segir á einni heimasíðu og reikningsnúmer er birt. HVAÐA ÁHRIF HEFÐI INNGANGA ÍSLANDS? Lesa má um áhuga Norðmanna á aðildarumsókn Íslendinga á www. neitileu.no og á www.jasiden.no. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR PÁLL VILHJÁLMSSON LITLA-HRAUN Fíkniefnahundur merkti á manninn í heimsóknarálmunni. DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Suðurlands í 120 þús- unda króna sekt fyrir að reyna fyrr á árinu að smygla fíkniefn- um inn á Litla-Hraun. Maðurinn var með rúmlega gramm af amfetamíni og tæpt gramm af maríjúana sem hann faldi í nærfötum sínum. Fíkni- efnahundur merkti á hann í heimsóknarálmu fangelsisins. Maðurinn mætti ekki fyrir dóm- inn. - jss Dæmdur til að greiða sekt: Með fíkniefni í nærfötunum DÓMSMÁL Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir að ráðast á karlmann. Konunni er gefið að sök að hafa í sumar ráðist á mann, sér litlu eldri, utan dyra á Selfossi. Hún lamdi hann í bakið, reif í hár hans og beit hann í síðuna yfir mjaðmarkambi. Maðurinn hlaut eymsli yfir hálsi, niður brjósthrygg og í hársverði, ásamt bitfari á síðu. Konan játaði við þingfestingu að hafa bitið hann. -jss Ákærð fyrir líkamsárás: Kona beit mann í hægri síðuna UTANRÍKISMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra hefur boðið Barack Obama, forseta Bandaríkj- anna, að heim- sækja Ísland. Er þetta gert með formleg- um hætti til þess að efla enn frekar samskipti land- anna. Jóhanna hitti Obama í síðustu viku í tengslum við allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Þar áréttaði hún boð sitt við Banda- ríkjaforseta, sem var síðast boðið til landsins af Össuri Skarphéðinssyni í apríl 2009. Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sótti Ísland heim árið 1986. - sv Bandaríkjaforseti fær boð: Obama boðið í Íslandsheimsókn BARACK OBAMA ÞÚSUND ÁRA AFMÆLI Stjórnvöld í Víetnam hafa skreytt götur höfuðborg- arinnar Hanoi til að búa landsmenn undir þúsund ára afmæli Víetnams. Margir íbúanna hafa þó látið sér fátt um finnast. NORDICPHOTOS/AFP heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evr- ópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdótt- ir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga pen- inga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostn- aðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helg- ina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfing- una í gegnum íslensku Evrópusam- tökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei- hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.