Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 26
26 1. október 2010 FÖSTUDAGUR
Við mætum best þeim niðurskurði
sem er fram undan með því að taka
höndum saman.
Háskólar eru mikilvægar stofn-anir í nútímasamfélagi og
þróun háskólastigsins er eitt af
brýnustu verkefnunum í mennta-
lífi Íslendinga. Á undanförnum
misserum hefur mikið stefnumót-
unarstarf verið unnið í mennta- og
menningarmálaráðuneytinu, efnt
hefur verið til opinna málþinga um
háskólamál, erlendir og innlendir
sérfræðingar hafa verið kallaðir til
ráðgjafar og fundað reglulega með
stjórnendum háskólanna.Tilgang-
urinn er ekki síst sá að standa vörð
um gæði háskólastarfs á erfiðum
tímum í efnahagslífi þjóðarinnar
þar sem verulega þarf að draga úr
ríkisútgjöldum
Stofnun háskóla á Íslandi má
rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar en Íslendingar litu
margir hverjir á það sem nauð-
synlegt framfaramál fyrir sjálf-
stæða þjóð að eiga háskóla og það
var enginn tilviljun að Háskóli
Íslands var stofnaður á hundrað
ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón
lagði þar fram mótaðar hugmynd-
ir um hvernig hann vildi sjá skóla-
kerfið á Íslandi vaxa – hvers konar
skólar ættu að vera hér og hvað
þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi
mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað,
hverjum á sínu sviði, að stuðla að
framförum samfélagsins og mæta
þörfum á hverri tíð og taldi Jón
að menn mættu „ekki skirrast við
þeim kostnaðarauka sem kljúfandi
væri því engum peningum væri
varið heppilegar en þeim sem keypt
væri fyrir andleg og líkamleg fram-
för sem mest mætti verða.“
Alhliða háskólanet
Á þeim tímum sem við nú lifum
er þessi rökræða daglegt brauð –
hvaða kostnaðarauki er kljúfandi
og hverju þarf að fórna? Vissu-
lega er staða íslenska ríkisins
erfið en stefnt er að jafnvægi í
ríkisfjármálum og við erum langt
komin í þeirri vegferð. Við niður-
skurð þarf hins vegar að hafa það
að leiðarljósi að hann valdi sem
minnstum skaða og í kjölfarið
getum við á nýjan leik stefnt að
enn frekari uppbyggingu öflugs
háskólakerfis. Það er meðal ann-
ars af þeim sökum sem ég hef
lagt fram hugmyndir um aukið
samstarf opinberra háskóla og
þeir sameinist undir einum hatti
í þeirri trú að við mætum best
þeim niðurskurði sem er fram
undan með því að taka höndum
saman og leggja saman krafta
okkar – á sama tíma og við verj-
um háskólastarf, kennslu og rann-
sóknir á hverjum stað.
Hugtakið „universitas“ hefur
verið notað um háskóla sem býður
upp á nám, miðlar og skapar þekk-
ingu á flestum þeim námssvið-
um sem móta undirstöðu í hverju
samfélagi. Háskólar hafa ekki
fyrir tilviljun byggst upp með
þessum hætti. Það er ótvíræður
kostur fyrir nemendur að geta
mótað sitt nám þvert á tiltekn-
ar deildir eða svið og áskoranir
fyrir fræðimenn að vera vakandi
fyrir hinu stóra samhengi ólíkra
fræðisviða. Til dæmis er ekki til
sérstakt fræðasvið í háskólum
landsins um sjálfbærni en ljóst að
viðfangsefnið sjálfbærni snertir
flestar háskóladeildir. Víða hefur
samvinna deilda aukist til muna
einmitt til að rannsaka og þróa
aðkallandi viðfangsefni samtíð-
arinnar.
Til að auka enn frekar vægi þess
og kosti að byggja hér upp alhliða
„universitas“ hefur verið mótuð
stefna sem nær til allra opinberra
háskóla í landinu þar sem megin-
tilgangurinn er að byggja upp
samstarfsnet milli þeirra. Í því
felst m.a. eitt gæðakerfi og sam-
ræmt gæðamat, eitt upplýsinga-
kerfi og sameiginleg stoðþjón-
usta, eitt vinnumatskerfi, og síðast
en ekki síst sameiginleg miðstöð
framhaldsnáms með höfuðáherslu
á doktorsnám. Vonir standa til að
þessi heildræna sýn efli enn frek-
ar háskólakennslu, rannsóknir
og nýsköpun og skapi forsendur
fyrir frekari fjölbreytni, verka-
skiptingu og hagræðingu þar sem
hennar er þörf um leið og hvergi
er slegið af kröfum um öfluga
háskólastarfsemi víðs vegar á
landinu. Fjarkennsla verður notuð
í auknum mæli til að bjóða upp á
fjölbreytt nám víða á landinu með
samstarfi við þekkingarsetur og
símenntunarmiðstöðvar. Háskóli
Íslands verður þungamiðjan í net-
inu enda sá skóli sem býður upp á
fjölbreyttast nám og rannsóknir.
Það er von mín að samhliða
þessu muni þeir einkareknu skól-
ar sem mesta samlegð hafa, þ.e.
Háskólinn í Reykjavík og Háskól-
inn á Bifröst leggja saman krafta
sína í auknum mæli. Með auknu
samstarfi og verkaskiptingu er
von til þess að við getum staðið
vörð um gæði í háskólastarfi þó
að ljóst sé að komandi niðurskurð-
ur verði háskólasamfélaginu mjög
erfiður.
Háskólar í mótun
Háskólar
Katrín
Jakobsdóttir
menntamálaráðherra
Íslenskt samfélag stendur á tímamótum. Við teljum að þessi
tímamót kalli á umræðu um hlut-
verk íslenskra háskóla. Í þessum
greinaflokki munum við beina
sjónum okkar að rannsóknarhlut-
verki háskóla.
Háskólar eru fyrst og fremst
mennta- og rannsóknastofnan-
ir. Hlutverk þeirra er að stunda
rannsóknir og mennta fólk og
þjálfa til sérhæfðra starfa.
Menntunin er tvenns konar. Ann-
ars vegar grunn- eða starfs-
menntun og hins vegar rannsókn-
armenntun, doktorsnám, en það
felur í sér þjálfun í að takast á við
viðfangsefni sem enginn hefur
glímt við áður. Doktorsnámið
felst í rannsóknastörfum og fer
fram undir handleiðslu kennara
sem hafa reynslu af rannsókna-
vinnu. Kennararnir aðstoða nem-
ana við að móta og setja fram til-
gátur sem síðan eru prófaðar með
rökleiðslu, tilraunum eða grein-
ingu á gögnum. Markmið rann-
sóknastarfa er að leita svara við
hinu óþekkta og þjálfa ungt fólk í
að beita þekkingu sinni.
Öflugt vísindastarf er háskól-
um og vísindastofnunum afar
mikilvægt. Með því fæst einkum
þrennt: i) Kennarar stofnunar-
innar verða betur tengdir við það
nýjasta í fræðunum og geta því
betur miðlað nýjustu þekkingu
til nemenda sinna; ii) Stofnunin
nýtur trausts í samfélaginu enda
vitað að þar eru vísindamenn sem
þekkja til tiltekinna málaflokka
og geta talað um þá af hlutleysi
og þekkingu; iii) Með öflugu vís-
indastarfi skapast möguleikar á
rannsóknatengdri nýsköpun en
það er sú nýsköpun sem gefur
mestan arð. Úr grunnrannsókn-
um verður til ný þekking sem er
forsenda nýsköpunar sem getur
leitt af sér viðskiptahugmynd-
ir og atvinnutækifæri. Um þetta
eru ótal dæmi, stór og smá. Slík
þekkingarsköpun ásamt menntun
ungs fólks er því hið óumdeilda
og verðmæta samfélagslega hlut-
verk háskóla.
Um allan heim eru gæði
háskóla metin út frá rannsókna-
virkni þeirra. Á þessu eru fáar
undantekningar. Hér á landi hafa
nýlega verið sett lög sem skil-
greina hlutverk háskóla víðar en
víðast er gert. Í lögunum segir:
„Hann [háskólinn] miðlar fræðslu
til almennings og veitir þjóðfé-
laginu þjónustu í krafti þekking-
ar sinnar.“ Þann 26. júní sl. birt-
ist í Morgunblaðinu grein eftir
Katrínu Jakobsdóttur mennta-
og menningarmálaráðherra sem
hún nefndi „Hlutverk og ábyrgð
háskóla“. Þar leggur hún til að
háskólar beini sjónum sínum í
auknum mæli að samfélagslegu
hlutverki sínu, frekar en að ein-
blína á að efla gæði kennslu og
rannsókna.
Við erum ósammála ráðherra
um þetta. Að andvaraleysi og
skortur á samræðu háskólafólks
við samfélagið hafi átt veigamik-
inn þátt í hruninu er að okkar
mati heldur ekki rétt ályktun.
Miklu nær væri að spyrja hvort
háskólasamfélagið hafi ekki
verið of veikt til að bregðast við
umhverfinu. Geta háskóla til að
sinna samfélagslegu hlutverki
sínu er í beinu sambandi við
rannsóknavirkni þeirra. Það er
lítið mark takandi á háskóla sem
ekki tekur rannsóknahlutverk sitt
alvarlega. Slíkur háskóli getur
ekki haft þau áhrif á samfélag
sitt sem allar þjóðir leitast eftir:
hlutlausa, faglega umfjöllun,
rannsóknatengda nýsköpun og
almenna eflingu þekkingar. Allir
geta verið sammála um það að sú
þekking sem verður til í háskól-
um þarf að nýtast eins og kostur
er við að bæta samfélagið. En það
er ekki og á ekki að vera á ábyrgð
háskólanna einna að það gerist.
Vísindamenn eru ekki ráðnir til
háskóla til að fræða almenning
eða þjóna samfélaginu á annan
hátt en að sinna sínu grunnhlut-
verki, þ.e. mennta háskólanema
og stunda vísindi. Þeir eru þó
ávallt reiðubúnir til að upplýsa
og fræða þegar eftir því er leitað
eins og sjá má daglega í fjölmiðl-
um landsins. Að leggja aukna
áherslu á önnur hlutverk háskóla-
manna þegar ljóst er að rann-
sóknarinnviðir eru veikir og litlu
fjármagni er veitt til kennslu
mun að öllu óbreyttu rýra starf
háskóla.
Nú eiga Íslendingar sjö
háskólastofnanir. Engin þeirra
kemst á blað yfir fimm hundruð
fremstu háskólastofnanir heims,
hvað þá hærra. Fjöldi háskóla á
Norðurlöndunum eru á lista yfir
bestu menntastofnanir heims og
því ekkert sem útilokar að Ísland
nái árangri hvað þetta varðar. Til
að svo megi verða þarf að efla
háskólana, einkum hvað rann-
sóknir og gæðamat varðar. Þetta
kallar á endurskipulagningu og
uppstokkun.
Háskólarannsóknir á tímum
kreppu og hlutverk háskóla
Nú eru um tvö ár síðan Hrun-ið skall á okkur Íslendingum.
Þá fór meira og minna allt þjóðfé-
lagið í baklás og ennþá er margt í
frosti, sérstaklega allt sem snýr
að mannvirkjagerð. Það sem hefur
verið í gangi í mannvirkjum er að
klára verk eins og Héðinsfjarðar-
göng, Landeyjahöfn og Tónlistar-
hús, en ekkert stórverk er hafið
eftir hrun og óvíst er hvenær eitt-
hvað gerist í þeim málum. Stjórn-
völd virðast hafa litlar áhyggjur af
dauðum mannvirkjageira, allavega
í samanburði við hversu hratt var
brugðist við þegar ferðamannaat-
vinnuvegurinn fékk sitt gosáfall
í vor. Nú er svo komið að margir
tæknimenn landsins leita sér vinnu
erlendis eða eru atvinnulausir og
verktakar landsins eru flestir að
hætta starfsemi. Það vill svo til að
allt okkar daglega líf byggir á því
að mannvirkjastarfsemin sé í lagi,
því húsin okkar, heitt og kalt vatn,
rafmagn, gagnanet, samgöngur og
margt fleira eru okkar mannvirki
sem þarf að viðhalda og þróa.
Biðin eftir því að eitthvað fari í
gang í mannvirkjagerð á Íslandi er
orðin löng, þrátt fyrir fyrirheit um
annað í stöðugleikasáttmálanum
og í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar.
Nú er rætt um átak í vega-
gerð sem má ekki vera ríkisfram-
kvæmd og verða því veggjöld að
standa undir slíkum framkvæmd-
um. Þann 7. september síðastliðinn
var fundur um þessi mál þar sem
samgönguráðuneytið, fjármála-
ráðuneytið, Vegagerðin og lífeyris-
sjóðirnir ræddu um mögulegt sam-
starf við átak í samgöngumálum
og finnst mörgum að þessi fundur
hafi verið haldinn einu ári of seint.
Stóra málið varðandi þetta átak er
fjármögnun þess og er aðallega
rætt um veggjöld í því sambandi
og þá hvernig þau skuli innheimt.
Samkvæmt glærum Vegamála-
stjóra sem hann fór í gegnum á
fundinum 7. september (glærurn-
ar eru aðgengilegar á heimasíðu
Vegagerðarinnar) er helst rætt um
ýmsar útfærslur á tollhliðum og að
GPS-tæknin geti leyst tollhliðin af
eftir sjö til tíu ár. Af glærunum má
áætla að vegtollar gætu numið um
1 milljarði kr. á ári af Suðurlands-
vegi og í framhaldi af því má áætla
að aðrir vegtollar (Vesturlandsveg-
ur, Reykjanesbraut og Vaðlaheiðar-
göng) gætu numið um 1 til 2 millj-
örðum kr. og vegtollar því samtals
á landinu um 2 til 3 milljarðar kr.
á ári þegar umræddir vegkaflar
væru allir komnir í gagnið.
Samkvæmt norskri reynslu kost-
ar innheimtan á vegtolli um 15% af
vegtollsupphæðinni og því nýtist
aðeins um 85% af innheimtum veg-
tolli til samgöngubóta. Má því segja
að 15% af vegtollsupphæðinni fari
til spillis miðað við að annað inn-
heimtuform finnist. Hér er spurt
hvort vegtollar séu besta aðferð-
in við að ná inn tekjum fyrir þær
vegaframkvæmdir sem eru á borð-
um núna og hvort ekki sé einfaldara
og réttlátara að hækka bensín- og
olíugjald um t.d. 6 til 7 kr. á hvern
lítra, en slík hækkun gæfi af sér um
2 til 2,5 milljarða kr. á ári.
Ef Suðurlandsvegurinn er skoðað-
ur, þá er í dæmi Vegamálastjóra um
innheimtu þar lagt til að Hvergerð-
ingur sem vinnur í Reykjavík greiði
380 kr. í vegtoll fyrir vinnuferðina
sína sem gerir um 80 þ.kr. á ári.
Strangt til getið eru lítil umferðar-
vandræði hjá þessum Hvergerðingi
sem keyrir Suðurlandsveginn þegar
þar er lítill umferðarþungi. Breikk-
un Suðurlandsvegar hjálpar mest
þeim sem keyra veginn um helgar
í umferðarþunga og fyrir vegfar-
anda sem fer t.d. 20 helgarferðir á
ári um Suðurlandsveg verður veg-
tollurinn 7.600 kr. á ári eða innan
við 10% af því sem Hvergerðingur-
inn gæti þurft að greiða. Til sam-
anburðar er kostnaðarauki bíls sem
ekið er 12.000 km/ári með meðal-
eyðslu 12 l/100km um 10.000 kr. á
ári ef hækkun eldsneytisgjalds er
7 kr. á lítrann.
Nú segja líklega sumir þeirra
sem sjaldan keyra Suðurlandsveg
og aðra þá vegi sem verða breikk-
aðir/endurgerðir, af hverju á ég að
greiða 10.000 kr. á ári í formi hækk-
aðs eldsneytisgjalds til að fjár-
magna þessar vegaframkvæmd-
ir? Svarið við þessari spurningu
er að umræddar vegaframkvæmd-
ir og framhald þeirra er að nýtast
flestum vegfarendum landsins og
hingað til hefur mest af eldsneyt-
isgjöldum landsins komið af Höf-
uðborgarsvæðinu til að byggja upp
vegi landsins og svo verður um
ókomin ár.
Hér er því lagt til að fjármagna
ný verkefni í samstarfi með lífeyr-
issjóðunum með hækkuðu eldsneyt-
isgjaldi og eftir sjö til tíu ár verð-
ur endurskoðað hvort GPS-tæknin
tekur þá við til að innheimta veg-
gjöld í samræmi við ekna kílómetra
á hverjum stað, en slíkt er í bígerð
víða í Evrópu. Það að setja upp
vegtolla hér og þar verður örugg-
lega óvinsælt enda er oft lítið rétt-
læti í vegtollunum nema þá í tilfell-
um eins og Hvalfjarðargöngum og
Vaðlaheiðargöngum þar sem veg-
farandinn er að spara sér vega-
lengdir og tíma og hefur val um það
hvort hann fer tollaða leið.
Í mínum huga er spurningin helst
sú hvort við ætlum að hækka elds-
neytisgjaldið um t.d. 7 kr./l og fá
þannig um 2,5 milljarð kr. á ári, eða
að hækka eldsneytisgjaldið um tvö-
falda eða þrefalda þá upphæð. Með
því má lækka fjármagnskostnað
framkvæmdanna og gera almenni-
legt átak í samgöngumálum öllum
landsmönnum til hagsbóta og end-
urlífga um leið mannvirkjagerð í
landinu.
Samgöngur og veggjöld
vegamál
Bjarni
Gunnarsson
verkfræðingur
Háskólarannsóknir
Eiríkur
Steingrímsson
og Magnús Karl
Magnússon
prófessorar við
læknadeild HÍ
LAGERSALA
www.xena.is
Mikið úrval af skóm
á alla fjölskylduna
Frábær verð
no1
st. 36-41 verð kr. 8995.-
no2
st. 36-41 verð kr. 8995.-
no3
st. 36-41 verð kr. 8995.-
no4
st. 36-46 verð kr. 8995.-
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16