Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 12
12 2. október 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur réttilega dregið þrjár ályktanir af ákæru Alþingis á hendur Geir Haarde. Í fyrsta lagi: Að hún sé pólitísk og að frum- kvæði VG. Í annan stað: Að hún muni eitra þjóðfélagið. Í þriðja lagi: að hún muni auka á pólitíska upp- lausn. Almenn samstaða virðist vera um það í þjóðfélaginu að Alþingi hafi sett niður við meðferð málsins. Þetta á bæði við um þá sem hlynntir voru ákærum og eins hina sem eru þeim andvígir. Stóra spurningin er þá þessi: Hvernig ætla leiðtogar meirihlutans á Alþingi að vinna úr þeirri stöðu? Í Grikklandi hinu forna gerðist sá atburður að herforingjar Aþeninga gátu ekki vegna óveðurs bjargað áhöfnum nokkurra skipa sem sokkið höfðu í sigursælli orrustu gegn Spartverjum við Argínúsu. Í bráðræði ákærði þingið herfor- ingjana fyrir að sinna ekki björg- unarskyldum. Þeir voru síðan umsvifalaust teknir af lífi. Þá rann upp fyrir mönnum að hvatvísin hafði teymt þá út af braut réttvísinnar. Þeir þingmenn sem sjálfir höfðu greitt atkvæði með ákærunum brugðust við með því að ákæra þá foringja sína sem höfðu haft forystu um málatilbúnaðinn. Þessi atburður er talinn vera eitt af dæmunum um þá hnignun sið- gæðis og þau óhæfuverk sem leiddu til þess að gullöld Aþenu lauk. Allar götur síðan hafa sambærilegir atburðir haft svipuð áhrif í smáum stíl eða stórum. Augnabliksreiði er ekki stærsti vandinn í þessu samhengi þó að hún sé ekki góður förunautur. Annað hefur lengri og dýpri áhrif, ef marka má reynslu sögunnar, og það er þetta: Þeir sem skynja að þeir bera ábyrgð á ómálefnalegri, órökrænni og ósanngjarnri niðurstöðu byrja smám saman að verja samvisku sína með því að ala á hatri gagnvart þeim sem þeir beittu órétti og öllum sem málstað þeirra tóku. Það er þetta eitur samviskuveik- innar sem á eftir að auka á upplausn stjórnmálanna. Eftirmálin Steingrímur J. Sigfússon lýsti því að hann hefði haft sterka sannfæringu fyrir því að ákæra Geir Haarde. Síðan bætti hann við að vilji hans hefði staðið til að ákæra annan mann. Ekkert nafn var þó nefnt í því sam- bandi. Erfitt er að skilja þetta á annan veg en að bakari hafi verið hengd- ur fyrir smið. Margir sýnast deila þeirri skoðun. Sérstaklega eftir þá innbyrðis ósamkvæmni í atkvæða- greiðslunni sem Sigurður Líndal hefur réttilega bent á að veiki ákæruna verulega. Formaður ákærunefndarinnar hefur greint frá því að hann hafi haft veður af því áður en hann gekk inn í þing- salinn að allar tillögur hans myndu falla. Fyrir þeirri niðurstöðu hafði forsætisráðherra enda fært sterk og gild rök. Áður en atkvæðagreiðslan hófst steig formaðurinn í ræðustól og vís- aði til þess að ákærurnar væru hluti af framkvæmd stjórnarsáttmál- ans. Vel má vera að sú tilvísun hafi ráðið úrslitunum. Jafnframt hefur formaðurinn upplýst að hann hafi í nokkra daga fyrir atkvæðagreiðsl- una vitað af undirmálum þingmanna Samfylkingarinnar í málinu. Þetta segir tvennt: Annars vegar að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar byggðist fremur á pólitík en refsi- réttarsjónarmiðum. Hins vegar að þeir sem ábyrgðina bera eru þegar farnir að spýta pólitísku eitri til að verja samvisku sína. Allt er þetta í samræmi við gömul lögmál um atburði af þessum toga. Eitur samviskuveikinnar Steingrímur J. Sigfússon virðist bera mesta ábyrgð á þeirri pólitísku niður-stöðu sem varð í ákæru- málinu og sætir ámæli í samræmi við það. Sjálfstæðisflokkurinn er gagnrýndur af þeim sem vildu ákæra. Sundrung Samfylkingar- innar hefur hins vegar leitt til þess að hún er fordæmd úr öllum áttum. Með því að vísa til stjórnarsátt- málans sem lokaröksemdar fyrir ákærunum var VG opinskátt og trúlega að yfirveguðu ráði að setja málið í pólitískt samhengi stjórnarsamstarfsins. Forsætisráðherra hafði áður flutt magnaða ræðu gegn ákærum Steingríms J. Sigfús sonar. Atkvæðagreiðslunni lýsti forsætis- ráðherra síðan réttilega sem sögu- legri stund. Þegar til kastanna kom lýstu allir þingmenn VG og helmingur þingmanna Samfylkingarinnar vantrausti á dómgreind og mál- flutning forsætisráðherra. Svo er önnur spurning hversu lengi þeir hrósa happi með þau málalok. Á eftir lýsti Jóhanna Sigurðar- dóttir því yfir að þetta vantraust hefði engin áhrif. Fáir hafa mælst til þess að Jóhanna Sigurðardóttir segi af sér vegna niðurstöðu máls- ins. Hitt er staðreynd að eftir að VG setti ákærurnar í beint samband við framkvæmd stjórnarsáttmál- ans getur forsætisráðherra ekki leyst sig undan ábyrgð á niður- stöðu Alþingis nema með því að segja af sér. Það var sú gildra sem VG leiddi forsætisráðherrann í og nokkrir þingmenn Samfylkingar- innar skynjuðu greinilega. Það er kaldhæðni örlaganna að Jóhanna Sigurðardóttir skuli sitja í þessari súpu og bera pólitíska ábyrgð á niðurstöðu sem er henni þvert um geð. Gildran Námskeið við prófkvíða • Finnur þú fyrir miklum kvíða í prófundirbúningi eða í prófum? • Er kvíðinn farinn að hafa áhrif á námsgetu þína? Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir sex vikna nám- skeiði við prófkvíða, þar sem kenndar eru leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til þess að draga úr kvíða tengdum próf- undirbúningi og próftöku. Unnur J. Smári sálfræðingur og Halldóra B. Bergmann sálfræðingur og námsráðgjafi munu stýra námskeiðinu. Námskeiðið hefst þann 13. október n.k. Nánari upplýsingar og skráning hjá Kvíðameðferðarstöðinni, www.kms.is, í símum 534-0110 eða með tölvupósti á kms@kms.is en skráningu lýkur 11. okt. n.k. Einnig minnum við á námskeið við ofsakvíða sem hefst 14. október og námskeið við félagsfælni þann 18. október n.k. Ó þægilegar minningar frá mótmælunum í janúar í fyrra hafa vafalaust sótt á marga er fréttir bárust af mótmælaaðgerðum á Austurvelli við setningu Alþingis í gær. Margt er líkt; mótmælendur sem veifa spjöldum og berja búsáhöld (sum andlitin eru meira að segja kunnugleg), lögreglumenn gráir fyrir járnum. Slagorðið „vanhæf ríkisstjórn“. Nema hvað nú er önnur ríkisstjórn við völd en sú sem var mótmælt í janúar 2009. Sem betur fer fór ástandið ekki algjörlega úr böndunum í þetta sinn og enginn meidd- ist. Samt átti það sama við og í fyrra, að lítill hópur manna setti ljótan blett á mótmæl- in. Menn sannfæra engan um ágæti skoðana sinna með því að brjóta rúður í Dómkirkjunni og fleygja drasli í fólk. Það er ofbeldi, þótt það sé ekki jafnalvarlegt og það sem lítill hópur hafði í frammi fyrir hálfu öðru ári. Óánægjan með ástand mála er hins vegar klárlega undirliggj- andi og brauzt fram á Austurvelli í gær. Margir af þeim sem í janúar 2009 voru hræddir og reiðir kunna í dag að vera í þeirri stöðu að hafa verið atvinnulausir síðan og jafnvel búnir að missa eignir sínar og heimili. Ríkisstjórnin hefur enn ekki leyst með sannfærandi hætti úr vanda skuldara. Ýmislegt hefur áunnizt, en talsverður hópur fólks telur það augljóslega ekki nóg. Nú er stóra spurningin hvort einhver munur er á ríkisstjórn- inni sem var hrópuð niður í ársbyrjun í fyrra og þeirri, sem nú er sögð vanhæf í hrópum mótmælendanna á Austurvelli. Hver er munurinn? Hvað getur þessi ríkisstjórn sem hin fyrri gat ekki? Getur hún sannfært fólk um að gripið verði til aðgerða sem duga til að „slá skjaldborg um heimilin“, svo notaður sé einn útjaskaðasti frasi undanfarinna missera? Í stjórnarliðinu virðast sumir vera farnir að hafa efasemdir um það, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir stjórnarliðar vilja kosningar og telja að ríkisstjórnina hafi þrotið örendið. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að skjaldborgin sé „ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera“. Spurningin er áleitin, ekki sízt fyrir annan stjórnarflokkinn, Vinstri græn, sem tók upp samstarf við Samfylkinguna í stað Sjálfstæðisflokksins. Því fögnuðu margir, sem kölluðu „vanhæf ríkisstjórn“ í fyrra skiptið. Vinstri græn höfðu heldur ekki látið sitt eftir liggja að ýta undir mótmælin og hjálpa til við skipulagn- ingu þeirra. Sú söguskoðun er útbreidd, ekki sízt á meðal vinstri grænna sjálfra, að „búsáhaldabyltingin“ hafi fleytt þeirra fólki í ráðherrastólana. Hvað segja þeir nú? Hvernig sannfæra ráðherrar Vinstri grænna fólkið á Austurvelli um að þeir séu vandanum vaxnir? Undirliggjandi óánægja kom fram í mótmælunum á Austurvelli í gær: (Önnur) vanhæf ríkisstjórn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.