Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 12
12 1. október 2010 FÖSTUDAGUR EVRÓPUMÁL Norsk samtök, sem berj- ast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systur- samtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjár- söfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inn- göngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyf- ingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfing- in muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálms- syni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félag- ið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökun- um. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppi- hald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvern- ig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var Norðmenn takast á um ESB-aðild Íslands Norskar hreyfingar með og á móti ESB-aðild landsins styðja íslensku systur- samtökin Heimssýn og Sterkara Ísland á ýmsan hátt. „Innganga Íslands skiptir miklu máli fyrir Noreg“ segir á einni heimasíðu og reikningsnúmer er birt. HVAÐA ÁHRIF HEFÐI INNGANGA ÍSLANDS? Lesa má um áhuga Norðmanna á aðildarumsókn Íslendinga á www. neitileu.no og á www.jasiden.no. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR PÁLL VILHJÁLMSSON LITLA-HRAUN Fíkniefnahundur merkti á manninn í heimsóknarálmunni. DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Suðurlands í 120 þús- unda króna sekt fyrir að reyna fyrr á árinu að smygla fíkniefn- um inn á Litla-Hraun. Maðurinn var með rúmlega gramm af amfetamíni og tæpt gramm af maríjúana sem hann faldi í nærfötum sínum. Fíkni- efnahundur merkti á hann í heimsóknarálmu fangelsisins. Maðurinn mætti ekki fyrir dóm- inn. - jss Dæmdur til að greiða sekt: Með fíkniefni í nærfötunum DÓMSMÁL Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir að ráðast á karlmann. Konunni er gefið að sök að hafa í sumar ráðist á mann, sér litlu eldri, utan dyra á Selfossi. Hún lamdi hann í bakið, reif í hár hans og beit hann í síðuna yfir mjaðmarkambi. Maðurinn hlaut eymsli yfir hálsi, niður brjósthrygg og í hársverði, ásamt bitfari á síðu. Konan játaði við þingfestingu að hafa bitið hann. -jss Ákærð fyrir líkamsárás: Kona beit mann í hægri síðuna UTANRÍKISMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra hefur boðið Barack Obama, forseta Bandaríkj- anna, að heim- sækja Ísland. Er þetta gert með formleg- um hætti til þess að efla enn frekar samskipti land- anna. Jóhanna hitti Obama í síðustu viku í tengslum við allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Þar áréttaði hún boð sitt við Banda- ríkjaforseta, sem var síðast boðið til landsins af Össuri Skarphéðinssyni í apríl 2009. Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sótti Ísland heim árið 1986. - sv Bandaríkjaforseti fær boð: Obama boðið í Íslandsheimsókn BARACK OBAMA ÞÚSUND ÁRA AFMÆLI Stjórnvöld í Víetnam hafa skreytt götur höfuðborg- arinnar Hanoi til að búa landsmenn undir þúsund ára afmæli Víetnams. Margir íbúanna hafa þó látið sér fátt um finnast. NORDICPHOTOS/AFP heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evr- ópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdótt- ir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga pen- inga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostn- aðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helg- ina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfing- una í gegnum íslensku Evrópusam- tökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei- hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.