Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 4
4 2. október 2010 LAUGARDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Jóhann Guðmundsson GENGIÐ 01.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,3239 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,38 112,92 78,02 178,88 154,26 155,12 20,696 20,818 19,200 19,314 6,714 16,812 1,3502 1,3580 175,12 176,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR © IL VA Ís la nd 2 0 10 einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8 112 Reykjavík www.ilva.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 Afmæli um helgina Fjöldi afmælistilboða Helgin 1. - 3. október STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónas- son, dóms- og mannréttindaráð- herra, hafnar því alfarið að ráðn- ing Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auð- lindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga. Jóhann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Jóns Bjarnason- ar undanfarna mánuði en áður aðstoðaði hann Steigrím J. Sig- fússon fjármálaráðherra á meðan hann gegndi embætti landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra á undan Jóni. „Það er ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annar- leg sjónarmið hafi ráðið hér för. Svo er ekki. Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlut- skarpastur. Í ljósi þess skipaði ég hann í embættið. Þetta er gert á fullkomlega faglegum nótum enda afar hæfur maður ráðinn að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur réð Jóhann í stöð- una vegna vanhæfis Jóns til að taka ákvörðun um skipun í emb- ættið. Upphaflega hafði forsætis- ráðherra skipað Rögnu Árnadótt- ur, forvera Ögmundar, til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Aðspurður segir Ögmundur það eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurn- inga um ráðningarferlið í ljósi þess að Jóhann hefur starfað sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna í eitt og hálft ár. Hann vill ekki svara því hverjir lögðu mat á hæfi umsækjendanna. „Ráðningin er á mína ábyrgð. Ég einn svara fyrir það.“ Í kjölfar skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis var skipað- ur starfshópur á vegum forsæt- Hægri hönd í eftirsótt starf Pólitískur aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar ráðinn í starf skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Jón var vanhæfur og var Ögmundi Jónassyni falið að skipa í starfið. Hann hafnar því að ráðningin sé pólitísk. Í hópi umsækjenda voru einstakling- ar með langa reynslu af málefnum sem tengjast sjávarútveginum og þeim verkefnum sem auðlindaskrif- stofan annast. Hæfniskröfur: Umsækjandi þarf að hafa háskóla- gráðu sem nýtist í starfinu og mjög æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á sjávarútvegi og fisk- veiðistjórnun, reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og hæfni til að stýra samningum við önnur ríki. Umsækjendur í stafrófsröð: ■ Ari Sigurðsson, viðskiptafræðingur ■ Geir Oddsson, auðlindafræðingur ■ Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur ■ Guðrún Jóhannsdóttir, viðskipta- fræðingur ■ Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur ■ Indriði Björn Ármannsson, lög- fræðingur ■ Jakob Ingi Jakobsson, lögfræð- ingur ■ Jóhann Guðmundsson, búfræð- ingur ■ Pétur Bjarnason, sjávarútvegs- fræðingur ■ Sigríður Ólafsdóttir, umhverfis- fræðingur ■ Sigurður Jónsson, viðskiptafræð- ingur ■ Vilhjálmur Wiium, hagfræðingur ■ Þorgeir Pálsson, viðskiptafræð- ingur Auðlindaskrifstofa: Skrifstofan annast stjórnsýslu er lýtur að nýtingu auðlinda á sjó og landi, undirbýr lagafrumvörp og semur reglugerðir við lög á því sviði svo og álitsgerðir og greinargerðir. Hún annast samskipti við Hafrannsókna- stofnun vegna tillagna um nýtingu nytjastofna sjávar og enn fremur samskipti við Fiskistofu og Landhelg- isgæslu Íslands vegna framkvæmda- reglna, er lúta að eftirliti með nýtingu auðlinda. Þá annast skrifstofan framkvæmdaatriði fiskveiðisamninga og erlent samstarf sem því fylgir. 13 umsækjendur VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 21° 14° 12° 14° 20° 13° 13° 24° 17° 23° 19° 30° 10° 20° 18° 13°Á MORGUN Fremur hægur vindur víða um land. MÁNUDAGUR Strekkingur með NV- og S-strönd. 9 9 9 1011 11 11 11 11 13 13 10 9 10 11 9 13 10 10 11 8 7 13 7 8 4 4 8 6 10 8 5 SKIN OG SKÚRIR Það skiptast á skin og skúrir á landinu í dag. Á Norðvest- urlandi styttir upp og léttir til þegar líður á daginn en sunnanlands dreg- ur heldur fyrir sólu nú síðdegis. Suð- austanlands bætir í úrkomu undir kvöld. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður isráðuneytisins til að meta þau atriði sem beindust sérstaklega að stjórnsýslunni í landinu og starfs- háttum Stjórnarráðsins. Gunn- ar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór fyrir nefndinni. Þótti þetta nauðsynlegt til að hnykkja á atriðum sem gætu orðið til þess að bæta stjórnsýsluna. Afstaða starfshópsins var að rétt væri að endurskoðun færi fram á fyrirkomulagi við skipanir æðstu embættismanna ríkisins. „Ein leið að því marki, og væntanlega mjög áhrifarík, er að takmarka afskipti ráðherra af ráðningum. Þetta er meðal annars unnt með því að setja á laggirnar svokall- aðar ráðninganefndir.“ Jóhann mun gegna starfi skrifstofustjóra í tvö ár hið minnsta, í fjarvist- um Steinars Inga Matthíassonar. Jóhann Guðmundsson er búfræðingur að mennt frá Bænda- skólanum á Hvanneyri og búfræðikandidat frá búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri. Hann nam landbúnað- arhagfræði við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsölum 1982-1985. Jóhann starfaði í landbúnaðarráðuneytinu 1985-1995, þar af deildarstjóri frá 1987. Jóhann var fulltrúi landbúnaðarráðu- neytisins og samgönguráðuneytisins í Brussel 1995-1998 og starfaði sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneyt- inu 1998-2009. ÖGMUNDUR JÓNASSON JÓN BJARNASON JÓHANN GUÐ- MUNDSSON Tónleikar Hallveigar Rúnarsdóttur og Gerrit Schuil í Kirkjuhvoli, hefjast klukkan 16 í dag en ekki klukkan 17 eins og mishermt var í blaðinu í gær. LEIÐRÉTTING DALVÍK Ný íþróttamiðstöð verður vígð og tekin í notkun við hátíð- lega athöfn á Dalvík í dag. Nýja íþróttamiðstöðin er merk- ur áfangi í sögu sveitarfélagsins, en nýr íþróttasalur er rúmlega þrefalt stærri en sá sem áður var. Löglegur keppnisvöllur fyrir handbolta og áhorfendapallar fyrir þrjú hundruð manns eru í miðstöðinni. Svæðið er tengt við sundlaugina á Dalvík. Bygging miðstöðvarinnar hefur tekið um tvö ár og kostaði um 600 milljónir króna. - þeb Ný íþróttamiðstöð vígð: Merkur áfangi í sögu Dalvíkur UPPSAGNIR Þjóðleikhúsið hefur sagt upp níu fastráðnum starfsmönn- um. Lækka þarf launakostnað um 14 prósent milli ára vegna tíu pró- sent skerðingar á framlögum í fjár- lagafrumvarpi ársins, að sögn Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins. Auk uppsagna verður gripið til annarra aðhaldsaðgerða til þess að draga úr umfangi starfseminnar. Meðal annars eru greiðslur á fastri yfirvinnu skertar. „Það að segja upp fólki er auðvitað það sársauka- fyllsta og mest íþyngjandi sem þarf að gera,“ sagði Ari og lagði áherslu á að leitað hefði verið allra leiða til að halda uppsögnum í lágmarki og spara aðra kostnaðarliði, ekki síst stjórnunarkostnað. Engir leikarar eru meðal þeirra sem nú var sagt upp. Fastráðnum leikurum hefur fækkað mjög síð- ustu ár, að sögn Ara. Flestir leikar- ar eru nú annað hvort ráðnir til eins leikárs í senn eða til einstakra verk- efna. Ekki verða breytingar á samn- ingum leikara á þessu leikári. Ari vildi ekki veita nánari upplýsing- ar um hvernig uppsagnir dreifast á deildir Þjóðleikhússins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa fjór- ir þeirra sem sagt var upp starfað í markaðs- og kynningardeild. - pg Þjóðleikhúsið þarf að lækka launakostnað sinn um 14 prósent milli ára: Níu manns sagt upp störfum HAFRANNSÓKNIR Úthafsrækju- stofninn mælist enn lítill og er veiðistofninn svipaður og síð- ustu fjögur ár. Ólíklegt er talið að rækjustofninn vaxi mikið í bráð. Þetta er niðurstaða árlegr- ar stofnmælingar Hafrannókna- stofnunar á úthafsrækju fyrir norðan og austan land. Bráðabirgðaútreikningar sýna að nýliðun rækju er enn slök og mældist hún sú næstlélegasta frá upphafi. Miðað við þessar upplýsing- ar telur Hafrannsóknastofnun- in ekki tilefni til endurskoðun- ar ráðgjafar frá síðastliðnu vori um hámarksafla úr úthafsrækju- stofninum. - shá Stofnmæling úthafsrækju: Stofninn lítill og nýliðun slök ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Dregið verður úr umfangi starfseminnar vegna 10 prósent skerðingar á framlögum á fjárlögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN, AP Bandaríski fjár- málarisinn AIG hefur komist að samkomulagi við Bandaríkja- stjórn um að fyrirtækið endur- greiði það fé, sem ríkið veitti í aðstoð til að forða fyrirtækinu frá falli í kreppunni fyrir tveim- ur árum. Upphæðin nam 180 milljörðum dala, en í staðinn fékk ríkið 80 prósenta eignarhlut í fyrirtæk- inu, sem er eitt þeirra sem verst fór út úr kreppunni. Ríkið fær nú 92 prósenta eign- arhlut, en í staðinn verða gefin út hlutabréf í fyrirtækinu sem verða seld smám saman upp í skuldina. - gb Fjármálarisinn AIG: Hyggst endur- greiða aðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.