Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 26
26 2. október 2010 LAUGARDAGUR H átt á annað þúsund manns mættu til harðra mótmæla á Austurvelli í gær þegar Alþingi var sett með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni klukk- an hálf tvö. Mótmælendur brutu rúður í Dómkirkjunni og hentu eggjum að þingmönnum og öðrum þeim sem gengu til guðsþjónustu og neyddist fólk til að fara bak- dyramegin inn í Alþingishúsið. Mótmælendur hentu eggjum og öðrum matvælum í Alþingishúsið. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar, gat ekki skilgreint hvort mótmælin væru friðsamleg eður ei. „Ætli þetta sé ekki eitthvað mitt á milli,“ segir hann. Friðrik segir hátt í hundrað lögreglumenn hafa verið niðri á Austurvelli. Lögregl- an brýndi fyrir mótmælendum að ef ekki færi allt friðsamlega fram yrði hún tilneydd að beita pipar- úða, en ekki kom til þess. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sagðist skilja að fólk væri reitt og nauðsynlegt væri í svona málum að finna sameiginlega línu á milli mótmælenda og lögreglu. „Út með ruslið“, „Vanhæf rík- isstjórn“ og „Vanhæft Alþingi“ ómaði yfir Austurvelli frá klukk- an eitt og stóðu mótmælin í rúma þrjá klukkutíma. Einstaka mót- mælendur köstuðu glerflösk- um og lítill hópur fólks kveikti bál. Fyrsti þingfundur var settur klukkan fjögur og tók þá fólk að tínast burt. sunna@frettabladid.is Skömmum rigndi yfir þingið Atburðir frá janúar 2009 endurtóku sig við setningu Alþingis í gær. Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli og lýsti andúð sinni á stjórnmálamönnum. Forseti, þingmenn og gestir gengu undir fúkyrðaflaumi og eggjahríð frá Dómkirkjunni að bakdyrum Alþingis. MARGMENNI MÓTMÆLIR Á AUSTURVELLI Hátt á þriðja þúsund manns mætti til mótmæla þegar Alþingi var sett klukkan tvö í gær. Flestir efndu til friðsamlegra mótmæla en þó var eggjum og öðrum matvælum kastað af afli á húsið, þingmenn og lögreglu. Um hundrað lögreglumenn mættu til mótmælanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BEYGLUÐ BÚSÁHÖLD Margt er líkt með ástandinu sem ríkti á Austurvelli í gær og því sem var í janúar 2009 þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Fólkið segir ríkisstjórnina enn á ný vanhæfa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GENGIÐ ÚR KIRKJU Nokkrir kirkjugestir urðu fyrir eggjakasti á leið sinni úr guðsþjónustunni í gær FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GENGIÐ INN BAKDYRAMEGIN Forseti, biskup og þingmenn neyddust til að fara bakdyramegin inn í Alþing- ishúsið eftir guðsþjónustu í Dómkirkjunni til að forðast eggjakast og fúkyrði almennings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÁLIÐ BRENNUR Töluvert var um litlar brennur í mótmælunum þar sem fólk kveikti í rusli og öðru tiltæku en lögreglan náði að slökkva eldana jafn skjótt og þeir voru tendr- aðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI „Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem heill þingflokkur mætir ekki á þingsetningu. Þau hin eru inni að borða snittur og skála með fína liðinu í erlendu sendinefnd- unum.“ „Það væri yfirgangur við þjóðina að boða ekki til kosninga strax.“ Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar „Við skiljum fólk.“ Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn „Það á að draga þetta út á eyrunum og reykhreinsa Alþingi. Einhver annar verður að reka þetta land.“ Lúðvík Lúðvíksson, mótmælandi „Það vantar hundrað alvöru íslenska víkinga hingað á völlinn til þess að sýna fólkinu sem stjórnar þessu landi að svona hlutir gangi ekki. Það þýðir ekki að byggja upp nýtt Ísland með sama gamla hugsunar- hættinum.“ Daði Savic, mótmælandi „Öryggisverðir Landsbankans, ekki lögreglan, slógu mig í gólfið og hentu mér út,“ Alma Guðmundsdóttir, mótmælandi AF AUSTURVELLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.