Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 77
7vín&veisla Á Ítalíu er engin sveit svo lítils megn-ug að státa ekki af sínu eigin víni, sem eru oft framleidd úr þrúgum sem hvergi annars staðar er að finna held- ur en einmitt á því svæði. Toskana, Veneto og Piemonte yfirgnæfa önnur héruð hvað gæði varðar en frá þeim koma vönduð vín á borð við Barolo, Barbaresco, Amarone, Brunello di Montalcino og Vino Nobile di Montepulciano. Þessi vín hafa til fjölda ára verið talin meðal bestu rauðvína í heimin- um, en rauðvín eru einmitt talin vera ær og kýr ítalskrar vínræktar. Ítalir hafa líka framleitt ódýr vín til hversdagsnota, þar sem almenningur á Ít- alíu drekkur gjarnan vín eins og Íslending- ar nota vatn eða mjólk. Í því samhengi má nefna hversdagsvín á borð við Lambrusco, Valpolicella og Chianti frá Piccini. Chianti er einmitt svæði í Toskana, vínekrur sem hafa verið í eigu Piccini-fjölskyldunnar frá 19. öld, eða árinu 1882. Piccini-fyrirtækið var stofnað af ætt- föðurnum Angiola Piccini en er nú rekið af langafabörnum hans, Mario og Mart- inu Piccini, sem hafa enn í heiðri kjörorð Angiola: „Ekki skiptir máli hversu miklu þú áorkar, heldur hversu mikið þú legg- ur í vinnuna.“ Þessi fleygu orð vísa í stærð Chianti-vínekrunnar, sem náði upphaflega yfir aðeins sjö hektara, og þótt fjölskyld- an hafi með tíð og tíma lagt stærra land- svæði undir framleiðsluna eru þetta enn einkunar orð sem hún notar yfir vínin, sem eru þekkt fyrir gæði. Ítalía hefur jafnan verið nefnd til sögunnar sem annar af tveimur risum í vínheim- inum, hitt landið er Frakkland. Á það hefur verið bent að Ítalía sé í raun einn stór víngarður sem nái allt frá norðri til suðurs, þar sem allar kjöraðstæður til víngerðar eru til staðar. Óháð því hvort viðkomandi vínviður þarf svalt, heitt, þurrt eða rakt loftslag eru bestu ræktunarskilyrði til staðar einhvers staðar í landinu. Vínmenning á sér því langa sögu í landinu og Ítalir eru taldir hafa flutt með sér þekkingu á víngerð til annarra landa í Evrópu, en þegar veldi keisaranna stóð sem hæst sendu þeir heri sína í vestur og norður til að sölsa undir sig lönd. Her- mennirnir höfðu jafnan með sér góð vín og þannig barst þekkingin smám saman til annarra þjóða. Fáir eru þó taldir hafa jafn mikla reynslu og þekkingu á framleiðslu vína og þessi sælkeraþjóð. Unnið af lífi og sál Piccini-fjölskyldan leggur alúð við vínrækt á ekrum sínum í Chianti í Toskana á Ítalíu. NÁTTÚRUFEGURÐ Toskana-hérað á Ítalíu er rómað fyrir fegurð. Þaðan koma líka ýmsar þekktar víntegundir. FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Piccini-fjölskyldan hefur framleitt vín síðan seint á 19. öld. NORDICPHOTOS/GETTY Kjöraðstæður til ræktunar Í T A L Í A 7 RAUÐVÍN | 1 HVÍTVÍN PICCINI ORANGE BLANCO HVÍTVÍN Fölsítrónugult, létt fylling, þurrt, ferskt. Ljós ávöxtur, melóna, stjörnuávöxtur 1.450 kr. PICCINI CHIANTI RAUÐVÍN Kirsuberjarautt. Létt fylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín. Skógarber, laufkrydd, kirsuber, eik, vanilla. 1.779 kr. PICCANTI RAUÐVÍN 3.LITR Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, ferskt, þroskuð tannín. Kirsuber, lyng, jarðartónar. 5.998 kr. PICCINI ORGANCI RAUÐVÍN LÍFRÆNT – RÆKTAÐ Kirsuberjarautt. Létt meðal- fylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín. Rauð ber, brómber, krydd. 1.899 kr. PICCANTI HVÍTVÍN 3.LITR Ljóssítrónugult, létt meðal fylling, þurrt, ferskt. Epli, hýðistónar. 5.798 kr. PICCINI ORGANIC 2.LITR BOX RAUÐVÍN LÍFRÆNT – RÆKTAÐ Kirsuberjarautt, létt fylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín. Skógarber, jörð, lyng, sveit. Verð: 4.298 kr. PICCINI ORANGE ROSSO RAUÐVÍN Ljóskirsuberja- rautt, létt fylling, þurrt, ferskt, lítið tannin. Rauð ber, lyng. 1.398 kr. MAMMA PICCINI RAUÐVÍN Kirsuberjarautt, meðal fylling, þurrt, ferskt, miðlungs tannín. Skógar ber, lyng, vanilla. 1.490 kr. LÍFRÆNT RÆKTAÐ LÍFRÆNT RÆKTAÐ LÍFRÆNT RÆKTAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.