Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 80
8 FERÐALÖG Bernard Delanoi, sósíalisti og borgarstjóri Parísar, lét árið 2007 þann draum rætast að gera hjól aðgengileg öllum borgarbúum gegn vægu gjaldi. Hjólaleigukerfinu Velib var hleypt af stokkunum um mitt sumar, tíu þúsund hjól sett í umferð á 750 stöðvum þar sem pláss er fyrir 15 hjól á hverri og einni. Nú þremur árum síðar eru hjólin orðin tuttugu þúsund og stöðvarnar í París sjálfri, hverfunum tuttugu sem borgin er samsett úr, eru að nálgast tvö þúsund. Sú sem þetta ritar hafði rekist á umfjöll- un um Parísarhjólin og var harðákveðin í að prófa að hjóla í þessari fornu og fallegu borg. Á sunnudegi eftir göngutúr um eyjarn- ar á Signu, Ile St-Louis og Ile de la Cité, var látið til skarar skríða. Vopnuð kreditkorti fann ég hjólagrind, sem var auðvelt því þær eru út um allt. Þar voru nokkur hjól og þegar ekki gekk að rífa þau laus úr grindinni, þó að ég veifaði kreditkorti í allar áttir, höfðu mér næstum fallist hendur. Ég var farin að svipast um eftir aðstoð þegar þolinmóðari samferðamaður sá upplýsingaskilti. Þar reyndist mjög auðvelt að fylgja leiðbeining- um, eftir að kreditkorti hafði verið stung- ið í þar til gerða rauf, leiddi eitt af öðru og hægt var að velja sér hjól. Leigan er lág, 1 evra fyrir daginn, lækkar ef lengri tími er valinn, fyrsti hálftími er ókeypis en eftir það kostar klukkutíminn evru. Ef hjólinu er ekki skilað eru 150 evrur dregnar af kort- inu. Maður velur sér lykilorð, og fær kvitt- un með númeri sem maður notar þegar hjól- inu er skilað, en þetta er allt mjög einfalt í framkvæmd. Hjólin sjálf eru mikil gæðahjól, þriggja gíra þung hjól, með körfu og ljósi, framleidd af franska fyrirtækinu Mercier í Ungverja- landi. Eftir glímuna við að ná í hjólið var lagt af stað meðfram Signubökkum. Það var frá- bært að hjóla í rólegheitum en ná samt alla leið að Eiffelturninum á tiltölulega skömm- um tíma, komast hratt yfir og njóta útsýn- isins um leið. Hjólreiðamenn nota göturnar, enda eru mjög víða sérmerktar hjólareinar á götunum. Á sunnudegi var umferðin ekkert sérstaklega mikil og það var mjög auðvelt að komast leiðar sinnar. Frá Eiffelturnin- um lá leiðin í Latínuhverfið í gegnum Mont- parnasse-hverfið. Hjólagrindur Velib voru á hverju strái þannig að þegar hungur og þorsti fóru að segja til sín var ekkert mál að losa sig við gripinn. Fyrir valinu varð stöð Rue de la Harpe, alveg við St. Germ- ain-breiðgötuna og þar reyndist vera fyrir- taks bistró þar sem kræklingur í hvítvíni og creme brulée urðu fyrir vali ánægðra hjól- reiðakappa. En það er önnur saga. - sbt HJÓLAÐ VIÐ SIGNU Kaupmannahöfn er ekki eina borgin sem þægilegt er að hjóla í eins og Sigríður Björg Tómasdóttir blaðamaður Fréttablaðsins komst að þegar hún sótti Parísarborg heim á dögunum. Fínn ferðamáti! Sigríður varð sér úti um gæðahjól í París. ÞAÐ ER MJÖG AUÐVELT AÐ KOMAST LEIÐAR SINNAR Í PARÍSAR- BORG. ÞEIR SEM HAFA EKKI ÁHUGA Á AÐ STÍGA Á GRÁAN HJÓLA- FÁK HAFA ÚR NOKKRUM MÖGULEIKUM AÐ VELJA: TVEIR JAFNFLJÓTIR Það er mjög þægi- legt að fara ferða sinna fótgangandi og þannig er hægt að virða fyrir sér fólk og mannvirki í mestu makindum. Ferðir á milli staða taka þó vissulega lengri tíma. NEÐANJARÐARLEST Neðanjarðar- lestarkerfi Parísarborgar, metró, er afar þægilegt og auðskiljanlegt jafnvel mestu korta- og leiðbeiningaaulum. Stutt er á milli lestarferða og hægt er að komast bæjarenda á milli á stuttum tíma. Kort af metrókerfinu er í flestum ferðahandbók- um og kortum af París. STRÆTÓ Fyrir næturhrafna er gott að vita að þegar metróið hættir að ganga eru nætur- strætóar á ferðinni (nánari upplýsingar á www. noctilien.fr). Á daginn eru líka strætóar á ferðinni, en metrókerfið er einfaldara. LEIGUBÍLAR Leigubílar eru úti um allt og geta verið góður kostur fyrir þá sem eru með fangið fullt af verslunargóssi. TIL OG FRÁ FLUGVELLINUM Þegar komið er til Parísar er hægt að taka lestina inn í borg og sniðugt að fara úr á Gare de Nord þaðan sem lestir ganga til allra átta. Þessi túr kostar tæpar 9 evrur. Sum hótel bjóða upp á hótelskutl og er vert að athuga það. Annars kostar leigu- bíll 55 evrur, sem er ekki mikið dýrara en lest ef margir ferðast saman. AÐRAR LEIÐIR TÁKN BORGARASTÉTTAR? Hjólakerfið Velib hefur reynst Parísarborg dýrara en talið var í upphafi. Ástæðan er sú að miklu fleiri hjólum hefur verið stolið og fleiri skemmd en gert hafði verið ráð fyrir. Reiknað hafði verið með svipuðum afföllum og í Lyon, þar sem sambærilegt kerfi er við lýði, en sú varð ekki raunin. Fyrsta árið var 3.000 hjólum stolið. Í ágúst 2009 höfðu 16.000 ný hjól verið sett í umferð en kerfið er talið kosta um 230 milljónir á ári. Fræði- menn hafa leitt að því líkur að fátæk ungmenni í úthverfum Parísar hafi átt töluverðan þátt í skemmdarverkunum og séu með því að tjá andúð sína á borgarastétt Parísar, aðalnot- endum hjólanna. Heimild: Wikipedia ROKKTÓBER FEST 2010 Á SÓDÓMU 30.9 – 2.10 Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.