Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.10.2010, Blaðsíða 10
10 2. október 2010 LAUGARDAGUR Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 www.nyherji.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 7 8 Ráðstefna Nýherja og IBM | Hótel Örk 7. október 2010 Helstu IBM sérfræðingar á Norðurlöndum leiða þig inn í framtíðina • IBM System x Intel netþjónar • IBM gagnageymslulausnir • IBM Tivoli afritunar-, aðgangs- og öryggishugbúnaður • IBM Power, Unix og AS/400 netþjónar Fyrirlesarar: Svend E. Kundby-Nielsen STG Director IBM Nordic – Smarter Systems for a Smarter Planet Michael Ö. Larsen IBM – POWER7 New Announcements 2010 Ulrik Rosendahl IBM – Tivoli Identity & Access Manager Helgi Magnússon Nýherji – System x álagsmælingar með Windows Perfmon 15 önnur erindi frá sérfræðingum IBM, CCP, Arrow, NetApp og Nýherja. Á ráðstefnunni verður hulunni svipt af tímamótalausn frá IBM. Ómissandi fyrir þá sem starfa við rekstur upplýsingatæknikerfa. Dagskrá og skráning á www.nyherji.is COMES TO YOU 2010 SAGA Þjóðverjar ljúka við að greiða stríðsskaðabætur eftir heimsstyrj- öldina fyrri á morgun, 92 árum eftir að ófriðnum lauk. Loka- greiðslan er 60 milljónir punda en upphaflega voru Þjóðverjar neydd- ir til að skrifa upp á að greiða 226 milljarða ríkismarka; upphæð sem í dag er talin jafngilda 70 til 80 þúsund tonnum af gulli. Sú upp- hæð var lækkuð í 132 milljarða ríkismarka sem er talið vera 700 milljarðar evra að núvirði. Stríðskaðabæturnar voru hluti af Versalasamningnum frá 1919, en samningurinn var dreginn upp af leiðtogum Breta, Frakka og Band- ríkjanna að stærstum hluta. Þjóð- verjar fengu ekki að sjá samning- inn fyrr en við undirritun hans. Með samningnum þurftu Þýska- land og bandamenn þess að gang- ast undir að þeir bæru alla ábyrgð á ófriðnum í Evrópu og þar með mannfalli og efnahagslegum skaða heillrar heimsálfu. Talið er að tíu milljón hermenn og sjö milljónir óbreyttra borgara hafi fallið. Fyrir því eru færð sterk rök að stríðsskaðabæturnar hafi fyrst og síðast grafið undan stjórnmála- legum stöðugleika Þýskalands og Evrópu. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði því að samningurinn myndi reka Evr- ópu út í annað stríð, sem auðvitað rættist. Eftir að Kreppan mikla skall á 1929 hélt Þýskaland áfram að borga skaðabæturnar með því ein- faldlega að prenta peninga. Weim- ar-lýðveldið sökk í skuldir og í óða- verðbólgu kreppuáranna þurfti tíu milljónir marka til að kaupa brauð- hleif. Á þessu nærðist Adolf Hitler og boðaði að snúa við óréttlætinu sem fólst í Versalasamningnum. Fyrir boðskap hans var frjór jarð- vegur sem varð til þess að hann náði völdum 1933. Þjóðverjar ættu að vera löngu búnir að gera upp skuld sína. Hitl- er neitaði hins vegar að greiða bæt- urnar og endurgreiðslur hófust ekki að nýju fyrr en 1954. Þá hafði Vestur-Þýskaland gengist í ábyrgð- ir fyrir skuldinni sem var að mestu greidd árið 1983. Hins vegar sátu eftir há lán í breskum og banda- rískum bönkum. Weimar-lýðveld- ið tók til að greiða stríðsskaðabæt- urnar á árunum 1921 til 1923. Í London-skuldasamningnum frá 1953 var ákveðið að lánin skyldu endurgreidd ef Þýskaland samein- aðist að nýju. Greiðslur þessarar skuldar hófust árið 1996 og verður hún fyrst nú þurrkuð út úr bókum þýska ríkisins. svavar@frettabladid.is Fyrri heimsstyrjöld- inni lýkur á morgun Þýskaland lýkur greiðslu stríðsskaðabóta eftir fyrra heimsstríðið á morgun, 92 árum eftir að byssurnar þögnuðu. Þá hefur verið gerð upp skuld sem við gerð Versalasamningsins árið 1919 var metin á 70 til 80 þúsund tonn af hreinu gulli. SKOTGRAFAHERNAÐUR Stríðið stóð frá 1914 til 1918. Mestallan tímann einkenndust átökin af skotgrafahernaði á austur- og vesturvígstöðvunum. Margir vilja meina að stríðinu ljúki fyrst á morgun þegar skuld Þjóðverja verður að fullu greidd. ELDRAUÐUR GANDHI Þessi stytta af Mahatma Gandhi ásamt tveimur hermönnum er á sýningu til heiðurs þessari sjálfstæðishetju Indverja í Ahmedabad. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti skýrði frá því í gær að Rahm Emanuel, starfs- mannastjóri í Hvíta húsinu og einn helsti ráð- gjafi forsetans, ætli að hverfa úr starfi og bjóða sig fram til borgarstjóra í Chicago. Jafnframt til- kynnti Obama að Peter Rouse taki við starfinu til bráðabirgða, en Rouse var starfs- mannastjóri Obama þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Miklar vangaveltur hafa verið um að Emanuel myndi bjóða sig fram eftir að Richard Deley, borgar- stjóri í Chicago, sagðist ekki sækj- ast eftir endurkjöri. - gb Starfsmannastjórinn hættir: Býður sig fram í Chicagoborg RAHM EMANUEL VIÐSKIPTI Stefnt er að því að end- urútreikningar einföldustu geng- islánasamninga Lýsingar verði aðgengilegir um miðjan mánuð- inn. „Aðalmálið er að fólk fái rétta stöðu,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Lýsingar. „Frumvarp í smíðum gefur vonir um að hægt verði að ganga frá langflestum málum á mjög skömmum tíma,“ segir Halldór. Lýsing hefur lokið við útreikn- ing einfaldari lána, en prófar nú þann útreikning í tölvukerfum sínum. Halldór segir hins vegar ráð fyrir því gert að viðskipta- vefur Lýsingar verði opnaður um miðjan október. „Fólk getur þá séð sinn útreikning.“ - óká Prófa útreikningana í tölvum: Viðskiptavefur opnaður um miðjan mánuð VIÐSKIPTI Fyrst í stað leggur SP- Fjármögnun áherslu á að ljúka endurútreikningi á þeim samn- ingum þar sem einn og sami lán- taki hefur verið skráður frá upp- hafi. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið eigi síðar en fimmtudaginn 7. október næst- komandi. „Ekki liggur ljóst fyrir hvenær endurútreikningi annarra samn- inga lýkur en kappkostað er að þeirri vinnu ljúki eins fljótt og kostur er. Hér er sérstaklega átt við samninga sem hafa verið yfir- teknir af öðrum leigutaka,“ segir í tilkynningu félagsins í gær. - óká Fyrsta holl klárt á fimmtudag: Vita ekki hve- nær öllu lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.