Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 100
52 2. október 2010 LAUGARDAGUR52 menning@frettabladid.is KLASSÍK Í KIRKJUHVOLI Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Hugo Wolf og Hector Berlioz í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 16 á morgun. Kvikmyndin Brim segir frá því þegar ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger og samheldinn hópur karla. Smám saman kemur í ljós að plássið sem hún fékk losnaði vegna hörmulegra atburða og vera hennar um borð fer illa í áhöfnina. Sjóferðin tekur hins vegar óvænta stefnu með þeim afleiðingum að þessi sundurleiti hópur þarf að láta innbyrðisátök sitja á hakanum og standa saman í baráttu gegn náttúru- öflunum. Með helstu hlutverk fara Ólafur Egill Egilsson, Nína Dögg Filipusdóttir, Ingvar E. Sigurðusson, Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson, Víkingur Kristjánsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Það gengur ekki að gera sjóaramynd sem er greini- lega plat – allra síst á Íslandi, segir Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri kvik- myndarinnar Brim sem verður frumsýnd í kvöld. Hann kveðst hafa heillast af hinum kunnuglega en um leið framandi heimi sjó- mennskunnar. Kvikmyndin Brim byggir á sam- nefndu verðlaunuðu leikriti Jóns Atla Jónassonar, sem leikhópur- inn Vesturport setti upp í leik- stjórn Hafliða Arngrímssonar. Fyrir nokkrum árum afréð Vest- urportshópurinn að gera mynd eftir verkinu og var Árni Ólafur Ásgeirsson, sem áður hafði gert myndina Blóðbönd, fenginn til að leikstýra. Tökur fóru fram fyrir rúmum tveimur árum og hefur myndin verið í eftirvinnslu síðan. Árni segir gerð myndarinnar þó ekki hafa verið neina þrauta- göngu. „Það spilaði auðvitað inn í að Ísland hrundi í millitíðinni en fyrst og fremst vildum við vanda okkur. Sagan er það flókin að við vildum gefa okkur góðan tíma til að klippa myndina. Þetta var tímafrek vinna sem útheimti öðru fremur þolin- mæði.“ Berskjaldað fólk úti á ballarhafi Brim gerist úti á sjó; fjallar um sjö manneskjur um borð í báti sem rekur vélarvana meðan stormur nálgast. Árni Ólafur segist fyrst og fremst hafa heillast af fjöl- breyttu og litríku persónugall- eríi. „Þetta er fólk sem er mjög auðvelt að samsama sig við og umhverfið býður líka upp á að karaktereinkennin skíni sterkt í gegn. Fólk verður mjög ber- skjaldað þegar það er einangrað úti á ballarhafi; dæmt til að vera saman hvort sem því líkar betur eða verr. Mér fannst mjög áhuga- vert að vinna með það konsept; þetta er mjög sammannleg saga, sem gæti þó eiginlega hvergi gerst nema úti á sjó.“ Fjarlægur heimur sjómennskunnar Strax í upphafi var ákveðið að reyna að gera umhverfi myndar- innar eins raunsætt og hægt var, sem þýddi að tökur þurftu að fara fram um borð í skipi og tækni- brellum þyrfti að halda í lág- marki. Þótt aðstæður hafi verið krefjandi segir Árni tökur hafa gengið vonum framar. „Við renndum dálítið blint í sjó- inn – bókstaflega. En við vorum með sjómenn og áhöfn um borð sem lóðsuðu okkur um og sögðu okkur til. Sjómennskan er heimur sem ég þekkti lítið til og það heillaði mig. Þetta er svo stór hluti af okkar samfélagi og menningararfleifð en samt er þetta flestum fjarlæg- ur heimur. Við reyndum því að undirbúa okkur vel; fórum á sjó og töluðum við aragrúa sjómanna í þeim tilgangi að gera þetta eins trúverðugt og hægt var. Það geng- ur ekki að gera sjóaramynd sem er greinilega plat – allra síst á Íslandi. Frábært að vinna með Vesturporti Árni Ólafur ber samstarfinu við Vesturport vel söguna. „Þetta er ótrúlega flottur og dug- legur hópur. Sterkir persónuleikar þannig að það var mikið rifist og mikið hlegið. Þau áttu líka svo stór- an hlut í þessum persónum þegar ég kom til sögunnar því þau höfðu þegar sett upp leikritið. Mitt hlut- verk var að heimfæra það yfir á hvíta tjaldið.“ Hann segir það ekki hafa verið auðvelt að koma utan að inn í svo samrýmdan hóp og Vesturport er. „Þvert á móti, það var mjög spennandi og ég held að það hafi gert öllum gott að fá einhvern með nýtt sjónarhorn. Þetta var líka nýtt fyrir mér að vinna í svona „fusion“- samstarfi og kenndi mér margt.“ Krefjandi og lærdómsríkt Á heildina litið segir Árni að að frá- taldri fyrstu myndinni sem hann gerði í kvikmyndaskóla, hafi hann ekki lært jafn mikið af nokkurri mynd og af Brimi. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er þetta svonefnd „ensamble“-mynd; það eru sjö per- sónur og jafnmargar sögur sem fléttast saman. Uppbyggingin er óheðfbundin að því leytinu til og það er mjög krefjandi að halda utan um svona mörg brot sem þurfa samt að mynda eina heild. Í öðru lagi var auðvitað ótrú- lega krefjandi að vinna við þessar aðstæður. Hafið er ekki hentugur staður fyrir kvikmyndatökur. Það var heilmikill skóli. Vonandi er ég orðinn betri leikstjóri fyrir vikið. Fær í flestan sjó.“ bergsteinn@frettabladid.is RENNDUM BLINT Í SJÓINN ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON „Við reyndum því að undirbúa okkur vel; fórum á sjó og töluðum við aragrúa sjómanna í þeim tilgangi að gera þetta eins trúverðugt og hægt var. Það gengur ekki að gera sjóaramynd sem er greinilega plat.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FLJÓTANDI AÐ FEIGÐARÓSI FJÖREGG Barnamenning í Norræna húsinu Vinsælustu fjölskyldusýningu ársins lýkur um helgina Viltu nokkuð missa af Tilraunarlandinu? Tilraunaland Norræna hússins og Háskóla Íslands hefur slegið í gegn hjá fjölskyldum landsins frá opnun í apríl. Í Tilraunalandinu kynnast börn og ungmenni undraheimi vísindanna í gegnum leik og skemmtun. Við hvetjum nýja gesti – og hina sem fá aldrei nóg – til að líta inn þessa allra síðustu helgi. Norræna húsið og Háskóli Íslands þakka frábærar viðtökur. Námskeið í Neskirkju Á þriðjudögum í október kl. 18.00-20.30 Fjársjóðir messunnar Hvernig nærir hún líf okkar og virkar sem smyrsl á lífsins mein og sár? Dr. Sigurður Árni Þórðarson stýrir námskeiðinu. Trú og tilvist á 21. öld Námskeið um grunnstef trúarinnar. Sr. Örn Bárður Jónsson, D.M. stýrir námskeiðinu. Námskeiðið er ókeypis en hver máltíð kostar kr. 1.000 Skráning í síma 511 1560 eða á runar@neskirkja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.